Bandaríkjaforseti segist „aldrei hafa unnið fyrir Rússland“ Kjartan Kjartansson skrifar 14. janúar 2019 16:59 Trump kvað skýrar að orði um meint tengsl sín við Rússland í dag en hann gerði í viðtali á Fox um helgina. Vísir/EPA Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, fullyrti við fréttamenn í dag að hann hefði „aldrei unnið fyrir Rússa“. Undanfarna daga hefur verið sagt frá því að alríkislögreglan FBI hafi sett af stað leyniþjónusturannsókn á hvort að Trump tæki við skipunum frá Rússlandi og að forsetinn hafi reynt að koma í veg fyrir að heimildir um fundi hans með Pútín Rússlandsforseta væru aðgengilegar. „Ég vann aldrei fyrir Rússland,“ sagði Trump fyrir utan Hvíta húsið í dag þegar hann var á leið til Lúisíana. Hafnaði forsetinn frétt Washington Post um að hann hefði lagt hald á minnispunkta túlks sem var viðstaddur fund hans og Vladímírs Pútín árið 2017. Svar forsetans var afdráttarlausara í dag en það var í viðtali við Fox News-sjónvarpsstöðina á laugardagskvöld. Athygli vakti að Trump sagði þá aðeins að spurningin um hvort að hann hefði unnið fyrir Rússa væri „móðgandi“ en neitaði því aldrei. „Ekki bara vann ég aldrei fyrir Rússland, mér finnst það hneyksli að þú spyrjir einu sinni þessarar spurningar vegna þess að þetta er feitt gabb, Þetta er bara gabb,“ sagði forsetinn í dag. Washington Post sagði að engar formlegar heimildir væru til um fimm fundi sem Trump og Pútín hafa átt auglitis til auglitis frá því að Trump tók við embætti árið 2017. Jafnvel æðstu embættismenn Hvíta hússins viti ekki fyrir víst hvað þeim fór á milli. Trump hafi sjálfur skipað túlki sem var viðstaddur einn fundinn að segja engum frá efni hans og lagt hald á minnispunkta sem túlkurinn tók niður. Það eina sem embættismenn fengu upp úr túlknum um fundinn var að Pútín hefði neitað því við Trump að hafa reynt að hafa áhrif á forsetakosningarnar sem hann vann árið 2016. Trump hafi svarað: „Ég trúi þér.“ Allar leyniþjónustustofnanir Bandaríkjanna hafa komist að þeirri niðurstöðu að rússnesk stjórnvöld hafi stýrt herferð til að hjálpa Trump að ná kjöri sem forseti.President Donald Trump: "I never worked for Russia” pic.twitter.com/net1yJWVzl— CNN Politics (@CNNPolitics) January 14, 2019 Segir yfirmenn FBI „þekkta þrjóta“ Demókratar á Bandaríkjaþingi vildu kalla túlkinn fyrir þingnefnd á síðasta þingi en fulltrúar repúblikana komu í veg fyrir það. Nú í meirihluta í fulltrúadeildinni eru demókratar sagðir íhuga að stefna túlkum sem sátu fundi Trump og Pútín að bera vitni fyrir þingnefnd. New York Times hafði áður sagt frá því að yfirmenn FBI hafi byrjað að rannsaka hvort að Trump væri á mála hjá Rússum eftir að forsetinn rak James Comey úr starfi forstjóra alríkislögreglunnar í maí árið 2017. Sú rannsókn var skammlíf því aðeins nokkrum dögum síðar skipaði dómsmálaráðuneytið Robert Mueller, fyrrverandi forstjóra FBI, sem sérstakan rannsakanda meints samráðs framboðs Trump við Rússa. Kallaði Trump yfirmenn alríkislögreglunnar „þekkta þrjóta“ þegar hann ræddi við fréttamenn í dag. Sakaði hann Comey um að vera „spillt lögga“. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Rússland Tengdar fréttir FBI hóf rannsókn á Trump í kjölfar brottrekstrar James Comey Bandaríska alríkislögreglan FBI hóf frumkvæðisrannsókn á því árið 2017 hvort Donald Trump Bandaríkjaforseti hefði unnið með Rússum fyrir forsetakosningarnar 2016. 12. janúar 2019 07:32 Segist ekkert hafa að fela Donald Trump Bandaríkjaforseti þvertekur fyrir að hafa leynt upplýsingum um fundi sína með Vladímír Pútín Rússlandsforseta með nokkrum hætti að því er fram kemur í erlendum miðlum. 14. janúar 2019 08:00 Trump sagður hafa falið heimildir um fundi með Pútín Forsetinn lagði hald á minnispunkta túlks og bannaði honum að ræða efni fundar við embættismenn hans eigin ríkisstjórnar. 12. janúar 2019 23:53 Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Fleiri fréttir Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, fullyrti við fréttamenn í dag að hann hefði „aldrei unnið fyrir Rússa“. Undanfarna daga hefur verið sagt frá því að alríkislögreglan FBI hafi sett af stað leyniþjónusturannsókn á hvort að Trump tæki við skipunum frá Rússlandi og að forsetinn hafi reynt að koma í veg fyrir að heimildir um fundi hans með Pútín Rússlandsforseta væru aðgengilegar. „Ég vann aldrei fyrir Rússland,“ sagði Trump fyrir utan Hvíta húsið í dag þegar hann var á leið til Lúisíana. Hafnaði forsetinn frétt Washington Post um að hann hefði lagt hald á minnispunkta túlks sem var viðstaddur fund hans og Vladímírs Pútín árið 2017. Svar forsetans var afdráttarlausara í dag en það var í viðtali við Fox News-sjónvarpsstöðina á laugardagskvöld. Athygli vakti að Trump sagði þá aðeins að spurningin um hvort að hann hefði unnið fyrir Rússa væri „móðgandi“ en neitaði því aldrei. „Ekki bara vann ég aldrei fyrir Rússland, mér finnst það hneyksli að þú spyrjir einu sinni þessarar spurningar vegna þess að þetta er feitt gabb, Þetta er bara gabb,“ sagði forsetinn í dag. Washington Post sagði að engar formlegar heimildir væru til um fimm fundi sem Trump og Pútín hafa átt auglitis til auglitis frá því að Trump tók við embætti árið 2017. Jafnvel æðstu embættismenn Hvíta hússins viti ekki fyrir víst hvað þeim fór á milli. Trump hafi sjálfur skipað túlki sem var viðstaddur einn fundinn að segja engum frá efni hans og lagt hald á minnispunkta sem túlkurinn tók niður. Það eina sem embættismenn fengu upp úr túlknum um fundinn var að Pútín hefði neitað því við Trump að hafa reynt að hafa áhrif á forsetakosningarnar sem hann vann árið 2016. Trump hafi svarað: „Ég trúi þér.“ Allar leyniþjónustustofnanir Bandaríkjanna hafa komist að þeirri niðurstöðu að rússnesk stjórnvöld hafi stýrt herferð til að hjálpa Trump að ná kjöri sem forseti.President Donald Trump: "I never worked for Russia” pic.twitter.com/net1yJWVzl— CNN Politics (@CNNPolitics) January 14, 2019 Segir yfirmenn FBI „þekkta þrjóta“ Demókratar á Bandaríkjaþingi vildu kalla túlkinn fyrir þingnefnd á síðasta þingi en fulltrúar repúblikana komu í veg fyrir það. Nú í meirihluta í fulltrúadeildinni eru demókratar sagðir íhuga að stefna túlkum sem sátu fundi Trump og Pútín að bera vitni fyrir þingnefnd. New York Times hafði áður sagt frá því að yfirmenn FBI hafi byrjað að rannsaka hvort að Trump væri á mála hjá Rússum eftir að forsetinn rak James Comey úr starfi forstjóra alríkislögreglunnar í maí árið 2017. Sú rannsókn var skammlíf því aðeins nokkrum dögum síðar skipaði dómsmálaráðuneytið Robert Mueller, fyrrverandi forstjóra FBI, sem sérstakan rannsakanda meints samráðs framboðs Trump við Rússa. Kallaði Trump yfirmenn alríkislögreglunnar „þekkta þrjóta“ þegar hann ræddi við fréttamenn í dag. Sakaði hann Comey um að vera „spillt lögga“.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Rússland Tengdar fréttir FBI hóf rannsókn á Trump í kjölfar brottrekstrar James Comey Bandaríska alríkislögreglan FBI hóf frumkvæðisrannsókn á því árið 2017 hvort Donald Trump Bandaríkjaforseti hefði unnið með Rússum fyrir forsetakosningarnar 2016. 12. janúar 2019 07:32 Segist ekkert hafa að fela Donald Trump Bandaríkjaforseti þvertekur fyrir að hafa leynt upplýsingum um fundi sína með Vladímír Pútín Rússlandsforseta með nokkrum hætti að því er fram kemur í erlendum miðlum. 14. janúar 2019 08:00 Trump sagður hafa falið heimildir um fundi með Pútín Forsetinn lagði hald á minnispunkta túlks og bannaði honum að ræða efni fundar við embættismenn hans eigin ríkisstjórnar. 12. janúar 2019 23:53 Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Fleiri fréttir Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Sjá meira
FBI hóf rannsókn á Trump í kjölfar brottrekstrar James Comey Bandaríska alríkislögreglan FBI hóf frumkvæðisrannsókn á því árið 2017 hvort Donald Trump Bandaríkjaforseti hefði unnið með Rússum fyrir forsetakosningarnar 2016. 12. janúar 2019 07:32
Segist ekkert hafa að fela Donald Trump Bandaríkjaforseti þvertekur fyrir að hafa leynt upplýsingum um fundi sína með Vladímír Pútín Rússlandsforseta með nokkrum hætti að því er fram kemur í erlendum miðlum. 14. janúar 2019 08:00
Trump sagður hafa falið heimildir um fundi með Pútín Forsetinn lagði hald á minnispunkta túlks og bannaði honum að ræða efni fundar við embættismenn hans eigin ríkisstjórnar. 12. janúar 2019 23:53
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent