Bandaríkjaforseti segist „aldrei hafa unnið fyrir Rússland“ Kjartan Kjartansson skrifar 14. janúar 2019 16:59 Trump kvað skýrar að orði um meint tengsl sín við Rússland í dag en hann gerði í viðtali á Fox um helgina. Vísir/EPA Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, fullyrti við fréttamenn í dag að hann hefði „aldrei unnið fyrir Rússa“. Undanfarna daga hefur verið sagt frá því að alríkislögreglan FBI hafi sett af stað leyniþjónusturannsókn á hvort að Trump tæki við skipunum frá Rússlandi og að forsetinn hafi reynt að koma í veg fyrir að heimildir um fundi hans með Pútín Rússlandsforseta væru aðgengilegar. „Ég vann aldrei fyrir Rússland,“ sagði Trump fyrir utan Hvíta húsið í dag þegar hann var á leið til Lúisíana. Hafnaði forsetinn frétt Washington Post um að hann hefði lagt hald á minnispunkta túlks sem var viðstaddur fund hans og Vladímírs Pútín árið 2017. Svar forsetans var afdráttarlausara í dag en það var í viðtali við Fox News-sjónvarpsstöðina á laugardagskvöld. Athygli vakti að Trump sagði þá aðeins að spurningin um hvort að hann hefði unnið fyrir Rússa væri „móðgandi“ en neitaði því aldrei. „Ekki bara vann ég aldrei fyrir Rússland, mér finnst það hneyksli að þú spyrjir einu sinni þessarar spurningar vegna þess að þetta er feitt gabb, Þetta er bara gabb,“ sagði forsetinn í dag. Washington Post sagði að engar formlegar heimildir væru til um fimm fundi sem Trump og Pútín hafa átt auglitis til auglitis frá því að Trump tók við embætti árið 2017. Jafnvel æðstu embættismenn Hvíta hússins viti ekki fyrir víst hvað þeim fór á milli. Trump hafi sjálfur skipað túlki sem var viðstaddur einn fundinn að segja engum frá efni hans og lagt hald á minnispunkta sem túlkurinn tók niður. Það eina sem embættismenn fengu upp úr túlknum um fundinn var að Pútín hefði neitað því við Trump að hafa reynt að hafa áhrif á forsetakosningarnar sem hann vann árið 2016. Trump hafi svarað: „Ég trúi þér.“ Allar leyniþjónustustofnanir Bandaríkjanna hafa komist að þeirri niðurstöðu að rússnesk stjórnvöld hafi stýrt herferð til að hjálpa Trump að ná kjöri sem forseti.President Donald Trump: "I never worked for Russia” pic.twitter.com/net1yJWVzl— CNN Politics (@CNNPolitics) January 14, 2019 Segir yfirmenn FBI „þekkta þrjóta“ Demókratar á Bandaríkjaþingi vildu kalla túlkinn fyrir þingnefnd á síðasta þingi en fulltrúar repúblikana komu í veg fyrir það. Nú í meirihluta í fulltrúadeildinni eru demókratar sagðir íhuga að stefna túlkum sem sátu fundi Trump og Pútín að bera vitni fyrir þingnefnd. New York Times hafði áður sagt frá því að yfirmenn FBI hafi byrjað að rannsaka hvort að Trump væri á mála hjá Rússum eftir að forsetinn rak James Comey úr starfi forstjóra alríkislögreglunnar í maí árið 2017. Sú rannsókn var skammlíf því aðeins nokkrum dögum síðar skipaði dómsmálaráðuneytið Robert Mueller, fyrrverandi forstjóra FBI, sem sérstakan rannsakanda meints samráðs framboðs Trump við Rússa. Kallaði Trump yfirmenn alríkislögreglunnar „þekkta þrjóta“ þegar hann ræddi við fréttamenn í dag. Sakaði hann Comey um að vera „spillt lögga“. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Rússland Tengdar fréttir FBI hóf rannsókn á Trump í kjölfar brottrekstrar James Comey Bandaríska alríkislögreglan FBI hóf frumkvæðisrannsókn á því árið 2017 hvort Donald Trump Bandaríkjaforseti hefði unnið með Rússum fyrir forsetakosningarnar 2016. 12. janúar 2019 07:32 Segist ekkert hafa að fela Donald Trump Bandaríkjaforseti þvertekur fyrir að hafa leynt upplýsingum um fundi sína með Vladímír Pútín Rússlandsforseta með nokkrum hætti að því er fram kemur í erlendum miðlum. 14. janúar 2019 08:00 Trump sagður hafa falið heimildir um fundi með Pútín Forsetinn lagði hald á minnispunkta túlks og bannaði honum að ræða efni fundar við embættismenn hans eigin ríkisstjórnar. 12. janúar 2019 23:53 Mest lesið „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent Átta ungmenni handtekinn í Seljahverfi Innlent Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Innlent Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Innlent Íhugar að bjóða fram fælingarmátt kjarnorkuvopnabúrsins Erlent Hugvíkkandi efni geti verið óheppileg fyrir fólk í bata Fréttir Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Innlent Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent Fleiri fréttir Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Íhugar að bjóða fram fælingarmátt kjarnorkuvopnabúrsins Arabaríkin samþykkja áætlun um 53 milljarða dala uppbyggingu Gasa Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti 170 mæður á Bretlandi drepnar af sonum sínum á fimmtán árum Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, fullyrti við fréttamenn í dag að hann hefði „aldrei unnið fyrir Rússa“. Undanfarna daga hefur verið sagt frá því að alríkislögreglan FBI hafi sett af stað leyniþjónusturannsókn á hvort að Trump tæki við skipunum frá Rússlandi og að forsetinn hafi reynt að koma í veg fyrir að heimildir um fundi hans með Pútín Rússlandsforseta væru aðgengilegar. „Ég vann aldrei fyrir Rússland,“ sagði Trump fyrir utan Hvíta húsið í dag þegar hann var á leið til Lúisíana. Hafnaði forsetinn frétt Washington Post um að hann hefði lagt hald á minnispunkta túlks sem var viðstaddur fund hans og Vladímírs Pútín árið 2017. Svar forsetans var afdráttarlausara í dag en það var í viðtali við Fox News-sjónvarpsstöðina á laugardagskvöld. Athygli vakti að Trump sagði þá aðeins að spurningin um hvort að hann hefði unnið fyrir Rússa væri „móðgandi“ en neitaði því aldrei. „Ekki bara vann ég aldrei fyrir Rússland, mér finnst það hneyksli að þú spyrjir einu sinni þessarar spurningar vegna þess að þetta er feitt gabb, Þetta er bara gabb,“ sagði forsetinn í dag. Washington Post sagði að engar formlegar heimildir væru til um fimm fundi sem Trump og Pútín hafa átt auglitis til auglitis frá því að Trump tók við embætti árið 2017. Jafnvel æðstu embættismenn Hvíta hússins viti ekki fyrir víst hvað þeim fór á milli. Trump hafi sjálfur skipað túlki sem var viðstaddur einn fundinn að segja engum frá efni hans og lagt hald á minnispunkta sem túlkurinn tók niður. Það eina sem embættismenn fengu upp úr túlknum um fundinn var að Pútín hefði neitað því við Trump að hafa reynt að hafa áhrif á forsetakosningarnar sem hann vann árið 2016. Trump hafi svarað: „Ég trúi þér.“ Allar leyniþjónustustofnanir Bandaríkjanna hafa komist að þeirri niðurstöðu að rússnesk stjórnvöld hafi stýrt herferð til að hjálpa Trump að ná kjöri sem forseti.President Donald Trump: "I never worked for Russia” pic.twitter.com/net1yJWVzl— CNN Politics (@CNNPolitics) January 14, 2019 Segir yfirmenn FBI „þekkta þrjóta“ Demókratar á Bandaríkjaþingi vildu kalla túlkinn fyrir þingnefnd á síðasta þingi en fulltrúar repúblikana komu í veg fyrir það. Nú í meirihluta í fulltrúadeildinni eru demókratar sagðir íhuga að stefna túlkum sem sátu fundi Trump og Pútín að bera vitni fyrir þingnefnd. New York Times hafði áður sagt frá því að yfirmenn FBI hafi byrjað að rannsaka hvort að Trump væri á mála hjá Rússum eftir að forsetinn rak James Comey úr starfi forstjóra alríkislögreglunnar í maí árið 2017. Sú rannsókn var skammlíf því aðeins nokkrum dögum síðar skipaði dómsmálaráðuneytið Robert Mueller, fyrrverandi forstjóra FBI, sem sérstakan rannsakanda meints samráðs framboðs Trump við Rússa. Kallaði Trump yfirmenn alríkislögreglunnar „þekkta þrjóta“ þegar hann ræddi við fréttamenn í dag. Sakaði hann Comey um að vera „spillt lögga“.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Rússland Tengdar fréttir FBI hóf rannsókn á Trump í kjölfar brottrekstrar James Comey Bandaríska alríkislögreglan FBI hóf frumkvæðisrannsókn á því árið 2017 hvort Donald Trump Bandaríkjaforseti hefði unnið með Rússum fyrir forsetakosningarnar 2016. 12. janúar 2019 07:32 Segist ekkert hafa að fela Donald Trump Bandaríkjaforseti þvertekur fyrir að hafa leynt upplýsingum um fundi sína með Vladímír Pútín Rússlandsforseta með nokkrum hætti að því er fram kemur í erlendum miðlum. 14. janúar 2019 08:00 Trump sagður hafa falið heimildir um fundi með Pútín Forsetinn lagði hald á minnispunkta túlks og bannaði honum að ræða efni fundar við embættismenn hans eigin ríkisstjórnar. 12. janúar 2019 23:53 Mest lesið „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent Átta ungmenni handtekinn í Seljahverfi Innlent Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Innlent Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Innlent Íhugar að bjóða fram fælingarmátt kjarnorkuvopnabúrsins Erlent Hugvíkkandi efni geti verið óheppileg fyrir fólk í bata Fréttir Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Innlent Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent Fleiri fréttir Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Íhugar að bjóða fram fælingarmátt kjarnorkuvopnabúrsins Arabaríkin samþykkja áætlun um 53 milljarða dala uppbyggingu Gasa Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti 170 mæður á Bretlandi drepnar af sonum sínum á fimmtán árum Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Sjá meira
FBI hóf rannsókn á Trump í kjölfar brottrekstrar James Comey Bandaríska alríkislögreglan FBI hóf frumkvæðisrannsókn á því árið 2017 hvort Donald Trump Bandaríkjaforseti hefði unnið með Rússum fyrir forsetakosningarnar 2016. 12. janúar 2019 07:32
Segist ekkert hafa að fela Donald Trump Bandaríkjaforseti þvertekur fyrir að hafa leynt upplýsingum um fundi sína með Vladímír Pútín Rússlandsforseta með nokkrum hætti að því er fram kemur í erlendum miðlum. 14. janúar 2019 08:00
Trump sagður hafa falið heimildir um fundi með Pútín Forsetinn lagði hald á minnispunkta túlks og bannaði honum að ræða efni fundar við embættismenn hans eigin ríkisstjórnar. 12. janúar 2019 23:53