Trump sagður hafa falið heimildir um fundi með Pútín Kjartan Kjartansson skrifar 12. janúar 2019 23:53 Trump og Pútín hittust á G20-fundi í Hamborg árið 2017. Vísir/EPA Donald Trump Bandaríkjaforseti er sagður hafa lagt hald á minnispunkta sem túlkur sem sat einkafund hans með Vladímír Pútín Rússlandsforseta í sumar tók niður og lagt sig í lima við að fela heimildir um fundi þeirra, jafnvel fyrir meðlimum eigin ríkisstjórnar.Washington Post segir að Trump hafi skipað túlkinum sem sat fund hans og Pútín í Hamborg árið 2017 að ræða efni hans ekki við aðra embættismenn ríkisstjórnarinnar. Rex Tillerson, þáverandi utanríkisráðherra, sat þann fund einnig. Bandarískir embættismenn komust að skipunum Trump til túlksins þegar þeir óskuðu eftir frekari lýsingu á efni fundarins umfram það sem Tillerson hafði gefið út. Engin nákvæm gögn eru sögð til um fimm fundi sem Trump og Pútín hafa átt augliti til auglitis undanfarin tvö ár, hvorki opinber né leynileg. Það er sagt í hæsta máta óvenjulegt fyrir forseta, ekki síst í tilfelli Trump þar sem bandaríska leyniþjónustan telur að rússnesk stjórnvöld hafi reynt að hafa áhrif á forsetakosningarnar árið 2016 til að tryggja Trump sigur. Talsmaður Hvíta hússins hafnar frásögn blaðsins og segir Trump hafa reynt að bæta samskiptin við Rússland. Tillerson vildi ekki gefa upp hvað Trump og Pútín hefðu rætt á fundinum í Hamborg. Hann var rekinn úr starfi í mars í fyrra og hefur síðan sagt að Trump hafi reynt að gera ólöglega hluti í embætti.Ítrekað endurómað Pútín og rússnesk stjórnvöld Trump hefur ítrekað haldið fram skoðunum sem rússnesk stjórnvöld hafa velþóknun á. Hann hefur hafnað því að Rússar hafi hjálpað honum í kosningunum, hleypt NATO-samstarfinu og viðskiptasamböndum vestrænna ríkja upp, gefið í skyn að Rússar hafi átt rétt á að innlima Krímskaga og nú síðast að rétt hafi verið af Rússum að ráðast inn í Afganistan á 8. áratug síðustu aldar. Þegar Trump og Pútín funduðu í Helsinki í sumar áttu þeir langan fund þar sem aðeins þeir og túlkar þeirra voru viðstaddir. Yfirleitt hafa Bandaríkjaforseta haft ráðgjafa eða háttsetta embættismenn með sér á slíkum fundum. Frammistöðu Trump á blaðamannafundi með Pútín eftir fundinn var lýst sem skammarlegustu frammistöðu Bandaríkjaforseta í manna minnum. Þar virtist Trump taka sér stöðu með Pútín og gegn eigin leyniþjónustustofnunum um hvort að Rússar hefðu reynt að hafa áhrif á forsetakosningarnar árið 2016.New York Times sagði frá því í gær að bandaríska alríkislögreglan FBI hafi haft áhyggjur af því að Trump ynni mögulega með eða fyrir rússnesk stjórnvöld að hún hafi sett af stað rannsókn eftir að forsetinn rak James Comey, þáverandi forstjóra FBI, vorið 2017. Daginn eftir að Trump rak Comey sagði forsetinn rússneska utanríkisráðherranum og sendiherranum frá viðkvæmum leyniþjónustuupplýsingum frá Ísraelum á fundi þeirra í Hvíta húsinu. Brottrekstur Comeys varð tilefnið að því að Robert Mueller var skipaður sérstakur rannsakandi til að kanna meint samráð forsetaframboðs Trump við Rússa og hvort að forsetinn hefði reynt að hindra framgang réttvísinnar. Afganistan Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Rússland Tengdar fréttir FBI hóf rannsókn á Trump í kjölfar brottrekstrar James Comey Bandaríska alríkislögreglan FBI hóf frumkvæðisrannsókn á því árið 2017 hvort Donald Trump Bandaríkjaforseti hefði unnið með Rússum fyrir forsetakosningarnar 2016. 12. janúar 2019 07:32 Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Annar snarpur skjálfti við Ljósufjöll Innlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Einhliða vopnahlé Rússa hafið Erlent „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Innlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Innlent Fleiri fréttir Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti er sagður hafa lagt hald á minnispunkta sem túlkur sem sat einkafund hans með Vladímír Pútín Rússlandsforseta í sumar tók niður og lagt sig í lima við að fela heimildir um fundi þeirra, jafnvel fyrir meðlimum eigin ríkisstjórnar.Washington Post segir að Trump hafi skipað túlkinum sem sat fund hans og Pútín í Hamborg árið 2017 að ræða efni hans ekki við aðra embættismenn ríkisstjórnarinnar. Rex Tillerson, þáverandi utanríkisráðherra, sat þann fund einnig. Bandarískir embættismenn komust að skipunum Trump til túlksins þegar þeir óskuðu eftir frekari lýsingu á efni fundarins umfram það sem Tillerson hafði gefið út. Engin nákvæm gögn eru sögð til um fimm fundi sem Trump og Pútín hafa átt augliti til auglitis undanfarin tvö ár, hvorki opinber né leynileg. Það er sagt í hæsta máta óvenjulegt fyrir forseta, ekki síst í tilfelli Trump þar sem bandaríska leyniþjónustan telur að rússnesk stjórnvöld hafi reynt að hafa áhrif á forsetakosningarnar árið 2016 til að tryggja Trump sigur. Talsmaður Hvíta hússins hafnar frásögn blaðsins og segir Trump hafa reynt að bæta samskiptin við Rússland. Tillerson vildi ekki gefa upp hvað Trump og Pútín hefðu rætt á fundinum í Hamborg. Hann var rekinn úr starfi í mars í fyrra og hefur síðan sagt að Trump hafi reynt að gera ólöglega hluti í embætti.Ítrekað endurómað Pútín og rússnesk stjórnvöld Trump hefur ítrekað haldið fram skoðunum sem rússnesk stjórnvöld hafa velþóknun á. Hann hefur hafnað því að Rússar hafi hjálpað honum í kosningunum, hleypt NATO-samstarfinu og viðskiptasamböndum vestrænna ríkja upp, gefið í skyn að Rússar hafi átt rétt á að innlima Krímskaga og nú síðast að rétt hafi verið af Rússum að ráðast inn í Afganistan á 8. áratug síðustu aldar. Þegar Trump og Pútín funduðu í Helsinki í sumar áttu þeir langan fund þar sem aðeins þeir og túlkar þeirra voru viðstaddir. Yfirleitt hafa Bandaríkjaforseta haft ráðgjafa eða háttsetta embættismenn með sér á slíkum fundum. Frammistöðu Trump á blaðamannafundi með Pútín eftir fundinn var lýst sem skammarlegustu frammistöðu Bandaríkjaforseta í manna minnum. Þar virtist Trump taka sér stöðu með Pútín og gegn eigin leyniþjónustustofnunum um hvort að Rússar hefðu reynt að hafa áhrif á forsetakosningarnar árið 2016.New York Times sagði frá því í gær að bandaríska alríkislögreglan FBI hafi haft áhyggjur af því að Trump ynni mögulega með eða fyrir rússnesk stjórnvöld að hún hafi sett af stað rannsókn eftir að forsetinn rak James Comey, þáverandi forstjóra FBI, vorið 2017. Daginn eftir að Trump rak Comey sagði forsetinn rússneska utanríkisráðherranum og sendiherranum frá viðkvæmum leyniþjónustuupplýsingum frá Ísraelum á fundi þeirra í Hvíta húsinu. Brottrekstur Comeys varð tilefnið að því að Robert Mueller var skipaður sérstakur rannsakandi til að kanna meint samráð forsetaframboðs Trump við Rússa og hvort að forsetinn hefði reynt að hindra framgang réttvísinnar.
Afganistan Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Rússland Tengdar fréttir FBI hóf rannsókn á Trump í kjölfar brottrekstrar James Comey Bandaríska alríkislögreglan FBI hóf frumkvæðisrannsókn á því árið 2017 hvort Donald Trump Bandaríkjaforseti hefði unnið með Rússum fyrir forsetakosningarnar 2016. 12. janúar 2019 07:32 Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Annar snarpur skjálfti við Ljósufjöll Innlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Einhliða vopnahlé Rússa hafið Erlent „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Innlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Innlent Fleiri fréttir Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Sjá meira
FBI hóf rannsókn á Trump í kjölfar brottrekstrar James Comey Bandaríska alríkislögreglan FBI hóf frumkvæðisrannsókn á því árið 2017 hvort Donald Trump Bandaríkjaforseti hefði unnið með Rússum fyrir forsetakosningarnar 2016. 12. janúar 2019 07:32