„Heimskulegasta sem ég hef gert á ævinni“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. janúar 2019 10:17 Artur Pawel í dómsal í morgun. Við hlið hans situr Ómar Örn Bjarnþórsson, verjandi hans. Vísir/Vilhelm Artur Pawel Wisocki, 29 ára karlmaður sem ákærður er fyrir stórfellda líkamsárás fyrir utan næturklúbbinn Shooters aðfaranótt 26. ágúst síðastliðinn, segir að dyraverðir og starfsfólk á Shooters hafi komið illa fram við sig og aðra Pólverja á staðnum umrætt kvöld. Það hafi verið upphafið á því sem svo gerðist. Artur hefur játað að hafa veitt dyraverðinum hnefahögg en neitar annars sök er varðar líkamsárásina og afleiðingar hennar. Hann er sakaður um að hafa eftir hnefahöggið í andlitið elt dyravörðinn þegar hann reyndi að komast undan og hrint honum. Hann neitar því að hafa hrint honum, eins og hann er sakaður um í ákærunni. Þar er honum gefið það að sök með þeim afleiðingum að dyravörðurinn féll fram fyrir sig, niður tvö þrep, höfuð hans skall á hurð og hann féll á magann á gólfið. Þar á Artur að hafa veitt honum fleiri hnefahögg og spörk bæði í andlit og höfuð. Afleiðingarnar voru meðal annars margþætt brot á fimmta hálshryggjarlið, mænuáverkar og meðfylgjandi lömun fyrir neðan háls. Artur sagðist óviss hvort hann hefði sparkað í hann en viðurkenndi að hafa gert tilraun til þess.Segir dyravörð hafa dregið upp kylfu Eftir að hafa yfirgefið Shooters í fússi fór Artur ásamt þremur félögum sínum á Hressó. Í framhaldinu hittu þeir fleiri Pólverja, virðast hafa rætt um virðingarleysið sem þeim var sýnt og ákveðið að snúa aftur á Shooters. Þetta kom fram í vitnisburði yfir Arturi í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Artur er ákærður fyrir stórfellda líkamsárás sem leiddi til þess að dyravörður á staðnum lamaðist fyrir neðan háls. Hann hefur verið í gæsluvarðhaldi síðan hann var handtekinn eftir árásina. Artur huldi höfuð sitt þegar hann mætti í dómsal í morgun. „Ég veit ekki af hverju þeir fóru aftur á Shooters. Það var ekkert plan að fara aftur á Shooters og gera eitthvað. Það er eitthvað sem ég iðrast mest í lífi mínu,“ sagði Artur á pólsku en þýðandi þýddi orð hans jafnóðum yfir á íslensku. Artur sagðist hafa farið út að skemmta sér með þremur vinnufélögum sem allir komu til Íslands til að vinna. Þeir hefðu farið á Shooters en strax upplifað óblíðar móttökur. „Við fundum alveg að það var neikvætt viðhorf dyravarða gagnvart okkur.“ Þeir hafi ætlað að fá sér bjór og eiga skemmtilega stund saman. Stuttu eftir að þeir komu á Shooters hafi það gerst að einum viðskiptavini var hent harkalega út. Í ljós kom að kúnninn var Pólverji, samlandi þeirra. „Þá komst allt í uppnám. Við stóðum allir upp og einn af dyravörðunum tók upp kylfu. Hann fór að banka með kylfunni í hurðarkarm með ögrandi hætti.“Árásin var á Shooters í Austurstræti.Fréttablaðið/Anton BrinkFjölgaði í hópnum Á meðan þessu stóð hafi einhver hent eða stolið bjórnum þeirra. „Auðvitað vorum við ekki ánægðir með það. Það kom til orðaskipta milli okkar og starfsmanna. Á meðan sótti einn dyravörðurinn fleiri til að geta hent okkur útaf staðnum.“ Þeir hafi lent í orðaskiptum við dyraverðina fyrir utan Shooters og félagarnir ákveðið að fara á annan bar, Hressó. Þar pantaði Artur sér bjór, tók nokkra sopa áður en fleiri bættust í hópinn. Strákar sem hann þekkti ekki. Einhverra hluta vegna hafi verið ákveðið að fara aftur á Shooters. „Ég hef enga útskýringu af hverju þetta gerðist. Það urðu einhvers konar mótmæli - við vorum að mótmæla á einhvern hátt. Við fórum aftur á þennan stað. Það kom til ryskinga, kom til slagsmála og svo endaði allt þetta með slysinu.“Margrét Unnur Rögnvaldsdóttir, til hægri, er saksóknari í málinu.vísir/vilhelmÆtluðu sér ekki að valda skaða Margrét Unnur Rögnvaldsdóttir, saksóknari hjá héraðssaksóknara, spurði Artur nánar út í atburðarásina umrædda nótt. Artur sagði þá hafa verið ósáttir á Hressó með meðferðina sem þeir hefðu fengið á Shooters. Þeir hafi rætt það. Hann myndi ekki hver hefði tekið ákvörðunina að fara aftur á Shooters. Hann iðraðist að hafa farið aftur á Shooters. Fyrir utan Shooters hafi aftur komið til ryskinga. Artur sagðist hafa átt fyrsta höggið og veitt viðkomandi dyraverði nokkur högg. Dyravörðurinn hafi hlaupið inn á staðinn. Hann hafi hlaupið á eftir honum. „Við duttum báðir. Hann meiddi sig og ég líka. Ég braut einhverja rúðu með handleggnum mínum,“ sagði Artur en dimmt hafi verið inni og hann því ekki séð rúðuna. Auk þess tók hann fram að hann hefði verið ölvaður þessa nótt þótt hann vissi vel að það væri engin afsökun. Dyravörðurinn hafi legið á gólfinu. Hann hafi séð að ekki stafaði hætta af dyraverðinum og ákveðið að fara aftur út. Dyravörðurinn hafi mögulega reynt að segja eitthvað. Artur hafi gengið út án þess að segja nokkuð. „Ég hef ekki gert neitt meira jafnvel þótt dyravörðurinn hefði verið standandi,“ sagði Artur. Fyrir utan staðinn hafi hann veitt öðrum dyraverði nokkur högg. Þar hafi slagsmál staðið yfir þar sem meðákærði Dawid Kornacki og tveir aðrir sem Artur sagðist ekki kannast við, en væru þó Pólverjar, áttu í hlut. Höggin hafi þó ekki verið alvarleg og ekki ætlað að valda skaða. „Þetta er það heimskulegasta sem ég hef gert á ævinni. Ég get ekki bætt fyrir það,“ sagði Artur um atburðina umrætt kvöld.Tekist á um hrindingu Spiluð var upptaka frá Shooters umrædda nótt. Artur var spurður hvort hann vildi ekki horfa á myndbandið en hann óskaði eftir því að sleppa því. Hann neyddist þó til að horfa á það þegar saksóknari spurði hann út í atburðarásina. Á upptökum mátti sjá Artur og Dawid á staðnum þegar þeim var vísað út. Svo þegar þeir komu aftur af Hressó og mættu ógnandi á Shooters. Artur réðst þá til atlögu og Dawid sýndi ógnandi hegðun. Á myndbandinu sést Artur elta dyravörðinn inn á Shooters en álitamál er uppi hvort hann hafi hrint honum inni á staðnum. Sækjandi sagði að á myndbandinu mætti sjá hrindingu með krafti. Artur ítrekaði fyrri svör sín eftir að hafa greint þetta í þaula. Það hafi frekar verið þannig að hann hafi reynt að grípa dyravörðinn frekar en að hrinda honum.Á erfitt með svefn Ómar Örn Bjarnþórsson, verjandi Arturs, spurði Artur út í líðan sína vegna þess sem gerðist umrætt kvöld. Artur sagði að honum liði mjög illa vegna þess sem gerðist. Honum hefði aldrei liðið svo illa. Hann hugsaði stanslaust um þetta. Hann gæti ekki sofið og iðraðist þess mjög. „Ég biðst afsökunar,“ sagði Artur.Dawid Kornacki, hér til hægri, í dómsal í morgun.vísir/vilhelmTveir óþekktir árásarmenn Þá er Artur ásamt öðrum manni, Dawid Kornacki, ákærður fyrir aðra sérstaklega hættulega líkamsárás sömu nótt á sama stað. Tveir aðrir menn eru taldir hafa verið aðilar að árásinni en þeir eru óþekktir. Artur og Dawid eru báðir ákærðir fyrir endurtekin hnefahögg í andlit, höfuð og líkama auk þess að hafa sparkað í hann, þar á meðal þrjú hnéspörk í andlit í tilfelli Arturs. Héldu þeir honum, samkvæmt því sem segir í ákæru, svo hann kæmist ekki undan. Karlmaðurinn sem lamaðist fyrir neðan háls fer fram á 123 milljónir króna í miskabætur af hendi Arturs. Hinn karlinn krefst 2,5 milljóna króna í miskabætur frá þeim Artur og Dawid. Dómsmál Líkamsárás á Shooters Tengdar fréttir Neitar að planið hafi verið að ráðast á dyraverðina Dawid Kornacki, 32 ára Pólverji, sem er ákærður fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás aðfaranótt 26. ágúst fyrir utan skemmtistaðinn Shooters í Austurstræti segist sjá mikið eftir því sem gerðist umrætt kvöld. 11. janúar 2019 10:47 Svarar fyrir líkamsárás á Shooters sem leiddi til lömunar dyravarðar Aðalmeðferð fer fram í Shooters-málinu svokallaða í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 11. janúar 2019 09:00 Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Fleiri fréttir Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn Sjá meira
Artur Pawel Wisocki, 29 ára karlmaður sem ákærður er fyrir stórfellda líkamsárás fyrir utan næturklúbbinn Shooters aðfaranótt 26. ágúst síðastliðinn, segir að dyraverðir og starfsfólk á Shooters hafi komið illa fram við sig og aðra Pólverja á staðnum umrætt kvöld. Það hafi verið upphafið á því sem svo gerðist. Artur hefur játað að hafa veitt dyraverðinum hnefahögg en neitar annars sök er varðar líkamsárásina og afleiðingar hennar. Hann er sakaður um að hafa eftir hnefahöggið í andlitið elt dyravörðinn þegar hann reyndi að komast undan og hrint honum. Hann neitar því að hafa hrint honum, eins og hann er sakaður um í ákærunni. Þar er honum gefið það að sök með þeim afleiðingum að dyravörðurinn féll fram fyrir sig, niður tvö þrep, höfuð hans skall á hurð og hann féll á magann á gólfið. Þar á Artur að hafa veitt honum fleiri hnefahögg og spörk bæði í andlit og höfuð. Afleiðingarnar voru meðal annars margþætt brot á fimmta hálshryggjarlið, mænuáverkar og meðfylgjandi lömun fyrir neðan háls. Artur sagðist óviss hvort hann hefði sparkað í hann en viðurkenndi að hafa gert tilraun til þess.Segir dyravörð hafa dregið upp kylfu Eftir að hafa yfirgefið Shooters í fússi fór Artur ásamt þremur félögum sínum á Hressó. Í framhaldinu hittu þeir fleiri Pólverja, virðast hafa rætt um virðingarleysið sem þeim var sýnt og ákveðið að snúa aftur á Shooters. Þetta kom fram í vitnisburði yfir Arturi í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Artur er ákærður fyrir stórfellda líkamsárás sem leiddi til þess að dyravörður á staðnum lamaðist fyrir neðan háls. Hann hefur verið í gæsluvarðhaldi síðan hann var handtekinn eftir árásina. Artur huldi höfuð sitt þegar hann mætti í dómsal í morgun. „Ég veit ekki af hverju þeir fóru aftur á Shooters. Það var ekkert plan að fara aftur á Shooters og gera eitthvað. Það er eitthvað sem ég iðrast mest í lífi mínu,“ sagði Artur á pólsku en þýðandi þýddi orð hans jafnóðum yfir á íslensku. Artur sagðist hafa farið út að skemmta sér með þremur vinnufélögum sem allir komu til Íslands til að vinna. Þeir hefðu farið á Shooters en strax upplifað óblíðar móttökur. „Við fundum alveg að það var neikvætt viðhorf dyravarða gagnvart okkur.“ Þeir hafi ætlað að fá sér bjór og eiga skemmtilega stund saman. Stuttu eftir að þeir komu á Shooters hafi það gerst að einum viðskiptavini var hent harkalega út. Í ljós kom að kúnninn var Pólverji, samlandi þeirra. „Þá komst allt í uppnám. Við stóðum allir upp og einn af dyravörðunum tók upp kylfu. Hann fór að banka með kylfunni í hurðarkarm með ögrandi hætti.“Árásin var á Shooters í Austurstræti.Fréttablaðið/Anton BrinkFjölgaði í hópnum Á meðan þessu stóð hafi einhver hent eða stolið bjórnum þeirra. „Auðvitað vorum við ekki ánægðir með það. Það kom til orðaskipta milli okkar og starfsmanna. Á meðan sótti einn dyravörðurinn fleiri til að geta hent okkur útaf staðnum.“ Þeir hafi lent í orðaskiptum við dyraverðina fyrir utan Shooters og félagarnir ákveðið að fara á annan bar, Hressó. Þar pantaði Artur sér bjór, tók nokkra sopa áður en fleiri bættust í hópinn. Strákar sem hann þekkti ekki. Einhverra hluta vegna hafi verið ákveðið að fara aftur á Shooters. „Ég hef enga útskýringu af hverju þetta gerðist. Það urðu einhvers konar mótmæli - við vorum að mótmæla á einhvern hátt. Við fórum aftur á þennan stað. Það kom til ryskinga, kom til slagsmála og svo endaði allt þetta með slysinu.“Margrét Unnur Rögnvaldsdóttir, til hægri, er saksóknari í málinu.vísir/vilhelmÆtluðu sér ekki að valda skaða Margrét Unnur Rögnvaldsdóttir, saksóknari hjá héraðssaksóknara, spurði Artur nánar út í atburðarásina umrædda nótt. Artur sagði þá hafa verið ósáttir á Hressó með meðferðina sem þeir hefðu fengið á Shooters. Þeir hafi rætt það. Hann myndi ekki hver hefði tekið ákvörðunina að fara aftur á Shooters. Hann iðraðist að hafa farið aftur á Shooters. Fyrir utan Shooters hafi aftur komið til ryskinga. Artur sagðist hafa átt fyrsta höggið og veitt viðkomandi dyraverði nokkur högg. Dyravörðurinn hafi hlaupið inn á staðinn. Hann hafi hlaupið á eftir honum. „Við duttum báðir. Hann meiddi sig og ég líka. Ég braut einhverja rúðu með handleggnum mínum,“ sagði Artur en dimmt hafi verið inni og hann því ekki séð rúðuna. Auk þess tók hann fram að hann hefði verið ölvaður þessa nótt þótt hann vissi vel að það væri engin afsökun. Dyravörðurinn hafi legið á gólfinu. Hann hafi séð að ekki stafaði hætta af dyraverðinum og ákveðið að fara aftur út. Dyravörðurinn hafi mögulega reynt að segja eitthvað. Artur hafi gengið út án þess að segja nokkuð. „Ég hef ekki gert neitt meira jafnvel þótt dyravörðurinn hefði verið standandi,“ sagði Artur. Fyrir utan staðinn hafi hann veitt öðrum dyraverði nokkur högg. Þar hafi slagsmál staðið yfir þar sem meðákærði Dawid Kornacki og tveir aðrir sem Artur sagðist ekki kannast við, en væru þó Pólverjar, áttu í hlut. Höggin hafi þó ekki verið alvarleg og ekki ætlað að valda skaða. „Þetta er það heimskulegasta sem ég hef gert á ævinni. Ég get ekki bætt fyrir það,“ sagði Artur um atburðina umrætt kvöld.Tekist á um hrindingu Spiluð var upptaka frá Shooters umrædda nótt. Artur var spurður hvort hann vildi ekki horfa á myndbandið en hann óskaði eftir því að sleppa því. Hann neyddist þó til að horfa á það þegar saksóknari spurði hann út í atburðarásina. Á upptökum mátti sjá Artur og Dawid á staðnum þegar þeim var vísað út. Svo þegar þeir komu aftur af Hressó og mættu ógnandi á Shooters. Artur réðst þá til atlögu og Dawid sýndi ógnandi hegðun. Á myndbandinu sést Artur elta dyravörðinn inn á Shooters en álitamál er uppi hvort hann hafi hrint honum inni á staðnum. Sækjandi sagði að á myndbandinu mætti sjá hrindingu með krafti. Artur ítrekaði fyrri svör sín eftir að hafa greint þetta í þaula. Það hafi frekar verið þannig að hann hafi reynt að grípa dyravörðinn frekar en að hrinda honum.Á erfitt með svefn Ómar Örn Bjarnþórsson, verjandi Arturs, spurði Artur út í líðan sína vegna þess sem gerðist umrætt kvöld. Artur sagði að honum liði mjög illa vegna þess sem gerðist. Honum hefði aldrei liðið svo illa. Hann hugsaði stanslaust um þetta. Hann gæti ekki sofið og iðraðist þess mjög. „Ég biðst afsökunar,“ sagði Artur.Dawid Kornacki, hér til hægri, í dómsal í morgun.vísir/vilhelmTveir óþekktir árásarmenn Þá er Artur ásamt öðrum manni, Dawid Kornacki, ákærður fyrir aðra sérstaklega hættulega líkamsárás sömu nótt á sama stað. Tveir aðrir menn eru taldir hafa verið aðilar að árásinni en þeir eru óþekktir. Artur og Dawid eru báðir ákærðir fyrir endurtekin hnefahögg í andlit, höfuð og líkama auk þess að hafa sparkað í hann, þar á meðal þrjú hnéspörk í andlit í tilfelli Arturs. Héldu þeir honum, samkvæmt því sem segir í ákæru, svo hann kæmist ekki undan. Karlmaðurinn sem lamaðist fyrir neðan háls fer fram á 123 milljónir króna í miskabætur af hendi Arturs. Hinn karlinn krefst 2,5 milljóna króna í miskabætur frá þeim Artur og Dawid.
Dómsmál Líkamsárás á Shooters Tengdar fréttir Neitar að planið hafi verið að ráðast á dyraverðina Dawid Kornacki, 32 ára Pólverji, sem er ákærður fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás aðfaranótt 26. ágúst fyrir utan skemmtistaðinn Shooters í Austurstræti segist sjá mikið eftir því sem gerðist umrætt kvöld. 11. janúar 2019 10:47 Svarar fyrir líkamsárás á Shooters sem leiddi til lömunar dyravarðar Aðalmeðferð fer fram í Shooters-málinu svokallaða í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 11. janúar 2019 09:00 Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Fleiri fréttir Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn Sjá meira
Neitar að planið hafi verið að ráðast á dyraverðina Dawid Kornacki, 32 ára Pólverji, sem er ákærður fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás aðfaranótt 26. ágúst fyrir utan skemmtistaðinn Shooters í Austurstræti segist sjá mikið eftir því sem gerðist umrætt kvöld. 11. janúar 2019 10:47
Svarar fyrir líkamsárás á Shooters sem leiddi til lömunar dyravarðar Aðalmeðferð fer fram í Shooters-málinu svokallaða í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 11. janúar 2019 09:00