Dauðaslys eru ekki náttúrulögmál Þórólfur Árnason skrifar 10. janúar 2019 08:00 Þau merku tíðindi urðu um áramótin að tvö ár höfðu liðið án banaslyss á íslenskum skipum. Líklega er þetta í fyrsta skipti frá upphafi Íslandsbyggðar sem ekkert banaslys á sjó verður tvö ár í röð. Árin 2008, 2011 og 2014 liðu einnig án banaslysa á sjó. Á alþjóðavísu teljast fiskveiðar þó enn ein hættulegasta starfsgreinin í heiminum. Íslendingar hafa ekki farið varhluta af þessari ógn því langt fram eftir síðustu öld létu árlega tugir íslenskra sjómanna lífið í sjóslysum á Íslandi. Í því ljósi er árangurinn nú mikið fagnaðarefni og fyrir siglinga- og fiskveiðiþjóð eins og Íslendinga er hann jafnframt einstakur á heimsvísu.Já, en hvernig? Fjölmargar og samverkandi ástæður liggja að baki þessum góða árangri. Almenn viðhorfsbreyting hefur orðið í átt til bættrar öryggismenningar við sjósókn. Skylt er að lögskrá alla sjómenn á báta og skip sem gerð eru út í atvinnuskyni. Skilyrði fyrir lögskráningu eru að skipið hafi gilt haffærisskírteini. Að baki útgáfu þess liggur reglulegt skipaeftirlit og skoðanir á öryggisbúnaði auk þess sem skipið skal vera fullmannað. Allir í áhöfn þurfa að hafa lokið öryggisnámskeiði hjá Slysavarnaskóla sjómanna og þurfa að endurnýja þjálfun sína á fimm ára fresti. Skólinn er mikilvægur liður í því að skapa og viðhalda öryggismenningu í hópi íslenskra sjómanna. Skipstjórnar- og vélstjórnarmenn þurfa að hafa gild atvinnuskírteini sem krefjast sérstakrar fagmenntunar. Sífellt fleiri útgerðir nota aðferðir öryggisstjórnunar með því að meta mögulegar hættur og undirbúa viðbrögð við þeim.Samvinna margra Ísland tekur mikinn þátt í samstarfi þjóða um siglingaöryggi. Í tengslum við þetta samstarf hafa íslensk stjórnvöld m.a. lögfest og innleitt alþjóðlegar kröfur um öryggi fiskiskipa sem er grunnur að eftirliti með smíði, búnaði og ástandi skipa og báta. Á síðasta áratug síðustu aldar var ráðist í sérstakt átak til að auka stöðugleika íslenskra skipa í kjölfar tíðra slysa á árunum þar á undan. Betri fjarskipti og nákvæmari upplýsingar um veður og sjólag stuðla að auknu öryggi og breytt fiskveiðistjórnun hefur dregið úr þrýstingi um að sigla í tvísýnum aðstæðum. Stórbætt aðstaða við leit og björgun á sjó hefur bjargað mörgum mannslífum. Skráning og greining slysa og atvika á sjó nýtist til að koma í veg fyrir sambærileg atvik. Um árabil hefur verið unnið eftir áætlun um öryggi sjófarenda sem felur m.a. í sér stefnumörkun á sviði siglingaöryggis, öryggisstjórnunar, skráningar og greiningar. Áætlunin er unnin í samvinnu við helstu hagaðila og er markmið hennar að treysta og auka öryggi íslenskra skipa og fækka slysum á sjó. Engin banaslys á sjó eru þannig ekki tilviljun heldur skýr árangur samvinnu margra aðila. Smátt og smátt hefur orðið til sameiginleg sýn um að dauðaslys séu ekki eðlilegur fórnarkostnaður sjósóknar, heldur að með réttum aðferðum megi koma í veg fyrir þau.Sýn um engin banaslys í samgöngum Það eru mikil forréttindi að starfa í þágu öryggis allra samgöngugreina og leggja með því lóð á vogarskálar þeirrar baráttu að koma í veg fyrir slys og mannskaða. Áríðandi er að muna að árangur um engin banaslys á sjó kom ekki af sjálfu sér og honum þarf að halda við. Árangurinn sýnir okkur einnig að banaslys í samgöngum yfirhöfuð eru ekki náttúrulögmál. Skýr sýn og markmið um að engin manneskja láti lífið á sjó, í flugi eða umferð eru mikilvæg forsenda. Fjölbreyttar aðgerðir með fræðslu og forvörnum til að auka öryggi með breyttum viðhorfum og betri hegðun hafa skilað ávinningi og geta nýst okkur áfram og enn betur í öllum samgöngugreinum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þórólfur Árnason Mest lesið 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Sjá meira
Þau merku tíðindi urðu um áramótin að tvö ár höfðu liðið án banaslyss á íslenskum skipum. Líklega er þetta í fyrsta skipti frá upphafi Íslandsbyggðar sem ekkert banaslys á sjó verður tvö ár í röð. Árin 2008, 2011 og 2014 liðu einnig án banaslysa á sjó. Á alþjóðavísu teljast fiskveiðar þó enn ein hættulegasta starfsgreinin í heiminum. Íslendingar hafa ekki farið varhluta af þessari ógn því langt fram eftir síðustu öld létu árlega tugir íslenskra sjómanna lífið í sjóslysum á Íslandi. Í því ljósi er árangurinn nú mikið fagnaðarefni og fyrir siglinga- og fiskveiðiþjóð eins og Íslendinga er hann jafnframt einstakur á heimsvísu.Já, en hvernig? Fjölmargar og samverkandi ástæður liggja að baki þessum góða árangri. Almenn viðhorfsbreyting hefur orðið í átt til bættrar öryggismenningar við sjósókn. Skylt er að lögskrá alla sjómenn á báta og skip sem gerð eru út í atvinnuskyni. Skilyrði fyrir lögskráningu eru að skipið hafi gilt haffærisskírteini. Að baki útgáfu þess liggur reglulegt skipaeftirlit og skoðanir á öryggisbúnaði auk þess sem skipið skal vera fullmannað. Allir í áhöfn þurfa að hafa lokið öryggisnámskeiði hjá Slysavarnaskóla sjómanna og þurfa að endurnýja þjálfun sína á fimm ára fresti. Skólinn er mikilvægur liður í því að skapa og viðhalda öryggismenningu í hópi íslenskra sjómanna. Skipstjórnar- og vélstjórnarmenn þurfa að hafa gild atvinnuskírteini sem krefjast sérstakrar fagmenntunar. Sífellt fleiri útgerðir nota aðferðir öryggisstjórnunar með því að meta mögulegar hættur og undirbúa viðbrögð við þeim.Samvinna margra Ísland tekur mikinn þátt í samstarfi þjóða um siglingaöryggi. Í tengslum við þetta samstarf hafa íslensk stjórnvöld m.a. lögfest og innleitt alþjóðlegar kröfur um öryggi fiskiskipa sem er grunnur að eftirliti með smíði, búnaði og ástandi skipa og báta. Á síðasta áratug síðustu aldar var ráðist í sérstakt átak til að auka stöðugleika íslenskra skipa í kjölfar tíðra slysa á árunum þar á undan. Betri fjarskipti og nákvæmari upplýsingar um veður og sjólag stuðla að auknu öryggi og breytt fiskveiðistjórnun hefur dregið úr þrýstingi um að sigla í tvísýnum aðstæðum. Stórbætt aðstaða við leit og björgun á sjó hefur bjargað mörgum mannslífum. Skráning og greining slysa og atvika á sjó nýtist til að koma í veg fyrir sambærileg atvik. Um árabil hefur verið unnið eftir áætlun um öryggi sjófarenda sem felur m.a. í sér stefnumörkun á sviði siglingaöryggis, öryggisstjórnunar, skráningar og greiningar. Áætlunin er unnin í samvinnu við helstu hagaðila og er markmið hennar að treysta og auka öryggi íslenskra skipa og fækka slysum á sjó. Engin banaslys á sjó eru þannig ekki tilviljun heldur skýr árangur samvinnu margra aðila. Smátt og smátt hefur orðið til sameiginleg sýn um að dauðaslys séu ekki eðlilegur fórnarkostnaður sjósóknar, heldur að með réttum aðferðum megi koma í veg fyrir þau.Sýn um engin banaslys í samgöngum Það eru mikil forréttindi að starfa í þágu öryggis allra samgöngugreina og leggja með því lóð á vogarskálar þeirrar baráttu að koma í veg fyrir slys og mannskaða. Áríðandi er að muna að árangur um engin banaslys á sjó kom ekki af sjálfu sér og honum þarf að halda við. Árangurinn sýnir okkur einnig að banaslys í samgöngum yfirhöfuð eru ekki náttúrulögmál. Skýr sýn og markmið um að engin manneskja láti lífið á sjó, í flugi eða umferð eru mikilvæg forsenda. Fjölbreyttar aðgerðir með fræðslu og forvörnum til að auka öryggi með breyttum viðhorfum og betri hegðun hafa skilað ávinningi og geta nýst okkur áfram og enn betur í öllum samgöngugreinum.
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun