Lamdi mann með sleggju en reyndi að koma sökinni yfir á hann og aðra gesti Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 29. janúar 2019 19:30 Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjaness. Fréttablaðið/GVA Karlmaður hefur verið dæmdur í níu mánaða fangelsi fyrir að hafa ráðist á annan mann með sleggju, valdið skemmdarverkum á bíl með téðri sleggju auk þess að haft í fórum sínum talsvert magn af sterum. Maðurinn sagði fyrir dómi að fórnarlambið hefði ásamt öðrum gestum á heimili árásarmannsins sviðsett árásina til þess að svíkja út tryggingabætur. Manninum var gefið að sök að hafa slegið fórnarlambið með sleggju fjögurra kílóa sleggju í brjóstkassann og með krepptum hnefa í andlitið. Svo virðist sem að fórnarlambið hafi ekki hlotið alvarleg meiðsl vegna árásarinnar en í framburði læknis fyrir dómi kom fram að sá sem varð fyrir árásinni mætti teljast heppinn að hafa ekki hlotið lífshættulega áverka. Árásin var fram á heimili árásarmannsins í Hafnarfirði en fyrir dómi neitaði hann sök auk þess sem hann sagðist ekki hafa brotið bílrúðu með sleggjunni. Kannaðist hann við að til slagsmála hafi komið en hann hafi ekki átt þátt í þeim. Grunaði hann að fólkið sem var saman komið heima hjá honum hafi sett árásina á svið til þess að svíkja út tryggingabætur, enda hafi hann heyrt það áður tala um að auðvelt væri að fá slíkar bætur á Íslandi. Vitnisburður vitna fyrir dómi studdi þó ekki þann framburð mannsins auk þess sem að í dóminum er tekið fram að maðurinn hafi fyrst komið með þá skýringu fyrir dómi að um samantekin ráð gesta hans hafi verið að ræða. Framburður hans hjá lögreglu hafi ekki verið á þann veg. Var maðurinn því sakfelldur fyrir líkamsárásina sem og skemmdarverkin á bílnum. Þá játaði hann að hafa haft í sinni vörslu 768 stykki af sterum, 100 stykki af lyfinu Oxymetholone og 1,0 millilítra af Testosterone stungulyfi. Voru lyfin gerð upptæk auk sleggjunnar. Var maðurinn sem fyrr segir dæmdur í níu mánaða fangelsi en þar af eru sex mánuðir skilorðsbundnir sem falla niður haldi maðurinn almennt skilorð. Þá þarf maðurinn að greiða fórnarlambinu 806.302 krónur í skaðabætur auk alls sakarkostnaðar. Dómsmál Hafnarfjörður Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Innlent Fleiri fréttir Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Sjá meira
Karlmaður hefur verið dæmdur í níu mánaða fangelsi fyrir að hafa ráðist á annan mann með sleggju, valdið skemmdarverkum á bíl með téðri sleggju auk þess að haft í fórum sínum talsvert magn af sterum. Maðurinn sagði fyrir dómi að fórnarlambið hefði ásamt öðrum gestum á heimili árásarmannsins sviðsett árásina til þess að svíkja út tryggingabætur. Manninum var gefið að sök að hafa slegið fórnarlambið með sleggju fjögurra kílóa sleggju í brjóstkassann og með krepptum hnefa í andlitið. Svo virðist sem að fórnarlambið hafi ekki hlotið alvarleg meiðsl vegna árásarinnar en í framburði læknis fyrir dómi kom fram að sá sem varð fyrir árásinni mætti teljast heppinn að hafa ekki hlotið lífshættulega áverka. Árásin var fram á heimili árásarmannsins í Hafnarfirði en fyrir dómi neitaði hann sök auk þess sem hann sagðist ekki hafa brotið bílrúðu með sleggjunni. Kannaðist hann við að til slagsmála hafi komið en hann hafi ekki átt þátt í þeim. Grunaði hann að fólkið sem var saman komið heima hjá honum hafi sett árásina á svið til þess að svíkja út tryggingabætur, enda hafi hann heyrt það áður tala um að auðvelt væri að fá slíkar bætur á Íslandi. Vitnisburður vitna fyrir dómi studdi þó ekki þann framburð mannsins auk þess sem að í dóminum er tekið fram að maðurinn hafi fyrst komið með þá skýringu fyrir dómi að um samantekin ráð gesta hans hafi verið að ræða. Framburður hans hjá lögreglu hafi ekki verið á þann veg. Var maðurinn því sakfelldur fyrir líkamsárásina sem og skemmdarverkin á bílnum. Þá játaði hann að hafa haft í sinni vörslu 768 stykki af sterum, 100 stykki af lyfinu Oxymetholone og 1,0 millilítra af Testosterone stungulyfi. Voru lyfin gerð upptæk auk sleggjunnar. Var maðurinn sem fyrr segir dæmdur í níu mánaða fangelsi en þar af eru sex mánuðir skilorðsbundnir sem falla niður haldi maðurinn almennt skilorð. Þá þarf maðurinn að greiða fórnarlambinu 806.302 krónur í skaðabætur auk alls sakarkostnaðar.
Dómsmál Hafnarfjörður Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Innlent Fleiri fréttir Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Sjá meira