Krefur ríkið um tugi milljóna í bætur Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 29. janúar 2019 06:00 Guðmundur R. Guðlaugsson glímir enn við afleiðingar gæslunnar á lögreglustöðinni við Hlemm. Fréttablaðið/Stefán „Ég glími enn við áfallastreitu og mikla vanlíðan vegna þessara atburða og það þarf lítið til að vanlíðanin rjúki upp,“ segir Guðmundur R. Guðlaugsson sem hefur stefnt íslenska ríkinu vegna atvinnumissis sem hann varð fyrir í kjölfar fjölda þvingunarráðstafana lögreglu sem beindust að honum að ósekju við rannsókn á fíkniefnamisferli sonar hans fyrir tæpum áratug. Hann krefst tæplega 60 milljóna í skaðabætur. Árið 2017 voru Guðmundi dæmdar tvær milljónir í miskabætur vegna málsins, annars vegar vegna þvingunarráðstafana sem beindust að honum vegna afbrota sem sonur hans var grunaður um. Sími Guðmundar var hleraður, gerð var húsleit á heimili hans, í geymslu og bankahólfi hans án lagaheimildar Þá voru honum dæmdar bætur sérstaklega vegna vanvirðandi meðferðar sem hann mátti þola við óviðunandi aðstæður í gæsluvarðhaldi og einangrun í meira en 10 sólarhringa á lögreglustöðinni við Hlemm. Var meðferðin talin í andstöðu við 68. gr. stjórnarskrárinnar sem á að tryggja vernd gegn pyndingum og vanvirðandi meðferð og refsingu. Málið sem Guðmundur rekur nú gegn ríkinu varðar atvinnumissi hans í kjölfar lögregluaðgerðanna en fimm dögum eftir að hann losnaði úr gæsluvarðhaldinu árið 2010 gerði vinnuveitandi hans starfslokasamning við hann. Guðmundur er menntaður kjötiðnaðarmaður og rekstrarfræðingur og gegndi stjórnendastöðu hjá framleiðslufyrirtæki þegar ósköpin dundu yfir. Hann hefur verið frá vinnu síðan. Í vottorðum sálfræðings og sálfræðilæknis, sem lögð voru fram í fyrrnefndu bótamáli, kemur fram að einkenni sem Guðmundur sýni bendi til að hann þjáist af aðlögunarröskun sem rekja megi til gæsluvarðhaldsins. Að áliti dómkvaddra yfirmatsmanna frá nóvember 2015 þróaði Guðmundur með sér áfallastreituröskun í kjölfar aðgerðanna sem hann glími enn við. Sjúkrasaga hans bendi til þess að hann hafi verið viðkvæmur fyrir þó svo að eðli áfallsins og afleiðingar hafi skipt máli fyrir þróun á langvinnri röskun. Þrátt fyrir að meðferð á Reykjalundi hafi skilað nokkrum árangri séu ekki líkur til þess að stefnandi snúi aftur til starfa á almennum vinnumarkaði. Munnlegur málflutningur í málinu er á dagskrá Héraðsdóms Reykjavíkur í næstu viku. Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Mest lesið Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Innlent Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Fleiri fréttir Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sjá meira
„Ég glími enn við áfallastreitu og mikla vanlíðan vegna þessara atburða og það þarf lítið til að vanlíðanin rjúki upp,“ segir Guðmundur R. Guðlaugsson sem hefur stefnt íslenska ríkinu vegna atvinnumissis sem hann varð fyrir í kjölfar fjölda þvingunarráðstafana lögreglu sem beindust að honum að ósekju við rannsókn á fíkniefnamisferli sonar hans fyrir tæpum áratug. Hann krefst tæplega 60 milljóna í skaðabætur. Árið 2017 voru Guðmundi dæmdar tvær milljónir í miskabætur vegna málsins, annars vegar vegna þvingunarráðstafana sem beindust að honum vegna afbrota sem sonur hans var grunaður um. Sími Guðmundar var hleraður, gerð var húsleit á heimili hans, í geymslu og bankahólfi hans án lagaheimildar Þá voru honum dæmdar bætur sérstaklega vegna vanvirðandi meðferðar sem hann mátti þola við óviðunandi aðstæður í gæsluvarðhaldi og einangrun í meira en 10 sólarhringa á lögreglustöðinni við Hlemm. Var meðferðin talin í andstöðu við 68. gr. stjórnarskrárinnar sem á að tryggja vernd gegn pyndingum og vanvirðandi meðferð og refsingu. Málið sem Guðmundur rekur nú gegn ríkinu varðar atvinnumissi hans í kjölfar lögregluaðgerðanna en fimm dögum eftir að hann losnaði úr gæsluvarðhaldinu árið 2010 gerði vinnuveitandi hans starfslokasamning við hann. Guðmundur er menntaður kjötiðnaðarmaður og rekstrarfræðingur og gegndi stjórnendastöðu hjá framleiðslufyrirtæki þegar ósköpin dundu yfir. Hann hefur verið frá vinnu síðan. Í vottorðum sálfræðings og sálfræðilæknis, sem lögð voru fram í fyrrnefndu bótamáli, kemur fram að einkenni sem Guðmundur sýni bendi til að hann þjáist af aðlögunarröskun sem rekja megi til gæsluvarðhaldsins. Að áliti dómkvaddra yfirmatsmanna frá nóvember 2015 þróaði Guðmundur með sér áfallastreituröskun í kjölfar aðgerðanna sem hann glími enn við. Sjúkrasaga hans bendi til þess að hann hafi verið viðkvæmur fyrir þó svo að eðli áfallsins og afleiðingar hafi skipt máli fyrir þróun á langvinnri röskun. Þrátt fyrir að meðferð á Reykjalundi hafi skilað nokkrum árangri séu ekki líkur til þess að stefnandi snúi aftur til starfa á almennum vinnumarkaði. Munnlegur málflutningur í málinu er á dagskrá Héraðsdóms Reykjavíkur í næstu viku.
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Mest lesið Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Innlent Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Fleiri fréttir Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sjá meira