Þriðjungur þingmanna vill að ríkið greiði sálfræðikostnað Sveinn Arnarsson skrifar 28. janúar 2019 06:00 Þingmenn munu þurfa að glíma við geðheilbrigðismál á komandi vikum. Fréttablaðið/Anton Brink Alls mun 21 þingmaður leggja fram frumvarp á Alþingi um að almenn sálfræðiþjónusta falli undir greiðsluþátttökukerfi Sjúkratrygginga Íslands (SÍ). Í frumvarpsdrögunum segir að eitt höfuðmarkmiðið sé að tryggja aðgengi einstaklinga að sálfræðiþjónustu. Heilbrigðisráðherra segir gott að frumvarpið komi til kasta þingsins og mikilvægt að ræða skipulag kaupa ríkisins á sérfræðiþjónustu í heilbrigðiskerfinu. Samkvæmt klínískum leiðbeiningum landlæknis á gagnreynd sálfræðimeðferð að vera fyrsti meðferðarkostur við kvíða, þunglyndi og öðrum sálrænum kvillum. Þrátt fyrir þessar leiðbeiningar landlæknis hefur ekki verið að fullu unnið eftir því vegna þess hve dýrt er að fara til sálfræðings. „Eins og ég skil málið þá er tillagan sú að Sjúkratryggingum verið heimilt að semja við sálfræðinga um kaup á tiltekinni þjónustu. Það er í sjálfu sér jákvætt að þingið fái að glíma við þessa tillögu,“ segir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. „Það þarf hins vegar að vera vel skilgreint hvers konar þjónusta er keypt, hvert skipulag hennar á að vera og hvaða gæði þjónustan á að uppfylla. Ríkið sem kaupandi heilbrigðisþjónustu þarf að hafa skýra stefnu um hvað skuli kaupa og ráða ferðinni í þeim efnum. Það sjónarmið verður skoðað gaumgæfilega í umræðum um heilbrigðisstefnu til framtíðar á næstu vikum.“Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherraEkki hefur farið fram kostnaðargreining en flutningsmenn tillögunnar telja þjóðhagslegan ávinning augljósan af því að fjárfesta í fyrirbyggjandi aðgerðum í geðheilbrigðismálum. Alma Dagbjört Möller, landlæknir, hafði ekki séð umrædd frumvarpsdrög þegar Fréttablaðið náði tali af henni. Hún hins vegar fagnaði því ef slíkt frumvarp næði fram að ganga og taldi það til bóta. Greiðsluþátttaka mun einnig hafa í för með sér bætt aðgengi allra tekjuhópa að sálfræðingum hér á landi. „Í meginatriðum er afar ánægjulegt að sjá svo breiðan stuðning á þingi við að þjónusta sálfræðinga falli undir greiðsluþátttökukerfi SÍ. Það má segja að með greiðsluþátttöku viðurkenni heilbrigðisyfirvöld loksins gildi og mikilvægi gagnreyndrar sálfræðimeðferðar,“ segir Pétur Maack Þorsteinsson, yfirsálfræðingur hjá Heilbrigðisstofnun Norðurlands. „Þetta mun vonandi bæta aðgengi að sálfræðingum sem eru sjálfstætt starfandi utan heilbrigðiskerfisins. Í prinsippinu er mjög mikilvægt að allir sjúklingar hafi möguleika á að sækja sér sálfræðiþjónustu, ekki aðeins hinir efnameiri í okkar samfélagi.“ María Einisdóttir, framkvæmdastjóri geðsviðs Landspítalans, fagnar því að frumvarp sem þetta komi til kasta þingsins og segir það átt að hafa litið dagsins ljós fyrir löngu síðan. „Við þurfum sálfræðinga í skóla, heilsugæsluna og nær fólki, ekki bara inni á sjúkrahúsum, það vantar sálfræðinga í forvarnarskyni,“ segir María. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Innlent Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent Fleiri fréttir Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Sjá meira
Alls mun 21 þingmaður leggja fram frumvarp á Alþingi um að almenn sálfræðiþjónusta falli undir greiðsluþátttökukerfi Sjúkratrygginga Íslands (SÍ). Í frumvarpsdrögunum segir að eitt höfuðmarkmiðið sé að tryggja aðgengi einstaklinga að sálfræðiþjónustu. Heilbrigðisráðherra segir gott að frumvarpið komi til kasta þingsins og mikilvægt að ræða skipulag kaupa ríkisins á sérfræðiþjónustu í heilbrigðiskerfinu. Samkvæmt klínískum leiðbeiningum landlæknis á gagnreynd sálfræðimeðferð að vera fyrsti meðferðarkostur við kvíða, þunglyndi og öðrum sálrænum kvillum. Þrátt fyrir þessar leiðbeiningar landlæknis hefur ekki verið að fullu unnið eftir því vegna þess hve dýrt er að fara til sálfræðings. „Eins og ég skil málið þá er tillagan sú að Sjúkratryggingum verið heimilt að semja við sálfræðinga um kaup á tiltekinni þjónustu. Það er í sjálfu sér jákvætt að þingið fái að glíma við þessa tillögu,“ segir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. „Það þarf hins vegar að vera vel skilgreint hvers konar þjónusta er keypt, hvert skipulag hennar á að vera og hvaða gæði þjónustan á að uppfylla. Ríkið sem kaupandi heilbrigðisþjónustu þarf að hafa skýra stefnu um hvað skuli kaupa og ráða ferðinni í þeim efnum. Það sjónarmið verður skoðað gaumgæfilega í umræðum um heilbrigðisstefnu til framtíðar á næstu vikum.“Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherraEkki hefur farið fram kostnaðargreining en flutningsmenn tillögunnar telja þjóðhagslegan ávinning augljósan af því að fjárfesta í fyrirbyggjandi aðgerðum í geðheilbrigðismálum. Alma Dagbjört Möller, landlæknir, hafði ekki séð umrædd frumvarpsdrög þegar Fréttablaðið náði tali af henni. Hún hins vegar fagnaði því ef slíkt frumvarp næði fram að ganga og taldi það til bóta. Greiðsluþátttaka mun einnig hafa í för með sér bætt aðgengi allra tekjuhópa að sálfræðingum hér á landi. „Í meginatriðum er afar ánægjulegt að sjá svo breiðan stuðning á þingi við að þjónusta sálfræðinga falli undir greiðsluþátttökukerfi SÍ. Það má segja að með greiðsluþátttöku viðurkenni heilbrigðisyfirvöld loksins gildi og mikilvægi gagnreyndrar sálfræðimeðferðar,“ segir Pétur Maack Þorsteinsson, yfirsálfræðingur hjá Heilbrigðisstofnun Norðurlands. „Þetta mun vonandi bæta aðgengi að sálfræðingum sem eru sjálfstætt starfandi utan heilbrigðiskerfisins. Í prinsippinu er mjög mikilvægt að allir sjúklingar hafi möguleika á að sækja sér sálfræðiþjónustu, ekki aðeins hinir efnameiri í okkar samfélagi.“ María Einisdóttir, framkvæmdastjóri geðsviðs Landspítalans, fagnar því að frumvarp sem þetta komi til kasta þingsins og segir það átt að hafa litið dagsins ljós fyrir löngu síðan. „Við þurfum sálfræðinga í skóla, heilsugæsluna og nær fólki, ekki bara inni á sjúkrahúsum, það vantar sálfræðinga í forvarnarskyni,“ segir María.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Innlent Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent Fleiri fréttir Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent