Á þriðja tug látnir eftir að sprengja sprakk í messu Kristín Ólafsdóttir skrifar 27. janúar 2019 08:15 Mikil eyðilegging blasti við viðbragðsaðilum þegar þeir komu að kirkjunni. EPA/WESTMINCOM Að minnsta kosti 27 eru látnir og tugir særðir eftir að sprengjuárás var gerð á kaþólska kirkju í suðurhluta Filippseyja á sunnudagsmorgun. Haft er eftir yfirvöldum á svæðinu að tvær sprengjur hafi verið sprengdar í árásinni. Fyrri sprengingin varð í miðri sunnudagsmessu í kirkjunni, sem staðsett er á Jolo-eyju, um klukkan 8:45 að staðartíma, eða korter í eitt í nótt að íslenskum tíma. Þegar viðbragðsaðilar frá hernum mættu á staðinn sprakk seinni sprengjan á bílastæði fyrir utan kirkjunna. Samkvæmt frétt BBC hafa engin hryðjuverkasamtök enn lýst yfir ábyrgð á árásinni en íslamskir skæruliðar halda úti starfsemi á eyjunni. Fleiri sprengjuárásir hafa verið gerðar á kirkjuna í gegnum tíðina. Þá er meirihluti hinna látnu almennir borgarar. Varnarmálaráðherra Filippseyja, Delfin Lorenzana, sagði árásina níðingsverk og hvatti heimamenn til að sýna yfirvöldum samstarfsvilja í baráttunni gegn hryðjuverkum.Tugir voru fluttir særðir á sjúkrahús.EPA/WESTMINCOMVonast til að nýtt sjálfsstjórnarhérað bindi enda á blóðsúthellingar Löggjöf um að gera nokkur héruð á svæðinu að einu sjálfstjórnarhéraði var samþykkt með miklum meirihluta í íbúakosningu í síðustu viku. Íbúar Sulu-héraðs, sem Jolo-eyja tilheyrir, höfnuðu hins vegar sameiningunni. Eyjan verður samt sem áður hluti af nýju sjálfsstjórnarhéraði, Bangsamoro, þar sem meirihluti íbúa eru múslimar. Vonast er til þess að stofnun Bangsamoro verði liður í því að koma á friði milli filippseyska hersins og íslamskra aðskilnaðarsinna á Filippseyjum. Talið er að aðilar sem vilji ekki frið á svæðinu hafi staðið að árásinni en átök hafa geisað á milli áðurnefndra hópa í fjölda ára, með miklum blóðsúthellingum og mannfalli. Filippseyjar Mest lesið Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Erlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Fleiri fréttir Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Sjá meira
Að minnsta kosti 27 eru látnir og tugir særðir eftir að sprengjuárás var gerð á kaþólska kirkju í suðurhluta Filippseyja á sunnudagsmorgun. Haft er eftir yfirvöldum á svæðinu að tvær sprengjur hafi verið sprengdar í árásinni. Fyrri sprengingin varð í miðri sunnudagsmessu í kirkjunni, sem staðsett er á Jolo-eyju, um klukkan 8:45 að staðartíma, eða korter í eitt í nótt að íslenskum tíma. Þegar viðbragðsaðilar frá hernum mættu á staðinn sprakk seinni sprengjan á bílastæði fyrir utan kirkjunna. Samkvæmt frétt BBC hafa engin hryðjuverkasamtök enn lýst yfir ábyrgð á árásinni en íslamskir skæruliðar halda úti starfsemi á eyjunni. Fleiri sprengjuárásir hafa verið gerðar á kirkjuna í gegnum tíðina. Þá er meirihluti hinna látnu almennir borgarar. Varnarmálaráðherra Filippseyja, Delfin Lorenzana, sagði árásina níðingsverk og hvatti heimamenn til að sýna yfirvöldum samstarfsvilja í baráttunni gegn hryðjuverkum.Tugir voru fluttir særðir á sjúkrahús.EPA/WESTMINCOMVonast til að nýtt sjálfsstjórnarhérað bindi enda á blóðsúthellingar Löggjöf um að gera nokkur héruð á svæðinu að einu sjálfstjórnarhéraði var samþykkt með miklum meirihluta í íbúakosningu í síðustu viku. Íbúar Sulu-héraðs, sem Jolo-eyja tilheyrir, höfnuðu hins vegar sameiningunni. Eyjan verður samt sem áður hluti af nýju sjálfsstjórnarhéraði, Bangsamoro, þar sem meirihluti íbúa eru múslimar. Vonast er til þess að stofnun Bangsamoro verði liður í því að koma á friði milli filippseyska hersins og íslamskra aðskilnaðarsinna á Filippseyjum. Talið er að aðilar sem vilji ekki frið á svæðinu hafi staðið að árásinni en átök hafa geisað á milli áðurnefndra hópa í fjölda ára, með miklum blóðsúthellingum og mannfalli.
Filippseyjar Mest lesið Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Erlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Fleiri fréttir Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Sjá meira