Pete Buttigieg sækist eftir tilnefningu Demókrataflokksins Samúel Karl Ólason skrifar 23. janúar 2019 11:33 Pete Buttigieg, borgarstjóri South Bend í Indiana. AP/Nam Y. Huh Pete Buttigieg, borgarstjóri South Bend í Indiana, ætlar að sækjast eftir tilnefningu Demókrataflokksins til embættis forseta Bandaríkjanna. Þetta tilkynnti Buttigieg, sem er 36 ára gamall, á Twitter í morgun. Hann var kosinn borgarstjóri árið 2011, þá einungis 29 ára gamall og varð hann þá yngsti borgarstjóri Bandaríkjanna í borg með fleiri en hundrað þúsund íbúa. Hann þjónaði í flota Bandaríkjanna og tók 7 mánaða leyfi frá embætti sínu árið 2014 og var sendur til Afganistan. Á vefsvæði sínu stærir Buttigieg sig af því að Washington Post hafi eitt sinn nefnt hann „áhugaverðasta borgarstjóra sem þú hefur aldrei heyrt um“ og því að Barack Obama, fyrrverandi forseti, kallaði hann eitt sinn einn af vonarstjörnum Demókrataflokksins.Buttigieg útskrifaðist úr Harvard og býr í South Bend ásamt eiginmanni sínum. Nái hann að tryggja sér tilnefningu Demókrataflokksins, sem þykir ólíklegt að svo stöddu, verður hann fyrsti samkynhneigði maðurinn til að fá tilnefningu annars stóru flokkanna.Buttigieg bauð sig fram til embættis formanns framkvæmdastjórnar Demókrataflokksins árið 2017. Hann dró framboð sitt þó til baka þegar ljóst varð að hann myndi ekki vera kjörinn til starfsins. Hann tilkynnti svo í síðasta mánuði að hann ætlaði ekki að bjóða sig aftur fram sem borgarstjóra. Í myndbandi sem hann birti með tilkynningu sinni segir Buttigieg að Bandaríkin þurfi á nýju upphafi að halda.I launched a presidential exploratory committee because it is a season for boldness and it is time to focus on the future. Are you ready to walk away from the politics of the past? Join the team at https://t.co/Xlqn10brgH. pic.twitter.com/K6aeOeVrO7 — Pete Buttigieg (@PeteButtigieg) January 23, 2019 Enn sem komið er hafa nokkrir opinberað að þeir ætli að sækjast eftir tilnefningu Demókrataflokksins en vitað er til þess að fjölmargir eru að íhuga framboð. Meðal þeirra sem hafa og búist er við að muni bjóða sig fram eru þekktari aðilar sem njóta meiri stuðnings en Buttigieg. Öll eru þau einnig eldri en hann. Í myndbandinu hér að ofan segir Buttigieg þó að hann tilheyri kynslóð sem sé að stíga fram í sviðsljósið. „Við erum kynslóðin sem höfum lifað í gegnum skotárásir í skólum, sem hafa barist í stríðum í kjölfar árásarinnar á Tvíburaturnana og við erum kynslóðin sem munum vera fyrst til að þéna minna en foreldrar okkar ef við grípum ekki til einhverra breytinga. Við getum ekki bara pússað kerfi sem er svo bilað.“ Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Warren tilkynnir framboð til forseta Þar með er hún fyrst til að tilkynna forsetaframboð, að Donald Trump undanskildum. 31. desember 2018 13:55 Enn bætist í hóp forsetaframbjóðenda demókrata Fyrrverandi húsnæðismálaráðherra Obama og vonarstjarna í Demókrataflokknum hefur lýst yfir framboði í forvalinu. 12. janúar 2019 18:09 Kamala Harris býður sig fram til forseta Bandaríkjanna Bandaríski öldungardeildarþingmaðurinn Kamala Harris tilkynnti í dag að hún bjóði sig fram til forseta Bandaríkjanna. Hinn 54 ára gamli demókrati hefur þótt ein helsta vonarstjarna demókrata undanfarin ár. 21. janúar 2019 13:02 Gillibrand ætlar að sækjast eftir útnefningu demókrata Öldungadeildarþingmaðurinn frá New York er á meðal einörðustu andstæðinga Trump forseta úr röðum Demókrataflokksins. 16. janúar 2019 13:27 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Maðurinn fundinn Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Sjá meira
Pete Buttigieg, borgarstjóri South Bend í Indiana, ætlar að sækjast eftir tilnefningu Demókrataflokksins til embættis forseta Bandaríkjanna. Þetta tilkynnti Buttigieg, sem er 36 ára gamall, á Twitter í morgun. Hann var kosinn borgarstjóri árið 2011, þá einungis 29 ára gamall og varð hann þá yngsti borgarstjóri Bandaríkjanna í borg með fleiri en hundrað þúsund íbúa. Hann þjónaði í flota Bandaríkjanna og tók 7 mánaða leyfi frá embætti sínu árið 2014 og var sendur til Afganistan. Á vefsvæði sínu stærir Buttigieg sig af því að Washington Post hafi eitt sinn nefnt hann „áhugaverðasta borgarstjóra sem þú hefur aldrei heyrt um“ og því að Barack Obama, fyrrverandi forseti, kallaði hann eitt sinn einn af vonarstjörnum Demókrataflokksins.Buttigieg útskrifaðist úr Harvard og býr í South Bend ásamt eiginmanni sínum. Nái hann að tryggja sér tilnefningu Demókrataflokksins, sem þykir ólíklegt að svo stöddu, verður hann fyrsti samkynhneigði maðurinn til að fá tilnefningu annars stóru flokkanna.Buttigieg bauð sig fram til embættis formanns framkvæmdastjórnar Demókrataflokksins árið 2017. Hann dró framboð sitt þó til baka þegar ljóst varð að hann myndi ekki vera kjörinn til starfsins. Hann tilkynnti svo í síðasta mánuði að hann ætlaði ekki að bjóða sig aftur fram sem borgarstjóra. Í myndbandi sem hann birti með tilkynningu sinni segir Buttigieg að Bandaríkin þurfi á nýju upphafi að halda.I launched a presidential exploratory committee because it is a season for boldness and it is time to focus on the future. Are you ready to walk away from the politics of the past? Join the team at https://t.co/Xlqn10brgH. pic.twitter.com/K6aeOeVrO7 — Pete Buttigieg (@PeteButtigieg) January 23, 2019 Enn sem komið er hafa nokkrir opinberað að þeir ætli að sækjast eftir tilnefningu Demókrataflokksins en vitað er til þess að fjölmargir eru að íhuga framboð. Meðal þeirra sem hafa og búist er við að muni bjóða sig fram eru þekktari aðilar sem njóta meiri stuðnings en Buttigieg. Öll eru þau einnig eldri en hann. Í myndbandinu hér að ofan segir Buttigieg þó að hann tilheyri kynslóð sem sé að stíga fram í sviðsljósið. „Við erum kynslóðin sem höfum lifað í gegnum skotárásir í skólum, sem hafa barist í stríðum í kjölfar árásarinnar á Tvíburaturnana og við erum kynslóðin sem munum vera fyrst til að þéna minna en foreldrar okkar ef við grípum ekki til einhverra breytinga. Við getum ekki bara pússað kerfi sem er svo bilað.“
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Warren tilkynnir framboð til forseta Þar með er hún fyrst til að tilkynna forsetaframboð, að Donald Trump undanskildum. 31. desember 2018 13:55 Enn bætist í hóp forsetaframbjóðenda demókrata Fyrrverandi húsnæðismálaráðherra Obama og vonarstjarna í Demókrataflokknum hefur lýst yfir framboði í forvalinu. 12. janúar 2019 18:09 Kamala Harris býður sig fram til forseta Bandaríkjanna Bandaríski öldungardeildarþingmaðurinn Kamala Harris tilkynnti í dag að hún bjóði sig fram til forseta Bandaríkjanna. Hinn 54 ára gamli demókrati hefur þótt ein helsta vonarstjarna demókrata undanfarin ár. 21. janúar 2019 13:02 Gillibrand ætlar að sækjast eftir útnefningu demókrata Öldungadeildarþingmaðurinn frá New York er á meðal einörðustu andstæðinga Trump forseta úr röðum Demókrataflokksins. 16. janúar 2019 13:27 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Maðurinn fundinn Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Sjá meira
Warren tilkynnir framboð til forseta Þar með er hún fyrst til að tilkynna forsetaframboð, að Donald Trump undanskildum. 31. desember 2018 13:55
Enn bætist í hóp forsetaframbjóðenda demókrata Fyrrverandi húsnæðismálaráðherra Obama og vonarstjarna í Demókrataflokknum hefur lýst yfir framboði í forvalinu. 12. janúar 2019 18:09
Kamala Harris býður sig fram til forseta Bandaríkjanna Bandaríski öldungardeildarþingmaðurinn Kamala Harris tilkynnti í dag að hún bjóði sig fram til forseta Bandaríkjanna. Hinn 54 ára gamli demókrati hefur þótt ein helsta vonarstjarna demókrata undanfarin ár. 21. janúar 2019 13:02
Gillibrand ætlar að sækjast eftir útnefningu demókrata Öldungadeildarþingmaðurinn frá New York er á meðal einörðustu andstæðinga Trump forseta úr röðum Demókrataflokksins. 16. janúar 2019 13:27