Svarar til saka eftir að hafa ekið full á turtildúfur í Borgarnesi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. febrúar 2019 09:00 Konan ók á parið að morgni 6. ágúst síðasta sumar. Já.is Tæplega fimmtug kona var verulega ölvuð þegar hún ók bíl sínum á tvo erlenda ferðamenn, par frá Norður-Ameríku, á bílastæðinu við verslun Nettó í Borgarnesi að morgni mánudagsins 6. ágúst í fyrra. Þetta er niðurstaða rannsóknar héraðssaksóknara sem ákært hefur konuna fyrir umferðar- og hegningarlagabrot annars vegar og hættubrot hins vegar. Áfengismagn í konunni mældist 2,24 prómill, sem jafngildir því að hafa drukkið í kringum tíu bjóra samkvæmt upplýsingum á vef FÍB. Sigurður Jónasson, lögreglumaður í Borgarnesi, lýsti því í samtali við RÚV á sínum tíma hvernig konan hefði ekið niður ljósastaur og á steinkant eftir að hafa misst stjórn á bílnum í framhaldi af að hafa ekið á parið. Þau þurftu að leita á spítala til aðhlynningar og sauma þurfti annað þeirra. Parinu virðist ekki hafa orðið meint af og Íslandsförin virðist ekki ætla að hafa áhrif á ástarlífið en brúðkaup er framundan hjá parinu í maí. Konan sem sætir ákæru er sögð hafa gengið af vettvangi. Vegfarendur veittu henni eftirför sem leiddi til handtöku hennar. Hún var ekki í ástandi til að gefa skýrslu eftir handtökuna en gerði það síðar. Hún þarf nú að svara fyrir málið í Héraðsdómi Vesturlands í Borgarnesi en þess er krafist að hún verði dæmd til refsingar, greiðslu alls sakakostnaðar og sviptingar ökuréttar. Dómsmál Tengdar fréttir Ók á ferðamenn í Borgarnesi Ölvaður ökumaður ók á tvo ferðamenn í Borgarnesi í morgun. 6. ágúst 2018 17:38 Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Fleiri fréttir „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Sjá meira
Tæplega fimmtug kona var verulega ölvuð þegar hún ók bíl sínum á tvo erlenda ferðamenn, par frá Norður-Ameríku, á bílastæðinu við verslun Nettó í Borgarnesi að morgni mánudagsins 6. ágúst í fyrra. Þetta er niðurstaða rannsóknar héraðssaksóknara sem ákært hefur konuna fyrir umferðar- og hegningarlagabrot annars vegar og hættubrot hins vegar. Áfengismagn í konunni mældist 2,24 prómill, sem jafngildir því að hafa drukkið í kringum tíu bjóra samkvæmt upplýsingum á vef FÍB. Sigurður Jónasson, lögreglumaður í Borgarnesi, lýsti því í samtali við RÚV á sínum tíma hvernig konan hefði ekið niður ljósastaur og á steinkant eftir að hafa misst stjórn á bílnum í framhaldi af að hafa ekið á parið. Þau þurftu að leita á spítala til aðhlynningar og sauma þurfti annað þeirra. Parinu virðist ekki hafa orðið meint af og Íslandsförin virðist ekki ætla að hafa áhrif á ástarlífið en brúðkaup er framundan hjá parinu í maí. Konan sem sætir ákæru er sögð hafa gengið af vettvangi. Vegfarendur veittu henni eftirför sem leiddi til handtöku hennar. Hún var ekki í ástandi til að gefa skýrslu eftir handtökuna en gerði það síðar. Hún þarf nú að svara fyrir málið í Héraðsdómi Vesturlands í Borgarnesi en þess er krafist að hún verði dæmd til refsingar, greiðslu alls sakakostnaðar og sviptingar ökuréttar.
Dómsmál Tengdar fréttir Ók á ferðamenn í Borgarnesi Ölvaður ökumaður ók á tvo ferðamenn í Borgarnesi í morgun. 6. ágúst 2018 17:38 Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Fleiri fréttir „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Sjá meira
Ók á ferðamenn í Borgarnesi Ölvaður ökumaður ók á tvo ferðamenn í Borgarnesi í morgun. 6. ágúst 2018 17:38
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels