Sérfræðingur í shaken baby-máli sagður loðinn í svörum, ónákvæmur og ófaglegur Stefán Ó. Jónsson skrifar 30. janúar 2019 10:03 Sigurður ásamt konu sinni i stóra sal Hæstaréttar í morgun. Vísir/Vilhelm Sigríður J. Friðjónsdóttir ríkissaksóknari krafðist þess að máli Sigurðar Guðmundssonar, sem dæmdur var fyrir manndráp af gáleysi árið 2003, yrði vísað frá þegar tekist var á um endurupptöku málsins í Hæstarétti í dag. Sigurður fékk 18 mánaða fangelsisdóm fyrir að hafa hrist 9 mánaða gamlan dreng, sem hann hafði í daggæslu, með þeim afleiðingum að drengurinn lést. Fallist var á endurupptöku málsins árið 2015 og vó þar þyngst matsgerð bresks sérfræðings, dr. Waney Squier, sem taldi dánarorsök drengsins óljósa og engin ótvíræð gögn liggja fyrir um högg eða önnur merki um áverka sem hefðu getað orsakast af harkalegum hristingi. Ríkissaksóknari hefur þó ekki hátt álit á matsgerð Squier. Þvert á móti sagði Sigríður að sú breska hafi verið „ónákvæm í hlutverki sínu“ og að hún hafi borið á borð „lítt rökstuddar getgátur.“ Squier hafi veitt „loðin svör í skýrslutöku“ fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur árið 2014 og að ætla mætti af málflutningi hennar að hún hafi reynt til hins ítrasta að rökstyðja þá trú sína að hið svokallaða „shaken baby syndrome“ sé ekki til. Því hafi hún brugðist hlutverki sínu sem óhlutdrægur matsmaður og því rétt að efast um hæfni hennar að mati ákæruvaldsins.Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari flytur málið fyrir hönd ákæruvaldsins.Vísir/VilhelmEkki óvilhallur framburður í sex málum Ríkissaksóknari benti, máli sínu til stuðnings, á að aganefnd lækna í Englandi hafi svipt Squier læknaleyfi sínu árið 2016. Nefndin taldi Squier vísvitandi hafa veitt rangar og villandi upplýsingar þegar hún var kölluð til sem sérfræðingur og að hún hafi ekki veitt óvilhallan framburð í sex málum frá árunum 2006-2010. Squier hafði skilað matsgerðum í 150 til 200 dómsmálum sem tengjast dauða ungra barn frá því á miðjum tíunda áratugnum. Deilt hefur verið um heilkennið í fræðasamfélaginu lengi. Þar fer dr. Squier fremst í flokki meðal efasemdamanna, „en ekki margir aðrir í læknasamfélaginu,“ sagði ríkissaksóknari í Hæstarétti. Þannig sé nokkuð víðtæk samstaða að sögn Sigríðar um það að þrjár tegundir áverka þurfi að vera til staðar, tilteknar heilablæðingar- og skemmdir, til að draga megi þá ályktun að heilkennið hafi orðið einhverjum að bana. Áverkarnir þrír hafi allir verið til staðar í tilfelli drengsins sem Sigurður er talinn hafa myrt af gáleysi á sínum tíma. Dr. Squier var þó ekki sannfærð en náði þó aldrei að sögn Sigríðar að útskýra hvernig „þrennan“ fyrrnefnda væri tilkomin. Það væri auk þess mat ákæruvaldsins að dr. Squier hafi hefur aldrei tekið af skarið með að útskýra hvað það raunverulega var sem varð til þess að barnið dó. „Hún gat ekki sagt til um hvað hafi orðið barninu að bana – bara að það hafi ekki verið shaken baby syndrome.“ Sú niðurstaða er ekki rökstudd,“ sagði Sigríður. „Þetta gengur ekki upp og að þetta [málflutningur dr. Squier] geti orðið til þess að hnekkja dómi Hæstaréttar gengur heldur ekki upp.“Dómarar fá sér sæti í Hæstarétti í dag. Vísir/Vilhelm„Ég veit ekki“ Matsmaðurinn hafi því ekki komist að neinni niðurstöðu um það hvernig barnið dó. Sigríður las þá upp úr vitnisburði dr. Squier þar sem sú breska sagði orðrétt: „Ég veit ekki hvers vegna þetta barn örmagnaðist og dó.“ Ríkissaksóknari sagði að sökum þess hversu loðinn ákæruvaldinu þótti framburður hennar hafi dr. Squier verið gefi færi á að aðlaga málflutning sinn betur að málsatvikum. Hins vegar hafi engin frekari gögn eða rökstuðningur borist frá þeirri bresku. Framburður dr. Squier hafi því ekki verið til þess fallinn að auka gildi matsgerðar hennar, heldur þvert á móti. Erfitt hafi hreinlega verið átta sig á því „hvert hún væri að fara,“ eins og Sigríður komst að orði. Því sé að mat ákæruvaldsins að mat dr. Squier gæti ekki talist það veigamikil gögn að ætla mætti að þau hefðu skipt nokkru máli, hefðu þau komið fram þegar málið var fyrst rekið fyrir dómstólum í upphafi aldarinnar. Það væri ekkert tilefni til að efast um niðurstöðu Hæstaréttar og því hafi það hreinlega verið röng ákvörðun þegar fallist var á endurupptöku málsins árið 2015. Þar að auki hafi endurupptökunefndin gert mistök við meðferð málsins, þar sem nefndin tók ekki fram að fyrri dómur Hæstaréttar skyldi halda gildi sínu þar til nýr dómur væri uppkveðinn. Af þessum sökum beri einnig að vísa málinu frá. Dómsmál Tengdar fréttir Dæmdur fyrir að verða kornabarni að bana - vill endurupptöku málsins Maður sem dæmdur var í átján mánaða fangelsi í Hæstarétti fyrir níu árum fyrir að valda dauða níu mánaða drengs með hristingi, ætlar að fara fram á að mál sitt verði endurupptekið. Hann vísar í álit erlendra sérfæðinga og nýjar rannsóknir. 20. febrúar 2012 18:28 Fjórtán ára gamalt „shaken baby“ mál tekið upp að nýju Beiðni Sigurðar Guðmundssonar um endurupptöku máls þar sem hann var sakfelldur fyrir að hafa valdið ungbarni dauða með því að hrista það, hefur verið samþykkt. 26. júní 2015 21:01 Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent Titringur á Alþingi Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Innlent Fleiri fréttir Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Sjá meira
Sigríður J. Friðjónsdóttir ríkissaksóknari krafðist þess að máli Sigurðar Guðmundssonar, sem dæmdur var fyrir manndráp af gáleysi árið 2003, yrði vísað frá þegar tekist var á um endurupptöku málsins í Hæstarétti í dag. Sigurður fékk 18 mánaða fangelsisdóm fyrir að hafa hrist 9 mánaða gamlan dreng, sem hann hafði í daggæslu, með þeim afleiðingum að drengurinn lést. Fallist var á endurupptöku málsins árið 2015 og vó þar þyngst matsgerð bresks sérfræðings, dr. Waney Squier, sem taldi dánarorsök drengsins óljósa og engin ótvíræð gögn liggja fyrir um högg eða önnur merki um áverka sem hefðu getað orsakast af harkalegum hristingi. Ríkissaksóknari hefur þó ekki hátt álit á matsgerð Squier. Þvert á móti sagði Sigríður að sú breska hafi verið „ónákvæm í hlutverki sínu“ og að hún hafi borið á borð „lítt rökstuddar getgátur.“ Squier hafi veitt „loðin svör í skýrslutöku“ fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur árið 2014 og að ætla mætti af málflutningi hennar að hún hafi reynt til hins ítrasta að rökstyðja þá trú sína að hið svokallaða „shaken baby syndrome“ sé ekki til. Því hafi hún brugðist hlutverki sínu sem óhlutdrægur matsmaður og því rétt að efast um hæfni hennar að mati ákæruvaldsins.Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari flytur málið fyrir hönd ákæruvaldsins.Vísir/VilhelmEkki óvilhallur framburður í sex málum Ríkissaksóknari benti, máli sínu til stuðnings, á að aganefnd lækna í Englandi hafi svipt Squier læknaleyfi sínu árið 2016. Nefndin taldi Squier vísvitandi hafa veitt rangar og villandi upplýsingar þegar hún var kölluð til sem sérfræðingur og að hún hafi ekki veitt óvilhallan framburð í sex málum frá árunum 2006-2010. Squier hafði skilað matsgerðum í 150 til 200 dómsmálum sem tengjast dauða ungra barn frá því á miðjum tíunda áratugnum. Deilt hefur verið um heilkennið í fræðasamfélaginu lengi. Þar fer dr. Squier fremst í flokki meðal efasemdamanna, „en ekki margir aðrir í læknasamfélaginu,“ sagði ríkissaksóknari í Hæstarétti. Þannig sé nokkuð víðtæk samstaða að sögn Sigríðar um það að þrjár tegundir áverka þurfi að vera til staðar, tilteknar heilablæðingar- og skemmdir, til að draga megi þá ályktun að heilkennið hafi orðið einhverjum að bana. Áverkarnir þrír hafi allir verið til staðar í tilfelli drengsins sem Sigurður er talinn hafa myrt af gáleysi á sínum tíma. Dr. Squier var þó ekki sannfærð en náði þó aldrei að sögn Sigríðar að útskýra hvernig „þrennan“ fyrrnefnda væri tilkomin. Það væri auk þess mat ákæruvaldsins að dr. Squier hafi hefur aldrei tekið af skarið með að útskýra hvað það raunverulega var sem varð til þess að barnið dó. „Hún gat ekki sagt til um hvað hafi orðið barninu að bana – bara að það hafi ekki verið shaken baby syndrome.“ Sú niðurstaða er ekki rökstudd,“ sagði Sigríður. „Þetta gengur ekki upp og að þetta [málflutningur dr. Squier] geti orðið til þess að hnekkja dómi Hæstaréttar gengur heldur ekki upp.“Dómarar fá sér sæti í Hæstarétti í dag. Vísir/Vilhelm„Ég veit ekki“ Matsmaðurinn hafi því ekki komist að neinni niðurstöðu um það hvernig barnið dó. Sigríður las þá upp úr vitnisburði dr. Squier þar sem sú breska sagði orðrétt: „Ég veit ekki hvers vegna þetta barn örmagnaðist og dó.“ Ríkissaksóknari sagði að sökum þess hversu loðinn ákæruvaldinu þótti framburður hennar hafi dr. Squier verið gefi færi á að aðlaga málflutning sinn betur að málsatvikum. Hins vegar hafi engin frekari gögn eða rökstuðningur borist frá þeirri bresku. Framburður dr. Squier hafi því ekki verið til þess fallinn að auka gildi matsgerðar hennar, heldur þvert á móti. Erfitt hafi hreinlega verið átta sig á því „hvert hún væri að fara,“ eins og Sigríður komst að orði. Því sé að mat ákæruvaldsins að mat dr. Squier gæti ekki talist það veigamikil gögn að ætla mætti að þau hefðu skipt nokkru máli, hefðu þau komið fram þegar málið var fyrst rekið fyrir dómstólum í upphafi aldarinnar. Það væri ekkert tilefni til að efast um niðurstöðu Hæstaréttar og því hafi það hreinlega verið röng ákvörðun þegar fallist var á endurupptöku málsins árið 2015. Þar að auki hafi endurupptökunefndin gert mistök við meðferð málsins, þar sem nefndin tók ekki fram að fyrri dómur Hæstaréttar skyldi halda gildi sínu þar til nýr dómur væri uppkveðinn. Af þessum sökum beri einnig að vísa málinu frá.
Dómsmál Tengdar fréttir Dæmdur fyrir að verða kornabarni að bana - vill endurupptöku málsins Maður sem dæmdur var í átján mánaða fangelsi í Hæstarétti fyrir níu árum fyrir að valda dauða níu mánaða drengs með hristingi, ætlar að fara fram á að mál sitt verði endurupptekið. Hann vísar í álit erlendra sérfæðinga og nýjar rannsóknir. 20. febrúar 2012 18:28 Fjórtán ára gamalt „shaken baby“ mál tekið upp að nýju Beiðni Sigurðar Guðmundssonar um endurupptöku máls þar sem hann var sakfelldur fyrir að hafa valdið ungbarni dauða með því að hrista það, hefur verið samþykkt. 26. júní 2015 21:01 Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent Titringur á Alþingi Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Innlent Fleiri fréttir Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Sjá meira
Dæmdur fyrir að verða kornabarni að bana - vill endurupptöku málsins Maður sem dæmdur var í átján mánaða fangelsi í Hæstarétti fyrir níu árum fyrir að valda dauða níu mánaða drengs með hristingi, ætlar að fara fram á að mál sitt verði endurupptekið. Hann vísar í álit erlendra sérfæðinga og nýjar rannsóknir. 20. febrúar 2012 18:28
Fjórtán ára gamalt „shaken baby“ mál tekið upp að nýju Beiðni Sigurðar Guðmundssonar um endurupptöku máls þar sem hann var sakfelldur fyrir að hafa valdið ungbarni dauða með því að hrista það, hefur verið samþykkt. 26. júní 2015 21:01