Læmingjar í Reykjavík Jón Hálfdanarson skrifar 30. janúar 2019 07:00 Læmingjar eru lítil nagdýr sem lifa á norðlægum slóðum, þó ekki á Íslandi. Þegar þeir eru orðnir nógu margir segir þjóðsagan að þeir fylgi foringjanum í blindni út í hvað sem er og kasti sér í stríðum straumi fram af björgum ef það er hans vilji. Högum við okkur eins og læmingjar? Já, við gerum það. Við sáum það í aðdraganda hruns bankanna fyrir rúmum áratug. Og nú eru sömu teikn uppi í ferðaiðnaðinum. Það er fyrirsjánlegt að hann á eftir að dragast saman. Línurit sýna að hann hefur náð hápunkti og á sumum sviðum er niðursveiflan farin að koma fram. Ég nefni þrjú flugfélög sem Íslendingar hafa komið nálægt. Primera Air er komið á hausinn með pompi og prakt. WOW air er í raun gjaldþrota, hefur dregið saman rekstur og berst fyrir að fá inn nýtt fjármagn. Við fylgjumst með þeirri baráttu og vonum að allt fari vel. Og hvað með Icelandair? Hver er staðan þar? Samt halda menn áfram að byggja hótel eins og engin veðrabrigði hafi orðið og hraða heldur ferðinni. Samkvæmt úttekt Morgunblaðsins í síðasta mánuði er áformað að taka um 1500 ný hótelherbergi í notkun í Reykjavík á næstu tveimur árum. Í kvosinni er verið að reisa stórt hótel skáhallt fyrir neðan Menntaskólann. Við Hörpu er lúxushótel í byggingu. Í frétt í Fréttablaðinu frá því í sumar er sagt að verkefnið sé komið 50 milljónir dollara fram úr upphaflegri áætlun, m.a. vegna hækkunar krónunnar. Ekki litlar upphæðir þar á ferðinni. Og þá er komið að stóra hótelinu við Austurvöll. Heiðursborgarar Reykjavíkur hafa sameinast og mótmælt framkvæmdunum margsinnis. Þau benda á að verið sé að vinna óbætanleg spjöll á viðkvæmum og söguhelgum reit í hjarta höfuðborgarinnar, - Vigdís Finnbogadóttir, Friðrik Ólafsson, Þorgerður Ingólfsdóttir og Erró. En engan bilbug er að finna á þeim sem sjá um framkvæmdirnar, Lindarvatni ehf. Forstjóri Icelandair er stjórnarformaður Lindarvatns. Icelandair Group á helmingshlut í Lindarvatni. Lífeyrissjóðirnir eiga meirihluta í Icelandair Group. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, hefur upplýst að eina fjármagnið sem eytt hafi verið í framkvæmdirnar komi frá kaupum lífeyrissjóða á skuldabréfum sem Lindarvatn gaf út. Þá segir hann: „Um er að ræða gríðarlega áhættusama framkvæmd og ekki fæst séð að félagið sé full fjármagnað fyrir þeim flóknu og miklu framkvæmdum sem eftir eru. Þeir einu sem sitja eftir með alla áhættuna af þessu áhættusama verkefni eru því lífeyrissjóðirnir.“ Ráð fjallamanna er skýrt: Þegar veður skipast í lofti þá skaltu snúa við. Það er engin skömm að því. Erum við eins og læmingjar? Nei, sagan um læmingjana er þjóðsaga. Þeir haga sér ekki svona. Ef til vill eru þeir skynsamari en við.Höfundur er eðlisfræðingur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Sjá meira
Læmingjar eru lítil nagdýr sem lifa á norðlægum slóðum, þó ekki á Íslandi. Þegar þeir eru orðnir nógu margir segir þjóðsagan að þeir fylgi foringjanum í blindni út í hvað sem er og kasti sér í stríðum straumi fram af björgum ef það er hans vilji. Högum við okkur eins og læmingjar? Já, við gerum það. Við sáum það í aðdraganda hruns bankanna fyrir rúmum áratug. Og nú eru sömu teikn uppi í ferðaiðnaðinum. Það er fyrirsjánlegt að hann á eftir að dragast saman. Línurit sýna að hann hefur náð hápunkti og á sumum sviðum er niðursveiflan farin að koma fram. Ég nefni þrjú flugfélög sem Íslendingar hafa komið nálægt. Primera Air er komið á hausinn með pompi og prakt. WOW air er í raun gjaldþrota, hefur dregið saman rekstur og berst fyrir að fá inn nýtt fjármagn. Við fylgjumst með þeirri baráttu og vonum að allt fari vel. Og hvað með Icelandair? Hver er staðan þar? Samt halda menn áfram að byggja hótel eins og engin veðrabrigði hafi orðið og hraða heldur ferðinni. Samkvæmt úttekt Morgunblaðsins í síðasta mánuði er áformað að taka um 1500 ný hótelherbergi í notkun í Reykjavík á næstu tveimur árum. Í kvosinni er verið að reisa stórt hótel skáhallt fyrir neðan Menntaskólann. Við Hörpu er lúxushótel í byggingu. Í frétt í Fréttablaðinu frá því í sumar er sagt að verkefnið sé komið 50 milljónir dollara fram úr upphaflegri áætlun, m.a. vegna hækkunar krónunnar. Ekki litlar upphæðir þar á ferðinni. Og þá er komið að stóra hótelinu við Austurvöll. Heiðursborgarar Reykjavíkur hafa sameinast og mótmælt framkvæmdunum margsinnis. Þau benda á að verið sé að vinna óbætanleg spjöll á viðkvæmum og söguhelgum reit í hjarta höfuðborgarinnar, - Vigdís Finnbogadóttir, Friðrik Ólafsson, Þorgerður Ingólfsdóttir og Erró. En engan bilbug er að finna á þeim sem sjá um framkvæmdirnar, Lindarvatni ehf. Forstjóri Icelandair er stjórnarformaður Lindarvatns. Icelandair Group á helmingshlut í Lindarvatni. Lífeyrissjóðirnir eiga meirihluta í Icelandair Group. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, hefur upplýst að eina fjármagnið sem eytt hafi verið í framkvæmdirnar komi frá kaupum lífeyrissjóða á skuldabréfum sem Lindarvatn gaf út. Þá segir hann: „Um er að ræða gríðarlega áhættusama framkvæmd og ekki fæst séð að félagið sé full fjármagnað fyrir þeim flóknu og miklu framkvæmdum sem eftir eru. Þeir einu sem sitja eftir með alla áhættuna af þessu áhættusama verkefni eru því lífeyrissjóðirnir.“ Ráð fjallamanna er skýrt: Þegar veður skipast í lofti þá skaltu snúa við. Það er engin skömm að því. Erum við eins og læmingjar? Nei, sagan um læmingjana er þjóðsaga. Þeir haga sér ekki svona. Ef til vill eru þeir skynsamari en við.Höfundur er eðlisfræðingur
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar