Trump hundsar beiðni þingsins um að upplýsa morðið á Khashoggi Vésteinn Örn Pétursson skrifar 9. febrúar 2019 11:24 Jamal Khashoggi. Myndin er frá minningarathöfn um blaðamanninn. Chris McGrath/Getty Ríkisstjórn Donalds Trump mun ekki bregðast við beiðni Bandaríkjaþings um að skila frá sér skýrslu þar sem því er svarað hver ber ábyrgð á morðinu á sádiarabíska blaðamanninum Jamal Khashoggi. Hann var myrtur í sendiráði Sádi-Arabíu í Istanbúl í Tyrklandi í byrjun október á síðasta ári. Stuttu eftir morðið á blaðamanninum samþykkti Bandaríkjaþing að krefja Trump og ríkisstjórn hans um skýrslu sem leiða ætti í ljós hver bæri ábyrgð á dauða Khashoggi. Forsetinn hefur kosið að bregðast ekki við kröfu þingsins. Í yfirlýsingu frá ríkisstjórninni segir að forsetinn „standi fastur á rétti sínum til að neita að bregðast við beiðnum þingnefnda sé það viðeigandi.“ Demókratar telja hins vegar að afstaða forsetans brjóti í bága við Magnitsky-lögin frá árinu 2012, sem gera forsetanum skylt að bregðast við tilmælum nefndarformönnum þingsins innan 120 daga frá því þær eru settar fram. Þegar þetta er skrifað eru 122 dagar síðan þingið lagði beiðnina fram.Donald Trump og Mohammed bin Salman.Mark Wilson/GettyMike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, skrifaði leiðtogum þingsins bréf þar sem kom fram að háttsettir einstaklingar innan sádiarabíska stjórnkerfisins verði beittir refsiaðgerðum vegna málsins, en þar kom ekki fram hver ríkisstjórnin teldi að bæri ábyrgð á morðinu. Í kjölfar fregnanna af aðgerðarleysi Trump hafa margir öldungardeildarþingmenn gagnrýnt forsetann fyrir að vilja ekki fordæma krónprins Sádi-Arabíu, Mohemmad bin Salman, sem margir telja að hafi fyrirskipað morðið á Khashoggi. Meðal þeirra er CIA, leyniþjónusta Bandaríkjanna. Bandaríkin Morðið á Khashoggi Sádi-Arabía Tengdar fréttir Sádiarabíski krónprinsinn vildi setja byssukúlu í Khashoggi Bandaríska leyniþjónustan hleraði samskipti Mohammeds bin Salman krónprins við aðstoðarmann sinn rúmu ári áður en Jamal Khashoggi var myrtur. 8. febrúar 2019 08:55 Utanríkisráðherra Bandaríkjanna mun funda með sádiarabíska krónprinsinum Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna mun á morgun halda til Sádí-Arabíu þar sem hann mun funda með krónprinsi landsins. Sá er grunaður um að vera aðili að morðinu á blaðamanninum Khashoggi. 12. janúar 2019 22:43 Alþjóðleg rannsókn á morðinu á Khashoggi hefst í næstu viku Sérstakur erindreki Sameinuðu þjóðanna fer til Tyrklands í næstu viku til að hefja rannsóknina á sádiarabíska blaðamanninum. 24. janúar 2019 17:32 Mest lesið Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Sjá meira
Ríkisstjórn Donalds Trump mun ekki bregðast við beiðni Bandaríkjaþings um að skila frá sér skýrslu þar sem því er svarað hver ber ábyrgð á morðinu á sádiarabíska blaðamanninum Jamal Khashoggi. Hann var myrtur í sendiráði Sádi-Arabíu í Istanbúl í Tyrklandi í byrjun október á síðasta ári. Stuttu eftir morðið á blaðamanninum samþykkti Bandaríkjaþing að krefja Trump og ríkisstjórn hans um skýrslu sem leiða ætti í ljós hver bæri ábyrgð á dauða Khashoggi. Forsetinn hefur kosið að bregðast ekki við kröfu þingsins. Í yfirlýsingu frá ríkisstjórninni segir að forsetinn „standi fastur á rétti sínum til að neita að bregðast við beiðnum þingnefnda sé það viðeigandi.“ Demókratar telja hins vegar að afstaða forsetans brjóti í bága við Magnitsky-lögin frá árinu 2012, sem gera forsetanum skylt að bregðast við tilmælum nefndarformönnum þingsins innan 120 daga frá því þær eru settar fram. Þegar þetta er skrifað eru 122 dagar síðan þingið lagði beiðnina fram.Donald Trump og Mohammed bin Salman.Mark Wilson/GettyMike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, skrifaði leiðtogum þingsins bréf þar sem kom fram að háttsettir einstaklingar innan sádiarabíska stjórnkerfisins verði beittir refsiaðgerðum vegna málsins, en þar kom ekki fram hver ríkisstjórnin teldi að bæri ábyrgð á morðinu. Í kjölfar fregnanna af aðgerðarleysi Trump hafa margir öldungardeildarþingmenn gagnrýnt forsetann fyrir að vilja ekki fordæma krónprins Sádi-Arabíu, Mohemmad bin Salman, sem margir telja að hafi fyrirskipað morðið á Khashoggi. Meðal þeirra er CIA, leyniþjónusta Bandaríkjanna.
Bandaríkin Morðið á Khashoggi Sádi-Arabía Tengdar fréttir Sádiarabíski krónprinsinn vildi setja byssukúlu í Khashoggi Bandaríska leyniþjónustan hleraði samskipti Mohammeds bin Salman krónprins við aðstoðarmann sinn rúmu ári áður en Jamal Khashoggi var myrtur. 8. febrúar 2019 08:55 Utanríkisráðherra Bandaríkjanna mun funda með sádiarabíska krónprinsinum Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna mun á morgun halda til Sádí-Arabíu þar sem hann mun funda með krónprinsi landsins. Sá er grunaður um að vera aðili að morðinu á blaðamanninum Khashoggi. 12. janúar 2019 22:43 Alþjóðleg rannsókn á morðinu á Khashoggi hefst í næstu viku Sérstakur erindreki Sameinuðu þjóðanna fer til Tyrklands í næstu viku til að hefja rannsóknina á sádiarabíska blaðamanninum. 24. janúar 2019 17:32 Mest lesið Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Sjá meira
Sádiarabíski krónprinsinn vildi setja byssukúlu í Khashoggi Bandaríska leyniþjónustan hleraði samskipti Mohammeds bin Salman krónprins við aðstoðarmann sinn rúmu ári áður en Jamal Khashoggi var myrtur. 8. febrúar 2019 08:55
Utanríkisráðherra Bandaríkjanna mun funda með sádiarabíska krónprinsinum Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna mun á morgun halda til Sádí-Arabíu þar sem hann mun funda með krónprinsi landsins. Sá er grunaður um að vera aðili að morðinu á blaðamanninum Khashoggi. 12. janúar 2019 22:43
Alþjóðleg rannsókn á morðinu á Khashoggi hefst í næstu viku Sérstakur erindreki Sameinuðu þjóðanna fer til Tyrklands í næstu viku til að hefja rannsóknina á sádiarabíska blaðamanninum. 24. janúar 2019 17:32