Tusk segir „sérstakan stað í helvíti“ fyrir forsprakka Brexit Samúel Karl Ólason skrifar 6. febrúar 2019 15:30 Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins. AP/Francisco Seco Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins, segir sérstakan stað í helvíti fyrir þá sem hvöttu til útgöngu Breta úr Evrópusambandinu, án þess að hafa hugmynd hvernig ætti að gera það á öruggan hátt. Þá segist hann hafa velt því fyrir sér hvernig sá sérstaki staður líti út. Útlit er fyrir að Bretland gangi úr Evrópusambandinu þann 29. mars og þá án nokkurs konar samnings við ESB. Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, reynir nú að fá forsvarsmenn ESB til að opna viðræður á ný eftir að breska þingið hafnaði samningi hennar með mjög afgerandi hætti. Hún og ESB samþykktu samninginn í nóvember og þá tók við langt ferli þar sem May reyndi að sannfæra þingmenn um að samningurinn væri sá besti sem væri í boði. Þingið vill að May semji upp á nýtt um svonefnda baktryggingu um landamæri Írlands og Norður-Írlands. Með henni giltu reglur Evrópusambandsins um viðskipti enn á Norður-Írlandi eftir útgöngu Breta á meðan samið væri um varanlega lausn. Baktryggingin er afar óvinsæl hjá hörðustu talsmönnum Brexit í Íhaldsflokki May sem óttast að hún gæti orðið varanleg. Henni er ætlað að koma í veg fyrir að koma þurfi upp hefðbundnum landamærum á milli Írlands, sem verður áfram í sambandinu, og Norður-Írlands sem er hluti Bretlands. Forsvarsmenn ESB hafa þó sagt að frekari viðræður eða breytingar á þessu samkomulagi séu ekki í boði. Á blaðamannafundi með Leo Varadkar, forsætisráðherra Írlands, sagði Tusk frá vangaveltum sínum um Brexit-liða og helvíti, sem voru einnig birtar á Twitter á nánast sama tíma. Það er til marks um að ummælin hafi verið ákveðin fyrir fram.I've been wondering what that special place in hell looks like, for those who promoted #Brexit, without even a sketch of a plan how to carry it out safely. — Donald Tusk (@eucopresident) February 6, 2019 Tusk ítrekaði það við fjölmiðla í dag að samningar um baktrygginguna væru ekki í boði og sagðist óska þess að Bretar hættu við Brexit. Það væri hins vegar mjög svo ólíklegt og þá sérstaklega miðað við að leiðtogar ríkisstjórnar Bretlands og stjórnarandstöðunnar væru hlynntir úrgöngu Breta.Þá tók Tusk fram að undirbúningur stæði nú yfir fyrir Brexit, án samnings. Forsprakkar Brexit í Bretlandi hafa brugðist reiðir við ummælum Tusk og saka hann meðal annars um hroka. BBC vitnar í yfirlýsingu frá forsætisráðuneyti Breta sem segir orðræðu sem þessa ekki hjálpa til.Hvað gerist án samnings? Fari Bretland úr ESB án samnings yrði mikil röskun í Bretlandi. Viðskipti myndu raskast þar sem Bretland myndi hverfa úr tollabandalaginu. Slíkt fæli í sér að vörur sem fluttar yrðu til Bretlands frá aðildarríkjum ESB, og öfugt, þyrftu að fara í gegnum tollskoðun. Breska ríkisstjórnin hefur gert ráðstafanir þar sem einnig búist er við miklum umferðartöfum við Ermarsund. Reglur myndu þó áfram gilda í viðskiptum aðildarríkja ESB og Bretlands þar sem ESB og Bretland eru aðilar að Alþjóðaviðskiptastofnuninni, sem er með eigið regluverk varðandi viðskipti milli landa. Útganga án samnings myndi einnig hafa áhrif á réttindi einstaklinga, það er Breta sem búa og starfa í aðildarríkjum ESB og ríkisborgara aðildarríkja ESB sem lifa og starfa í Bretlandi. Myndu þeir missa ýmis réttindi við útgöngu. Hvað er baktryggingin? Ríkisstjórn May vill að Bretlandi yfirgefi innri markaði og tollasamstarf ESB. Heimamenn í Írlandi vilja hins vegar engan veginn fá svokölluð „hörð landamæri“ við landamæri Írlands og Norður-Írlands, sem í raun verða landamæri Bretlands og ESB. Eins og staðan er núna er erfitt að átta sig á því hvar landamærin eru og þannig vilja Írar hafa það. Hins vegar felur Brexit í sér að nauðsynlegt sé að setja upp landamærastöðvar og tolleftirlit á landamærunum. Þó er áætlað að það leysist með fríverslunarsamningi á milli Bretlands og ESB sem skrifa á undir einhvern tímann eftir 29. mars næstkomandi. Það gæti þó ekki gerst fyrr en í desember 2020, eða jafnvel ekki, og því hafa ráðamenn ESB krafist samkomulags um að forðast „hörð landamæri“ þar til fríverslunarsamningur verður undirritaður. Krafa ESB felur í sér að Norður-Írland verði áfram aðili að innri mörkuðum og tollasamstarfi ESB þar til langtímalausn finnist. Hvort sem hún felist í nýjum fríverslunarsamningi eða ekki. Fyrirkomulag þetta kallast á ensku „Backstop plan“. Það hafa Bretar hins vegar ekki verið sáttir við, því það felur í sér ákveðna upplausn í sambandsveldinu og að Bretar geti ekki gert einhliða viðskiptasamninga í millitíðinni. Það felur einnig í sér að aðrar reglur munu gilda yfir Norður-Írland en annars staðar í Bretlandi. Bretland Brexit Evrópusambandið Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Fleiri fréttir Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Sjá meira
Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins, segir sérstakan stað í helvíti fyrir þá sem hvöttu til útgöngu Breta úr Evrópusambandinu, án þess að hafa hugmynd hvernig ætti að gera það á öruggan hátt. Þá segist hann hafa velt því fyrir sér hvernig sá sérstaki staður líti út. Útlit er fyrir að Bretland gangi úr Evrópusambandinu þann 29. mars og þá án nokkurs konar samnings við ESB. Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, reynir nú að fá forsvarsmenn ESB til að opna viðræður á ný eftir að breska þingið hafnaði samningi hennar með mjög afgerandi hætti. Hún og ESB samþykktu samninginn í nóvember og þá tók við langt ferli þar sem May reyndi að sannfæra þingmenn um að samningurinn væri sá besti sem væri í boði. Þingið vill að May semji upp á nýtt um svonefnda baktryggingu um landamæri Írlands og Norður-Írlands. Með henni giltu reglur Evrópusambandsins um viðskipti enn á Norður-Írlandi eftir útgöngu Breta á meðan samið væri um varanlega lausn. Baktryggingin er afar óvinsæl hjá hörðustu talsmönnum Brexit í Íhaldsflokki May sem óttast að hún gæti orðið varanleg. Henni er ætlað að koma í veg fyrir að koma þurfi upp hefðbundnum landamærum á milli Írlands, sem verður áfram í sambandinu, og Norður-Írlands sem er hluti Bretlands. Forsvarsmenn ESB hafa þó sagt að frekari viðræður eða breytingar á þessu samkomulagi séu ekki í boði. Á blaðamannafundi með Leo Varadkar, forsætisráðherra Írlands, sagði Tusk frá vangaveltum sínum um Brexit-liða og helvíti, sem voru einnig birtar á Twitter á nánast sama tíma. Það er til marks um að ummælin hafi verið ákveðin fyrir fram.I've been wondering what that special place in hell looks like, for those who promoted #Brexit, without even a sketch of a plan how to carry it out safely. — Donald Tusk (@eucopresident) February 6, 2019 Tusk ítrekaði það við fjölmiðla í dag að samningar um baktrygginguna væru ekki í boði og sagðist óska þess að Bretar hættu við Brexit. Það væri hins vegar mjög svo ólíklegt og þá sérstaklega miðað við að leiðtogar ríkisstjórnar Bretlands og stjórnarandstöðunnar væru hlynntir úrgöngu Breta.Þá tók Tusk fram að undirbúningur stæði nú yfir fyrir Brexit, án samnings. Forsprakkar Brexit í Bretlandi hafa brugðist reiðir við ummælum Tusk og saka hann meðal annars um hroka. BBC vitnar í yfirlýsingu frá forsætisráðuneyti Breta sem segir orðræðu sem þessa ekki hjálpa til.Hvað gerist án samnings? Fari Bretland úr ESB án samnings yrði mikil röskun í Bretlandi. Viðskipti myndu raskast þar sem Bretland myndi hverfa úr tollabandalaginu. Slíkt fæli í sér að vörur sem fluttar yrðu til Bretlands frá aðildarríkjum ESB, og öfugt, þyrftu að fara í gegnum tollskoðun. Breska ríkisstjórnin hefur gert ráðstafanir þar sem einnig búist er við miklum umferðartöfum við Ermarsund. Reglur myndu þó áfram gilda í viðskiptum aðildarríkja ESB og Bretlands þar sem ESB og Bretland eru aðilar að Alþjóðaviðskiptastofnuninni, sem er með eigið regluverk varðandi viðskipti milli landa. Útganga án samnings myndi einnig hafa áhrif á réttindi einstaklinga, það er Breta sem búa og starfa í aðildarríkjum ESB og ríkisborgara aðildarríkja ESB sem lifa og starfa í Bretlandi. Myndu þeir missa ýmis réttindi við útgöngu. Hvað er baktryggingin? Ríkisstjórn May vill að Bretlandi yfirgefi innri markaði og tollasamstarf ESB. Heimamenn í Írlandi vilja hins vegar engan veginn fá svokölluð „hörð landamæri“ við landamæri Írlands og Norður-Írlands, sem í raun verða landamæri Bretlands og ESB. Eins og staðan er núna er erfitt að átta sig á því hvar landamærin eru og þannig vilja Írar hafa það. Hins vegar felur Brexit í sér að nauðsynlegt sé að setja upp landamærastöðvar og tolleftirlit á landamærunum. Þó er áætlað að það leysist með fríverslunarsamningi á milli Bretlands og ESB sem skrifa á undir einhvern tímann eftir 29. mars næstkomandi. Það gæti þó ekki gerst fyrr en í desember 2020, eða jafnvel ekki, og því hafa ráðamenn ESB krafist samkomulags um að forðast „hörð landamæri“ þar til fríverslunarsamningur verður undirritaður. Krafa ESB felur í sér að Norður-Írland verði áfram aðili að innri mörkuðum og tollasamstarfi ESB þar til langtímalausn finnist. Hvort sem hún felist í nýjum fríverslunarsamningi eða ekki. Fyrirkomulag þetta kallast á ensku „Backstop plan“. Það hafa Bretar hins vegar ekki verið sáttir við, því það felur í sér ákveðna upplausn í sambandsveldinu og að Bretar geti ekki gert einhliða viðskiptasamninga í millitíðinni. Það felur einnig í sér að aðrar reglur munu gilda yfir Norður-Írland en annars staðar í Bretlandi.
Bretland Brexit Evrópusambandið Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Fleiri fréttir Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Sjá meira