Söguleg heimsókn páfa til Arabíuskaga Sighvatur Arnmundsson skrifar 4. febrúar 2019 08:00 Frans páfi sést hér ásamt krónprinsinum Mohammed bin Zayed við komuna til Abú Dabí í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/EPA Frans páfi kom í gær til Abú Dabí í Sameinuðu arabísku furstadæmunum (S.A.F.) en um er að ræða sögulega fyrstu heimsókn leiðtoga kaþólsku kirkjunnar til Arabíuskaga. Það var krónprins landsins Mohammed bin Zayed sem bauð páfa til þátttöku í trúarráðstefnu. Á þriðjudag mun Frans páfi halda messu sem búist er við að um 120 þúsund manns muni sækja en tæplega milljón kaþólikka er búsett í S.A.F. Við brottförina frá Róm lagði Frans páfi áherslu á þjáningarnar sem íbúar Jemens ganga í gegnum vegna stríðsátaka í landinu en hann hefur áður biðlað til alþjóðasamfélagsins um að binda enda á átökin. Páfinn hrósaði yfirvöldum í S.A.F. í aðdraganda heimsóknarinnar og sagði þau reyna að tryggja sambúð ólíkra menningarheima. Árið 2019 hefur verið nefnt „ár umburðarlyndis“ í landinu. S.A.F. hafa ásamt Sádi Arabíu stutt stjórnarherinn í Jemen gegn uppreisnarsveitum Húta. Ýmsir hafa gagnrýnt heimsókn páfa vegna aðkomu S.A.F. að stríðinu í Jemen. Þannig sagði fyrrverandi CIA-maðurinn Emile Nakhleh að heimsóknin væri ekki réttlætanleg á meðan S.A.F. væru tengd stríðinu í Jemen. Ef páfinn myndi ekki taka málið upp í viðræðum sínum við ráðamenn í S.A.F. myndi hann tapa trúverðugleika sínum í Miðausturlöndum. Paul Lansu sem starfar hjá kaþólsku friðarsamtökunum Pax Christi International sagðist vonast til þess að páfanum tækist að sannfæra ráðamenn í S.A.F. um að breyta um stefnu varðandi stríðið í Jemen. Leiðarahöfundur í breska blaðinu The Guardian bendir á að páfinn hafi áður verið gagnrýndur fyrir að hafa svikið kaþólsku kirkjuna í Kína fyrir samkomulag við þarlend stjórnvöld. Þá hafi hann ekki viljað styggja stjórnvöld í Mjanmar með því að minnast á Róhingja í heimsókn sinni þangað. Þótt það sé ólíklegt að páfinn noti tækifærið til að ræða ástandið í Jemen séu það engu að síður mikilvæg skilaboð að kristnir geti á friðsælan hátt komið saman til trúarathafnar í múslimsku landi. Friðarviðræður milli stríðsaðila í Jemen héldu áfram í gær eftir að hafa legið niðri í um einn mánuð. Viðræðurnar fóru fram í skipi á vegum Sameinuðu þjóðanna á Rauðahafi þar sem hvorki náðist samkomulag um fundarstað á yfirráðasvæðum Húta né stjórnarhersins. Birtist í Fréttablaðinu Páfagarður Sameinuðu arabísku furstadæmin Tengdar fréttir Fyrstur páfa til að sækja Arabíuskaga heim Leiðtogi kaþólsku kirkjunnar, Frans páfi, mun í dag sækja Sameinuðu arabísku furstadæmin heim. 3. febrúar 2019 16:00 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Sjá meira
Frans páfi kom í gær til Abú Dabí í Sameinuðu arabísku furstadæmunum (S.A.F.) en um er að ræða sögulega fyrstu heimsókn leiðtoga kaþólsku kirkjunnar til Arabíuskaga. Það var krónprins landsins Mohammed bin Zayed sem bauð páfa til þátttöku í trúarráðstefnu. Á þriðjudag mun Frans páfi halda messu sem búist er við að um 120 þúsund manns muni sækja en tæplega milljón kaþólikka er búsett í S.A.F. Við brottförina frá Róm lagði Frans páfi áherslu á þjáningarnar sem íbúar Jemens ganga í gegnum vegna stríðsátaka í landinu en hann hefur áður biðlað til alþjóðasamfélagsins um að binda enda á átökin. Páfinn hrósaði yfirvöldum í S.A.F. í aðdraganda heimsóknarinnar og sagði þau reyna að tryggja sambúð ólíkra menningarheima. Árið 2019 hefur verið nefnt „ár umburðarlyndis“ í landinu. S.A.F. hafa ásamt Sádi Arabíu stutt stjórnarherinn í Jemen gegn uppreisnarsveitum Húta. Ýmsir hafa gagnrýnt heimsókn páfa vegna aðkomu S.A.F. að stríðinu í Jemen. Þannig sagði fyrrverandi CIA-maðurinn Emile Nakhleh að heimsóknin væri ekki réttlætanleg á meðan S.A.F. væru tengd stríðinu í Jemen. Ef páfinn myndi ekki taka málið upp í viðræðum sínum við ráðamenn í S.A.F. myndi hann tapa trúverðugleika sínum í Miðausturlöndum. Paul Lansu sem starfar hjá kaþólsku friðarsamtökunum Pax Christi International sagðist vonast til þess að páfanum tækist að sannfæra ráðamenn í S.A.F. um að breyta um stefnu varðandi stríðið í Jemen. Leiðarahöfundur í breska blaðinu The Guardian bendir á að páfinn hafi áður verið gagnrýndur fyrir að hafa svikið kaþólsku kirkjuna í Kína fyrir samkomulag við þarlend stjórnvöld. Þá hafi hann ekki viljað styggja stjórnvöld í Mjanmar með því að minnast á Róhingja í heimsókn sinni þangað. Þótt það sé ólíklegt að páfinn noti tækifærið til að ræða ástandið í Jemen séu það engu að síður mikilvæg skilaboð að kristnir geti á friðsælan hátt komið saman til trúarathafnar í múslimsku landi. Friðarviðræður milli stríðsaðila í Jemen héldu áfram í gær eftir að hafa legið niðri í um einn mánuð. Viðræðurnar fóru fram í skipi á vegum Sameinuðu þjóðanna á Rauðahafi þar sem hvorki náðist samkomulag um fundarstað á yfirráðasvæðum Húta né stjórnarhersins.
Birtist í Fréttablaðinu Páfagarður Sameinuðu arabísku furstadæmin Tengdar fréttir Fyrstur páfa til að sækja Arabíuskaga heim Leiðtogi kaþólsku kirkjunnar, Frans páfi, mun í dag sækja Sameinuðu arabísku furstadæmin heim. 3. febrúar 2019 16:00 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Sjá meira
Fyrstur páfa til að sækja Arabíuskaga heim Leiðtogi kaþólsku kirkjunnar, Frans páfi, mun í dag sækja Sameinuðu arabísku furstadæmin heim. 3. febrúar 2019 16:00