Umdeild þingkona demókrata lýsir loks formlega yfir framboði Kjartan Kjartansson skrifar 3. febrúar 2019 08:50 Gabbard við ríkisfána Havaí á kosningafundi þar sem hún lýsti formlega yfir framboði í gær. AP/Marco Garcia Tulsi Gabbard, þingkona demókrata frá Havaí, lýsti formlega yfir framboði sínu í forvali flokksins fyrir forsetakosningarnar á næsta ári í gær. Samband hennar við flokksins hefur verið stirt á köflum en skoðanir hennar í sumum málaflokkum, þar á meðal málefnum samkynhneigðra, hafa verið mun íhaldssamari en gengur og gerist í Demókrataflokknum. Upphaflega lýsti Gabbard því yfir hún ætlaði að gefa kost á sér í forvalinu 12. janúar og boðaði formlega tilkynningu í vikunni á eftir. Ekkert bólaði þó á henni fyrr en í gær þegar Gabbard hóf kosningabaráttu sína formlega á Havaí. Gabbard hefur verið fulltrúadeildarþingmaður Havaí frá 2013 og var fyrsti hindúinn til að ná kjöri til Bandaríkjaþings. Hún er 37 ára gömul og fyrrverandi hermaður. Í forvali demókrata fyrir forsetakosningarnar árið 2016 studdi hún Bernie Sanders, öldungadeildarþingmann frá Vermont. Á fundi með stuðningsmönnum í gær sagðist Gabbard bjóða sig fram gegn „voldugum stjórnmálamönnum sem þjóna sjálfum sér og gráðugum fyrirtækjum“. Hét hún því að færa forsetaembættinu aftur „reisn, heiður og virðingu“, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Þó að Gabbard teljist tiltölulega frjálslynd hafa skoðanir hennar ekki alltaf rímað vel við almenna stemmingu í Demókrataflokknum. Þannig var hún andsnúin hjónaböndum samkynhneigðra og baðst nýlega afsökunar á því. Hún hlaut einnig mikla gagnrýni flokksystkina sinna þegar hún fundaði með Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, í janúar árið 2017. Gabbard er andsnúin íhlutun Bandaríkjanna í Sýrlandi og er andvíg því að Assad verði komið frá völdum. Ummæli hennar þar sem hún efaðist um að ríkisstjórn Assad hefði staðið að efnavopnaárás sem varð tugum manna að bana í Sýrlandi vöktu einnig reiði. Howard Dean, fyrrverandi frambjóðandi í forvali demókrata, sagði afstöðu Gabbard „skammarlega“ og að hún væri ekki hæf til að sitja á þingi. Forval demókrata fer formlega af stað í febrúar á næsta ári. Keppt er um fulltrúa í hverju ríki fyrir landsþing flokksins þá um sumarið. Sá sem hlýtur flesta fulltrúa á þinginu verður forsetaframbjóðandi flokksins, að öllum líkindum gegn Donald Trump forseta. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Gabbard tilkynnir framboð sitt til forseta Þingmaðurinn Tulsi Gabbard tilkynnti í gær að hún hygðist bjóða sig fram í forvali Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum árið 2020. 12. janúar 2019 13:45 Gabbard gagnrýnd fyrir að hafa barist gegn samkynja hjónaböndum Þingmaðurinn og Demókratinn Tulsi Gabbard hefur verið harðlega gagnrýnd fyrir fyrri afstöðu sína gegn samkynja hjónaböndum og réttindum hinsegin fólks. 15. janúar 2019 21:52 Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Innlent Fleiri fréttir Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Sjá meira
Tulsi Gabbard, þingkona demókrata frá Havaí, lýsti formlega yfir framboði sínu í forvali flokksins fyrir forsetakosningarnar á næsta ári í gær. Samband hennar við flokksins hefur verið stirt á köflum en skoðanir hennar í sumum málaflokkum, þar á meðal málefnum samkynhneigðra, hafa verið mun íhaldssamari en gengur og gerist í Demókrataflokknum. Upphaflega lýsti Gabbard því yfir hún ætlaði að gefa kost á sér í forvalinu 12. janúar og boðaði formlega tilkynningu í vikunni á eftir. Ekkert bólaði þó á henni fyrr en í gær þegar Gabbard hóf kosningabaráttu sína formlega á Havaí. Gabbard hefur verið fulltrúadeildarþingmaður Havaí frá 2013 og var fyrsti hindúinn til að ná kjöri til Bandaríkjaþings. Hún er 37 ára gömul og fyrrverandi hermaður. Í forvali demókrata fyrir forsetakosningarnar árið 2016 studdi hún Bernie Sanders, öldungadeildarþingmann frá Vermont. Á fundi með stuðningsmönnum í gær sagðist Gabbard bjóða sig fram gegn „voldugum stjórnmálamönnum sem þjóna sjálfum sér og gráðugum fyrirtækjum“. Hét hún því að færa forsetaembættinu aftur „reisn, heiður og virðingu“, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Þó að Gabbard teljist tiltölulega frjálslynd hafa skoðanir hennar ekki alltaf rímað vel við almenna stemmingu í Demókrataflokknum. Þannig var hún andsnúin hjónaböndum samkynhneigðra og baðst nýlega afsökunar á því. Hún hlaut einnig mikla gagnrýni flokksystkina sinna þegar hún fundaði með Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, í janúar árið 2017. Gabbard er andsnúin íhlutun Bandaríkjanna í Sýrlandi og er andvíg því að Assad verði komið frá völdum. Ummæli hennar þar sem hún efaðist um að ríkisstjórn Assad hefði staðið að efnavopnaárás sem varð tugum manna að bana í Sýrlandi vöktu einnig reiði. Howard Dean, fyrrverandi frambjóðandi í forvali demókrata, sagði afstöðu Gabbard „skammarlega“ og að hún væri ekki hæf til að sitja á þingi. Forval demókrata fer formlega af stað í febrúar á næsta ári. Keppt er um fulltrúa í hverju ríki fyrir landsþing flokksins þá um sumarið. Sá sem hlýtur flesta fulltrúa á þinginu verður forsetaframbjóðandi flokksins, að öllum líkindum gegn Donald Trump forseta.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Gabbard tilkynnir framboð sitt til forseta Þingmaðurinn Tulsi Gabbard tilkynnti í gær að hún hygðist bjóða sig fram í forvali Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum árið 2020. 12. janúar 2019 13:45 Gabbard gagnrýnd fyrir að hafa barist gegn samkynja hjónaböndum Þingmaðurinn og Demókratinn Tulsi Gabbard hefur verið harðlega gagnrýnd fyrir fyrri afstöðu sína gegn samkynja hjónaböndum og réttindum hinsegin fólks. 15. janúar 2019 21:52 Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Innlent Fleiri fréttir Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Sjá meira
Gabbard tilkynnir framboð sitt til forseta Þingmaðurinn Tulsi Gabbard tilkynnti í gær að hún hygðist bjóða sig fram í forvali Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum árið 2020. 12. janúar 2019 13:45
Gabbard gagnrýnd fyrir að hafa barist gegn samkynja hjónaböndum Þingmaðurinn og Demókratinn Tulsi Gabbard hefur verið harðlega gagnrýnd fyrir fyrri afstöðu sína gegn samkynja hjónaböndum og réttindum hinsegin fólks. 15. janúar 2019 21:52