Ungir Sádar í námi flýja dómskerfi Bandaríkjanna Samúel Karl Ólason skrifar 1. febrúar 2019 16:27 Fregnir hafa borist af sambærilegum hvörfum Sáda í Ohio, Kaliforníu og í Kanada. Vísir/EPA Talið er að yfirvöld Sádi-Arabíu hafi hjálpað ungum Sádum að flýja undan dómskerfi Bandaríkjanna. Þar á meðal eru fimm ungir menn sem höfðu meðal annars verið sakaðir um morð, nauðganir og manndráp í Oregon. Þingmenn ríkisins vinna nú að því að finna leið til að refsa yfirvöldum Sádi-Arabíu. Tveimur vikum áður en rétta átti yfir námsmanninum Abdulrahman Sameer Noorah árið 2016 fyrir að keyra á og valda dauða hinnar fimmtán ára gömlu Fallon Smart, hvarf hann. Rannsakendur staðfestu við Oregonian í desember að ræðisskrifstofa Sádi-Arabíu hafi ráðið lögmenn sem greiddu hundrað þúsund dala tryggingu Noorah og var honum því sleppt úr haldi. Nokkrum mánuðum síðar, tveimur mánuðum fyrir réttarhöld hans, hafi svartur jeppi sést fyrir utan heimili hans og var honum ekið út fyrir bæinn að námu, þar sem ökklaband hans sem innihélt staðsetningartæki fannst. Nú er komið í ljós að hann er í Sádi-Arabíu. Rannsakendur telja embættismenn hafa útvegað honum falsað vegabréf og flutt hann úr landi í einkaflugvél. Ráðamenn hafi hjálpað honum að flýja frá Bandaríkjunum. Þingmenn Oregon telja að ráðamenn Sádi-Arabíu hafi hjálpað minnst fimm ungum Sádum að flýja frá Bandaríkjunum í aðdraganda réttarhalda þar sem þeir hafa verið sakaði um ýmsa glæpi. Abdulaziz Al Duways var handtekinn í Oregon árið 2014 og var hann sakaður um að hafa byrlað ungri konu ólyfjan og nauðgað henni. Skömmu eftir að ræðisskrifstofa Sáda fékk hann lausan gegn tryggingu hvarf hann.Daily Beast segir sama lögfræðinginn hafa unnið fyrir fjóra af mönnunum fimm. Þá segir í umfjöllun miðilsins að flestir þeirra 60 þúsund Sáda sem stundi nám í Bandaríkjunum séu á styrkjum frá yfirvöldum Sádi-Arabíu.Þá hafa fregnir borist af sambærilegum hvörfum Sáda í Ohio, Kaliforníu og í Kanada. Talið er ólíklegt að hægt verði að ná mönnunum aftur til Bandaríkjanna þar sem Bandaríkin og Sádi-Arabía hafa ekki gert framsalsamning sín á milli.Meðal þess sem þingmenn Oregon eru að skoða er að koma í veg fyrir að erlendum ríkisborgurum sem hafi verið handteknir verði sleppt úr haldi gegn Tryggingu. NBC News ræddu við móður Smart, Fawn Lengvenis, en sjá má umfjöllun þeirra hér að neðan. Bandaríkin Sádi-Arabía Mest lesið Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Innlent Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Innlent Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Innlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Erlent Svört skýrsla komi ekki á óvart Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Fleiri fréttir Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Rússneskur skipstjóri ákærður fyrir skipaáreksturinn banvæna Hefndardráp, ofbeldi og áróður í Sýrlandi Níu mánaða geimferð sem átti að taka átta daga lýkur Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Sjá meira
Talið er að yfirvöld Sádi-Arabíu hafi hjálpað ungum Sádum að flýja undan dómskerfi Bandaríkjanna. Þar á meðal eru fimm ungir menn sem höfðu meðal annars verið sakaðir um morð, nauðganir og manndráp í Oregon. Þingmenn ríkisins vinna nú að því að finna leið til að refsa yfirvöldum Sádi-Arabíu. Tveimur vikum áður en rétta átti yfir námsmanninum Abdulrahman Sameer Noorah árið 2016 fyrir að keyra á og valda dauða hinnar fimmtán ára gömlu Fallon Smart, hvarf hann. Rannsakendur staðfestu við Oregonian í desember að ræðisskrifstofa Sádi-Arabíu hafi ráðið lögmenn sem greiddu hundrað þúsund dala tryggingu Noorah og var honum því sleppt úr haldi. Nokkrum mánuðum síðar, tveimur mánuðum fyrir réttarhöld hans, hafi svartur jeppi sést fyrir utan heimili hans og var honum ekið út fyrir bæinn að námu, þar sem ökklaband hans sem innihélt staðsetningartæki fannst. Nú er komið í ljós að hann er í Sádi-Arabíu. Rannsakendur telja embættismenn hafa útvegað honum falsað vegabréf og flutt hann úr landi í einkaflugvél. Ráðamenn hafi hjálpað honum að flýja frá Bandaríkjunum. Þingmenn Oregon telja að ráðamenn Sádi-Arabíu hafi hjálpað minnst fimm ungum Sádum að flýja frá Bandaríkjunum í aðdraganda réttarhalda þar sem þeir hafa verið sakaði um ýmsa glæpi. Abdulaziz Al Duways var handtekinn í Oregon árið 2014 og var hann sakaður um að hafa byrlað ungri konu ólyfjan og nauðgað henni. Skömmu eftir að ræðisskrifstofa Sáda fékk hann lausan gegn tryggingu hvarf hann.Daily Beast segir sama lögfræðinginn hafa unnið fyrir fjóra af mönnunum fimm. Þá segir í umfjöllun miðilsins að flestir þeirra 60 þúsund Sáda sem stundi nám í Bandaríkjunum séu á styrkjum frá yfirvöldum Sádi-Arabíu.Þá hafa fregnir borist af sambærilegum hvörfum Sáda í Ohio, Kaliforníu og í Kanada. Talið er ólíklegt að hægt verði að ná mönnunum aftur til Bandaríkjanna þar sem Bandaríkin og Sádi-Arabía hafa ekki gert framsalsamning sín á milli.Meðal þess sem þingmenn Oregon eru að skoða er að koma í veg fyrir að erlendum ríkisborgurum sem hafi verið handteknir verði sleppt úr haldi gegn Tryggingu. NBC News ræddu við móður Smart, Fawn Lengvenis, en sjá má umfjöllun þeirra hér að neðan.
Bandaríkin Sádi-Arabía Mest lesið Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Innlent Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Innlent Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Innlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Erlent Svört skýrsla komi ekki á óvart Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Fleiri fréttir Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Rússneskur skipstjóri ákærður fyrir skipaáreksturinn banvæna Hefndardráp, ofbeldi og áróður í Sýrlandi Níu mánaða geimferð sem átti að taka átta daga lýkur Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Sjá meira