Bandaríkin slíta eldflaugasáttmála við Rússland Samúel Karl Ólason skrifar 1. febrúar 2019 14:49 Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna. AP/Andrew Harnik Ríkisstjórn Donald Trump ætla að slíta Eldflaugasáttmála á milli Bandaríkjanna og Rússlands á morgun. Sáttmálinn kallast Intermediate-Range Nuclear Treaty (INF) og hefur hann verið við lýði frá tímum kalda stríðsins. Sáttmálinn felur í sér bann við framleiðslu og notkun meðaldrægra (500 til 5000 kílómetrar) eldflauga sem borið geta kjarnorkuvopn og skotið er frá jörðinni. Sáttmálinn nær ekki yfir eldflaugar skotið er frá skipum, kafbátum eða flugvélum. Bandaríkin og Atlantshafsbandalagið hafa lengi sagt Rússa brjóta gegn sáttmálanum. Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, tilkynnti ákvörðunina í dag og sagði brot Rússa á sáttmálanum ógna öryggi milljóna í Evrópu og Bandaríkjunum. Hann sagði Bandaríkin hafa veitt Rússum nægan tíma til að breyta hegðun sinni og fara eftir sáttmálanum á nýjan leik. Það hefðu yfirvöld Rússlands ekki gert. CNN vitnar í yfirlýsingu frá Trump þar sem hann segir Bandaríkin hafa fylgt skilyrðum sáttmálans í rúm 30 ár. Það yrði þó ekki lengur á meðan Rússar gerðu það ekki.„Við getum ekki verið eina þjóð heimsins sem er bundin af þessum sáttmála eða öðrum,“ sagði Trump. Forsvarsmenn Atlantshafsbandalagsins hafa sent frá sér tilkynningu þar sem þeir segjast styðja ákvörðun Bandaríkjanna að fullu því Rússar hafi neitað að fylgja sáttmálanum.Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO, lýsti yfir stuðningi við ákvörðun Bandaríkjanna í tísti í dag.Russia is in material breach of the #INFTreaty & must use next 6 months to return to full & verifiable compliance or bear sole responsibility for its demise. #NATO fully supports the US suspension & notification of withdrawal from the Treaty: https://t.co/VOhUB0HoAdpic.twitter.com/28Rwicqr8o — Jens Stoltenberg (@jensstoltenberg) February 1, 2019 Ríkisstjórn Vladimir Pútín, forseta Rússlands, segist saklaus og hefur sömuleiðis sakað Bandaríkjamenn um að brjóta gegn sáttmálanum. Pútín vísaði í eldflaugavarnarkerfi Bandaríkjanna í Rúmeníu í fyrra og sagði auðvelt að breyta því svo hægt væri að skjóta meðaldrægum eldflaugum með því. Þá sagði hann sömuleiðis að Rússar myndu bregðast við ef Bandaríkin kæmu kjarnorkuvopnum á meðaldrægum eldflaugum fyrir í Evrópu og kjarnorkuvopnum Rússlands yrði miðað á þau ríki sem hýstu þau vopn.Embættismenn í Evrópu og sérfræðingar telja mögulegt að upplausn sáttmálans muni leiða til nýs vopnakapphlaups á milli Bandaríkjanna og Rússlands. Bæði Bandaríkin og Rússlands hafa þó gagnrýnt INF-sáttmálann á undanförnum árum vegna þess að aðrar þjóðir, og þá sérstaklega Kína, séu ekki aðilar að honum. Kínverjum hafi verið frjálst að þróa og framleiða meðaldrægar flaugar að vild. Þá hafa Kínverjar komið slíkum eldflaugum fyrir í Asíu og Suður-Kínahafi. Eins og er hafa Bandaríkin ekki burði til að sporna gegn þeim eldflaugum vegna INF-sáttmálans. Trump hefur sagt að hann vilji gera nýjan sáttmála og þá á milli Bandaríkjanna, Rússlands og Kína. Hann hefur sömuleiðis gefið í skyn að hann væri alls ekki hræddur við nýtt vopnakapphlaup. Bandaríkin NATO Rússland Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Jane Goodall látin Erlent Fleiri fréttir Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Sjá meira
Ríkisstjórn Donald Trump ætla að slíta Eldflaugasáttmála á milli Bandaríkjanna og Rússlands á morgun. Sáttmálinn kallast Intermediate-Range Nuclear Treaty (INF) og hefur hann verið við lýði frá tímum kalda stríðsins. Sáttmálinn felur í sér bann við framleiðslu og notkun meðaldrægra (500 til 5000 kílómetrar) eldflauga sem borið geta kjarnorkuvopn og skotið er frá jörðinni. Sáttmálinn nær ekki yfir eldflaugar skotið er frá skipum, kafbátum eða flugvélum. Bandaríkin og Atlantshafsbandalagið hafa lengi sagt Rússa brjóta gegn sáttmálanum. Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, tilkynnti ákvörðunina í dag og sagði brot Rússa á sáttmálanum ógna öryggi milljóna í Evrópu og Bandaríkjunum. Hann sagði Bandaríkin hafa veitt Rússum nægan tíma til að breyta hegðun sinni og fara eftir sáttmálanum á nýjan leik. Það hefðu yfirvöld Rússlands ekki gert. CNN vitnar í yfirlýsingu frá Trump þar sem hann segir Bandaríkin hafa fylgt skilyrðum sáttmálans í rúm 30 ár. Það yrði þó ekki lengur á meðan Rússar gerðu það ekki.„Við getum ekki verið eina þjóð heimsins sem er bundin af þessum sáttmála eða öðrum,“ sagði Trump. Forsvarsmenn Atlantshafsbandalagsins hafa sent frá sér tilkynningu þar sem þeir segjast styðja ákvörðun Bandaríkjanna að fullu því Rússar hafi neitað að fylgja sáttmálanum.Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO, lýsti yfir stuðningi við ákvörðun Bandaríkjanna í tísti í dag.Russia is in material breach of the #INFTreaty & must use next 6 months to return to full & verifiable compliance or bear sole responsibility for its demise. #NATO fully supports the US suspension & notification of withdrawal from the Treaty: https://t.co/VOhUB0HoAdpic.twitter.com/28Rwicqr8o — Jens Stoltenberg (@jensstoltenberg) February 1, 2019 Ríkisstjórn Vladimir Pútín, forseta Rússlands, segist saklaus og hefur sömuleiðis sakað Bandaríkjamenn um að brjóta gegn sáttmálanum. Pútín vísaði í eldflaugavarnarkerfi Bandaríkjanna í Rúmeníu í fyrra og sagði auðvelt að breyta því svo hægt væri að skjóta meðaldrægum eldflaugum með því. Þá sagði hann sömuleiðis að Rússar myndu bregðast við ef Bandaríkin kæmu kjarnorkuvopnum á meðaldrægum eldflaugum fyrir í Evrópu og kjarnorkuvopnum Rússlands yrði miðað á þau ríki sem hýstu þau vopn.Embættismenn í Evrópu og sérfræðingar telja mögulegt að upplausn sáttmálans muni leiða til nýs vopnakapphlaups á milli Bandaríkjanna og Rússlands. Bæði Bandaríkin og Rússlands hafa þó gagnrýnt INF-sáttmálann á undanförnum árum vegna þess að aðrar þjóðir, og þá sérstaklega Kína, séu ekki aðilar að honum. Kínverjum hafi verið frjálst að þróa og framleiða meðaldrægar flaugar að vild. Þá hafa Kínverjar komið slíkum eldflaugum fyrir í Asíu og Suður-Kínahafi. Eins og er hafa Bandaríkin ekki burði til að sporna gegn þeim eldflaugum vegna INF-sáttmálans. Trump hefur sagt að hann vilji gera nýjan sáttmála og þá á milli Bandaríkjanna, Rússlands og Kína. Hann hefur sömuleiðis gefið í skyn að hann væri alls ekki hræddur við nýtt vopnakapphlaup.
Bandaríkin NATO Rússland Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Jane Goodall látin Erlent Fleiri fréttir Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Sjá meira