Neita að borga girðingu uns dómsmáli um rétt til smölunar lýkur Garðar Örn Úlfarsson skrifar 18. febrúar 2019 06:30 Ragnar Aðalsteinsson, lögmaður Gunnars Jónssonar. Vísir/Baldur Gunnar Jónsson, eigandi jarðarinnar Króks í Norðurárdal, er ósáttur við að Borgarbyggð hefur ekki greitt honum hlut sveitarfélagsins í kostnaði vegna girðingar á landi hans. Gunnar hefur deilt við sveitarfélagið vegna reksturs á fé í gegn um land hans í tengslum við smölun á haustin. „Það er töluvert stórt mál að loka fyrir leið eins stærsta fjársafns á landinu af afrétti,“ sagði Gunnlaugur A. Júlíusson, sveitarstjóri Borgarbyggðar, í Fréttablaðinu í nóvember 2017. Gunnar vill viðurkenningu dómstóla á því að sveitarfélagið geti ekki heimilað bændum að fara með fé af fjalli um lönd Króks. Ragnar Aðalsteinsson, lögmaður Gunnars, gerir í bréfi kröfu um að Borgarbyggð greiði Gunnari áttatíu prósent af girðingarkostnaðinum, 5,7 milljónir króna, og 400 þúsund í lögmannskostnað. Byggðarráð hafi samþykkt að greiða kröfuna en í stað þess að senda greiðsluna hafi hún verið borguð inn á geymslureikning „þar til niðurstaða liggi fyrir um óskylt efni, það er afnotarétt og eða umferðarrétt um land Króks“. „Þér tókuð þátt í að ákveða girðingarstæðið með þátttöku í matsnefndinni sem ákvað það lögum samkvæmt. Því er of seint að gera fyrirvara um girðinguna,“ skrifar lögmaðurinn. Dómsmálið sem Borgarbyggð vísi til fjalli ekki með neinum hætti um girðingarmálið og breyti engu um skyldu sveitarfélagsins til að taka þátt í kostnaðinum við girðinguna. „Byggðarráð vekur athygli á því að dómsmáli vegna hefðarréttar á hluta af landinu er ekki lokið og ekki liggur fyrir lokaúttekt á verkinu svo sem vegna staðsetningar og gerðar girðingar,“ ítrekar byggðarráðið. Aðalmeðferð í nefndu dómsmáli verður í Héraðsdómi Vesturlands 11. mars næstkomandi. Birtist í Fréttablaðinu Borgarbyggð Dómsmál Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Fleiri fréttir „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Sjá meira
Gunnar Jónsson, eigandi jarðarinnar Króks í Norðurárdal, er ósáttur við að Borgarbyggð hefur ekki greitt honum hlut sveitarfélagsins í kostnaði vegna girðingar á landi hans. Gunnar hefur deilt við sveitarfélagið vegna reksturs á fé í gegn um land hans í tengslum við smölun á haustin. „Það er töluvert stórt mál að loka fyrir leið eins stærsta fjársafns á landinu af afrétti,“ sagði Gunnlaugur A. Júlíusson, sveitarstjóri Borgarbyggðar, í Fréttablaðinu í nóvember 2017. Gunnar vill viðurkenningu dómstóla á því að sveitarfélagið geti ekki heimilað bændum að fara með fé af fjalli um lönd Króks. Ragnar Aðalsteinsson, lögmaður Gunnars, gerir í bréfi kröfu um að Borgarbyggð greiði Gunnari áttatíu prósent af girðingarkostnaðinum, 5,7 milljónir króna, og 400 þúsund í lögmannskostnað. Byggðarráð hafi samþykkt að greiða kröfuna en í stað þess að senda greiðsluna hafi hún verið borguð inn á geymslureikning „þar til niðurstaða liggi fyrir um óskylt efni, það er afnotarétt og eða umferðarrétt um land Króks“. „Þér tókuð þátt í að ákveða girðingarstæðið með þátttöku í matsnefndinni sem ákvað það lögum samkvæmt. Því er of seint að gera fyrirvara um girðinguna,“ skrifar lögmaðurinn. Dómsmálið sem Borgarbyggð vísi til fjalli ekki með neinum hætti um girðingarmálið og breyti engu um skyldu sveitarfélagsins til að taka þátt í kostnaðinum við girðinguna. „Byggðarráð vekur athygli á því að dómsmáli vegna hefðarréttar á hluta af landinu er ekki lokið og ekki liggur fyrir lokaúttekt á verkinu svo sem vegna staðsetningar og gerðar girðingar,“ ítrekar byggðarráðið. Aðalmeðferð í nefndu dómsmáli verður í Héraðsdómi Vesturlands 11. mars næstkomandi.
Birtist í Fréttablaðinu Borgarbyggð Dómsmál Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Fleiri fréttir „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels