Árásarmanninn hleypti af skotum í iðnaðarhverfi í borginni Aurora sem er um það bil í 65 kílómetra fjarlægð frá Chicago. Sérsveitin og bandaríska alríkislögreglan FBI tóku þátt í lögregluaðgerðinni.
Borgaryfirvöld í Aurora lýstu yfir hættuástandi laust eftir klukkan átta í gærkvöldi vegna byssumannsins sem þá gekk laus. Í tilkynningu frá borgaryfirvöldum kom fram að það hefði tekið lögreglu rúma klukkustund að handtaka árásarmanninn en Kristen Ziman, lögreglustjóri í Aurora, sagði á blaðamannafundi seinna um kvöldið að árásarmaðurinn hefði látist í átökunum. Þá greindi hún einnig frá því að nafn mannsins hafi verið Gary Martin sem var 45 ára.
Talið er að skotárásin hafi átt sér stað í fyrirtækinu Henry Pratt en heimildir breska ríkisútvarpsins BBC herma að árásarmaðurinn hafi verið starfsmaður.
Fréttin var uppfærð með nýjustu upplýsingum kl. 00:15

We have an active shooter incident at 641 Archer Av. This is an active scene. Please avoid the area
— Aurora (IL) Police (@AuroraPoliceIL) February 15, 2019