Kulnun í starfi vaxandi vandamál Jóhann K. Jóhannsson skrifar 15. febrúar 2019 20:00 Þrjátíu til þrjátíu og fimm prósent þeirra sem hafa leitað sér aðstoðar í heilbrigðiskerfinu vegna kulnunar í starfi hafa ekki snúið aftur á vinnumarkaðinn. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn í Svíþjóð og er unnin af íslenskum prófessor. Kulnun í starfi er vaxandi vandamál í íslensku þjóðfélagi og sést það einna helst í ásókn launþega í styrktarsjóði hjá stéttarfélögum á vinnumarkaði og vinnuslys opinberra starfsmanna fer fjölgandi. Ingibjörg Jónsdóttir, prófessor og forstöðumaður streiturannsóknarstofnunar Gautaborgar í Svíþjóð vinnur að rannsókn um kulnun í starfi og hefur í tæpan áratug fylgt eftir einstaklingum sem hafa leitað sér hjálpar vegna kulnunar.Ingibjörg Jónsdóttir, prófessor og forstöðumaður streiturannsóknarstofnunar Gautborgar greindi frá niðurstöðum rannsóknar sem hún hefur unnið að um kulnun í starfi.Vísir/Sigurjón30-35% þeirra sem leitað sér hafa hjálpar vegna kulnunar hafa ekki snúið til baka „Helstu niðurstöður hvað varðar sjúklinga sem að hafa orðið fyrir kulnun eru áhyggjuefni mundi ég segja vegna þess að við höfum verið að fylgja eftir sjúklingum í sjö ár eftir að þeir sóttu hjálpar í heilbrigðiskerfinu og við erum að sjá að hluti þessa fólks, 30 til 35% eru bara ekki búin að ná sér,“ segir Ingibjörg. Ingibjörg ræddi niðurstöður sínar á málþingi sem BSRB stóð fyrir í dag en streituvaldar í atvinnulífinu með áherslu á skilyrði á vinnustað, vinnuhópa og einstaklinga var til umfjöllunar auk orsakavalda og einkenni kulnunar ásamt úrræðum á sviði forvarna og meðferðar.Ingibjörg Jónsdóttir, prófessor og forstöðumaður streiturannsóknardeildar Gautaborgar á málþingi um kulnun í starfi.Vísir/SigurjónKulnun viðurkennt vandamál hjá atvinnurekendum „Já, umræðan hefur verið mjög mikil og ég held að allir séu sammála um að það þurfi að grípa til aðgerða til þess að reyna að fyrirbyggja þennan mikla vanda. Hins vegar eins og kom svo skýrt fram í erindi Ingibjargar í morgun að þá erum við kannski líka að skilgreina streitu sem kulnun og við verðum að varast að falla í þá gryfju," segir Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB.Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB. Verkalýðsfélagið stóð fyrir málþingi um kulnun í starfi í dag.Vísir/Stöð 2Hvað hópur er líklegastur til þess að fá kulnun í starf? Það er fyrst og fremst fólk sem er að vinna með fólk. Fólk innan heilbrigðisþjónustunnar, þetta eru kennarar, háskólastarfsmenn, stjórnendur og þeir sem eru að vinna innan félagsþjónustunnar," segir Ingibjörg.En er kulnun eitthvað nýtt í samfélaginu?„Þetta er ekkert nýtt,“ segir Ingibjörg að lokum. Félagsmál Heilbrigðismál Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Erum að vakna upp við vondan draum Rannsóknir í Evrópu og í Bandaríkjunum benda til að hátt í 60 prósent forfalla á vinnumarkaði megi rekja til streitu. Engin ástæða er til að halda að annað gildi um íslenskan vinnumarkað. 13. desember 2018 08:00 Allt að 35% þeirra sem fá kulnun í starfi hafa ekki náð sér samkvæmt nýrri rannsókn "Helstu niðurstöður hvað varðar sjúklinga sem að hafa orðið fyrir kulnun eru áhyggjuefni vegna þess að við höfum verið að fylgja eftir sjúklingum í sjö ár eftir að þeir sóttu hjálpar í heilbrigðiskerfinu og við erum að sjá að hluti þessa fólks, 30 til 35% eru bara ekki búin að ná sér,“ segir prófessor og forstöðumaður streiturannsóknarstofnunar Gautaborgar 15. febrúar 2019 11:52 Mest lesið Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira
Þrjátíu til þrjátíu og fimm prósent þeirra sem hafa leitað sér aðstoðar í heilbrigðiskerfinu vegna kulnunar í starfi hafa ekki snúið aftur á vinnumarkaðinn. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn í Svíþjóð og er unnin af íslenskum prófessor. Kulnun í starfi er vaxandi vandamál í íslensku þjóðfélagi og sést það einna helst í ásókn launþega í styrktarsjóði hjá stéttarfélögum á vinnumarkaði og vinnuslys opinberra starfsmanna fer fjölgandi. Ingibjörg Jónsdóttir, prófessor og forstöðumaður streiturannsóknarstofnunar Gautaborgar í Svíþjóð vinnur að rannsókn um kulnun í starfi og hefur í tæpan áratug fylgt eftir einstaklingum sem hafa leitað sér hjálpar vegna kulnunar.Ingibjörg Jónsdóttir, prófessor og forstöðumaður streiturannsóknarstofnunar Gautborgar greindi frá niðurstöðum rannsóknar sem hún hefur unnið að um kulnun í starfi.Vísir/Sigurjón30-35% þeirra sem leitað sér hafa hjálpar vegna kulnunar hafa ekki snúið til baka „Helstu niðurstöður hvað varðar sjúklinga sem að hafa orðið fyrir kulnun eru áhyggjuefni mundi ég segja vegna þess að við höfum verið að fylgja eftir sjúklingum í sjö ár eftir að þeir sóttu hjálpar í heilbrigðiskerfinu og við erum að sjá að hluti þessa fólks, 30 til 35% eru bara ekki búin að ná sér,“ segir Ingibjörg. Ingibjörg ræddi niðurstöður sínar á málþingi sem BSRB stóð fyrir í dag en streituvaldar í atvinnulífinu með áherslu á skilyrði á vinnustað, vinnuhópa og einstaklinga var til umfjöllunar auk orsakavalda og einkenni kulnunar ásamt úrræðum á sviði forvarna og meðferðar.Ingibjörg Jónsdóttir, prófessor og forstöðumaður streiturannsóknardeildar Gautaborgar á málþingi um kulnun í starfi.Vísir/SigurjónKulnun viðurkennt vandamál hjá atvinnurekendum „Já, umræðan hefur verið mjög mikil og ég held að allir séu sammála um að það þurfi að grípa til aðgerða til þess að reyna að fyrirbyggja þennan mikla vanda. Hins vegar eins og kom svo skýrt fram í erindi Ingibjargar í morgun að þá erum við kannski líka að skilgreina streitu sem kulnun og við verðum að varast að falla í þá gryfju," segir Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB.Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB. Verkalýðsfélagið stóð fyrir málþingi um kulnun í starfi í dag.Vísir/Stöð 2Hvað hópur er líklegastur til þess að fá kulnun í starf? Það er fyrst og fremst fólk sem er að vinna með fólk. Fólk innan heilbrigðisþjónustunnar, þetta eru kennarar, háskólastarfsmenn, stjórnendur og þeir sem eru að vinna innan félagsþjónustunnar," segir Ingibjörg.En er kulnun eitthvað nýtt í samfélaginu?„Þetta er ekkert nýtt,“ segir Ingibjörg að lokum.
Félagsmál Heilbrigðismál Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Erum að vakna upp við vondan draum Rannsóknir í Evrópu og í Bandaríkjunum benda til að hátt í 60 prósent forfalla á vinnumarkaði megi rekja til streitu. Engin ástæða er til að halda að annað gildi um íslenskan vinnumarkað. 13. desember 2018 08:00 Allt að 35% þeirra sem fá kulnun í starfi hafa ekki náð sér samkvæmt nýrri rannsókn "Helstu niðurstöður hvað varðar sjúklinga sem að hafa orðið fyrir kulnun eru áhyggjuefni vegna þess að við höfum verið að fylgja eftir sjúklingum í sjö ár eftir að þeir sóttu hjálpar í heilbrigðiskerfinu og við erum að sjá að hluti þessa fólks, 30 til 35% eru bara ekki búin að ná sér,“ segir prófessor og forstöðumaður streiturannsóknarstofnunar Gautaborgar 15. febrúar 2019 11:52 Mest lesið Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira
Erum að vakna upp við vondan draum Rannsóknir í Evrópu og í Bandaríkjunum benda til að hátt í 60 prósent forfalla á vinnumarkaði megi rekja til streitu. Engin ástæða er til að halda að annað gildi um íslenskan vinnumarkað. 13. desember 2018 08:00
Allt að 35% þeirra sem fá kulnun í starfi hafa ekki náð sér samkvæmt nýrri rannsókn "Helstu niðurstöður hvað varðar sjúklinga sem að hafa orðið fyrir kulnun eru áhyggjuefni vegna þess að við höfum verið að fylgja eftir sjúklingum í sjö ár eftir að þeir sóttu hjálpar í heilbrigðiskerfinu og við erum að sjá að hluti þessa fólks, 30 til 35% eru bara ekki búin að ná sér,“ segir prófessor og forstöðumaður streiturannsóknarstofnunar Gautaborgar 15. febrúar 2019 11:52