Mislingafaraldur hefur orðið að minnsta kosti 922 börnum og ungmennum að aldurtila á Madagaskar frá því í október. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) segir að um opinberar tölur sé að ræða en að þær segi líklega ekki söguna alla.
Alls hafa að minnsta kosti 66.000 manns smitast af mislingum á undanförnum mánuðum, að sögn Katrínar Kretsinger hjá bólusetningarverkefni WHO.
Aðeins um 58% íbúar á Madagaskar, sem er eitt fátækasta ríki Afríku, hafa verið bólusett fyrir mislingum. WHO hefur staðið fyrir neyðarbólusetningarátaki á afrísku eyjunni og hafa um 2,2 milljónir af 26 milljónum landsmanna verið bólusettar í því, að sögn Reuters-fréttastofunnar.
Viðvarandi vannæring barna á eyjunni er talin auka líkurnar á alvarlegum fylgikvillum og jafnvel dauða af völdum mislingasmits.
![](https://www.visir.is/vaktin/content/flags/2017-09-07T144452.760Z-haukar.png)
![](https://www.visir.is/vaktin/content/flags/2025-02-14T125946.545Z-2021-10-15T150140.503Z-Jeruzalem_Ormoz.png)