El Chapo líklegast sendur í „hátækniútgáfu af helvíti“ Samúel Karl Ólason skrifar 14. febrúar 2019 18:34 Öryggisgæsla í fangelsinu, sem ber heitið Administrative Maximum Facility, eða ADX, er gífurleg og fyrrverandi starfsmenn þess segja ekkert gerast þar án leyfis fangavarða. Vísir/AP Glæpaforinginn Joaquin Guzman, eða „El Chapo“ er þekktur fyrir að hafa brotist tvisvar sinnum úr fanglesi í Mexíkó. Hann mun þó líklega verja ævi sinni í fangelsi í Bandaríkjunum sem enginn hefur flúið úr frá því það var opnað árið 1994. Öryggisgæsla í fangelsinu, sem ber heitið Administrative Maximum Facility, eða ADX, er gífurleg og fyrrverandi starfsmenn þess segja ekkert gerast þar án leyfis fangavarða. Guzman hefur verið sakfelldur fyrir rekstur umfangsmikilla glæpasamtaka í Mexíkó en dómsuppkvaðning hefur ekki farið fram enn. Sérfræðingar búast þó við því að hann muni sitja inni út ævi sína og þá í ADX, samkvæmt AP fréttaveitunni.Sjá einnig: El Chapo sakfelldurEinn fyrrverandi fangavörður sem ræddi við Washington Post segir að eina leiðin til að sleppa úr ADX sé fá fangelsisstjórann með sér í lið. Þar eru um 400 fangar og þar er hæsta hlutfall fangavarða gagnvart föngum í Bandaríkjunum.Hér má sjá hvernig fangaklefar ADX líta út.Vísir/APADX hefur verið lýst sem fangelsi fyrir hættulegustu og alræmdustu glæpamenn heimsins og er staðsett Klettafjöllunum í Colorado. Sérfræðingar sem fjölmiðlar ytra hafa rætt við hafa farið mörgum orðum um fangelsið. „Alcatraz Klettafjallanna“, „Fangelsi allra fangelsa“ og „hátækniútgáfu af helvíti“ er meðal þess sem fangelsið hefur verið kallað á undanförnum dögum. Þeir Ted Kaczynski, Terry Nichols, Robert Hanssen og Zacarias Moussaoui eru meðal þeirra sem sitja þar inni. Lögmaðurinn Allan Kaiser vann á árum áður fyrir Sal Magluta sem var dæmdur í 200 ára fangelsi fyrir að leiða stærðarinnar glæpasamtök í Flórída. Hann heimsótti skjólstæðing sinn reglulega í ADX og segist aldrei hafa séð annan fanga þar. Hann segist þó muna sérstaklega eftir þögninni þar og hún hafi verið algjör. Fangar í ADX eru læstir inni í smáum klefum (2,1m x 3,7m) í 23 klukkustundir á sólarhring þar sem ekkert er nema lítið rúm og klósett. Þeir verja mestum tíma sínum í einangrun og hafa mannréttindasamtökin Amnesty International gagnrýnt fangelsið fyrir það hve einangrun fanga sé mikil. Þeir upplifi stundum marga daga án þess að rætt sé við þá. Flestir fangar fá þó sjónvarp.Fangar fá ekki að snerta þá gesti sem til þeirra koma og Amnesty segir að fangar verji árum án þess að snerta aðra manneskju, sé ekki tekið tillit til þess þegar fangaverðir setja fjötra á þá og fylgja þeim um fangelsið. Bandaríkin Mexíkó Tengdar fréttir El Chapo sagður hafa greitt forseta Mexíkó 100 milljónir dala Guzman var einn alræmdasti fíkniefnasmyglari heims áður en hann var handsamaður. Glæpagengi hans smyglaði kókaíni, heróíni og amfetamíni frá Mexíkó til Bandaríkjanna. 15. janúar 2019 23:12 Þóttist vera rússneskur mafíósi til að snúa tölvusérfræðingi El Chapo Svo virðist sem að tölvusérfræðingur mexíkóska eiturlyfjabarónsins Joaquín Guzmán Loera, betur þekktur sem El Chapo, hafi gegnt lykilhlutverki í árangursríkri aðgerð bandarísku alríkislögreglunnar FBI við að handtaka El Chapo og brjóta á bak aftur umfangsmikla glæpastarfsemi hans 9. janúar 2019 13:43 El Chapo sakfelldur Glæpaforinginn Joaquin Guzman, sem er betur þekktur sem El-Chapo, hefur verið sakfelldur í New York. 12. febrúar 2019 17:59 Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Fleiri fréttir Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Sjá meira
Glæpaforinginn Joaquin Guzman, eða „El Chapo“ er þekktur fyrir að hafa brotist tvisvar sinnum úr fanglesi í Mexíkó. Hann mun þó líklega verja ævi sinni í fangelsi í Bandaríkjunum sem enginn hefur flúið úr frá því það var opnað árið 1994. Öryggisgæsla í fangelsinu, sem ber heitið Administrative Maximum Facility, eða ADX, er gífurleg og fyrrverandi starfsmenn þess segja ekkert gerast þar án leyfis fangavarða. Guzman hefur verið sakfelldur fyrir rekstur umfangsmikilla glæpasamtaka í Mexíkó en dómsuppkvaðning hefur ekki farið fram enn. Sérfræðingar búast þó við því að hann muni sitja inni út ævi sína og þá í ADX, samkvæmt AP fréttaveitunni.Sjá einnig: El Chapo sakfelldurEinn fyrrverandi fangavörður sem ræddi við Washington Post segir að eina leiðin til að sleppa úr ADX sé fá fangelsisstjórann með sér í lið. Þar eru um 400 fangar og þar er hæsta hlutfall fangavarða gagnvart föngum í Bandaríkjunum.Hér má sjá hvernig fangaklefar ADX líta út.Vísir/APADX hefur verið lýst sem fangelsi fyrir hættulegustu og alræmdustu glæpamenn heimsins og er staðsett Klettafjöllunum í Colorado. Sérfræðingar sem fjölmiðlar ytra hafa rætt við hafa farið mörgum orðum um fangelsið. „Alcatraz Klettafjallanna“, „Fangelsi allra fangelsa“ og „hátækniútgáfu af helvíti“ er meðal þess sem fangelsið hefur verið kallað á undanförnum dögum. Þeir Ted Kaczynski, Terry Nichols, Robert Hanssen og Zacarias Moussaoui eru meðal þeirra sem sitja þar inni. Lögmaðurinn Allan Kaiser vann á árum áður fyrir Sal Magluta sem var dæmdur í 200 ára fangelsi fyrir að leiða stærðarinnar glæpasamtök í Flórída. Hann heimsótti skjólstæðing sinn reglulega í ADX og segist aldrei hafa séð annan fanga þar. Hann segist þó muna sérstaklega eftir þögninni þar og hún hafi verið algjör. Fangar í ADX eru læstir inni í smáum klefum (2,1m x 3,7m) í 23 klukkustundir á sólarhring þar sem ekkert er nema lítið rúm og klósett. Þeir verja mestum tíma sínum í einangrun og hafa mannréttindasamtökin Amnesty International gagnrýnt fangelsið fyrir það hve einangrun fanga sé mikil. Þeir upplifi stundum marga daga án þess að rætt sé við þá. Flestir fangar fá þó sjónvarp.Fangar fá ekki að snerta þá gesti sem til þeirra koma og Amnesty segir að fangar verji árum án þess að snerta aðra manneskju, sé ekki tekið tillit til þess þegar fangaverðir setja fjötra á þá og fylgja þeim um fangelsið.
Bandaríkin Mexíkó Tengdar fréttir El Chapo sagður hafa greitt forseta Mexíkó 100 milljónir dala Guzman var einn alræmdasti fíkniefnasmyglari heims áður en hann var handsamaður. Glæpagengi hans smyglaði kókaíni, heróíni og amfetamíni frá Mexíkó til Bandaríkjanna. 15. janúar 2019 23:12 Þóttist vera rússneskur mafíósi til að snúa tölvusérfræðingi El Chapo Svo virðist sem að tölvusérfræðingur mexíkóska eiturlyfjabarónsins Joaquín Guzmán Loera, betur þekktur sem El Chapo, hafi gegnt lykilhlutverki í árangursríkri aðgerð bandarísku alríkislögreglunnar FBI við að handtaka El Chapo og brjóta á bak aftur umfangsmikla glæpastarfsemi hans 9. janúar 2019 13:43 El Chapo sakfelldur Glæpaforinginn Joaquin Guzman, sem er betur þekktur sem El-Chapo, hefur verið sakfelldur í New York. 12. febrúar 2019 17:59 Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Fleiri fréttir Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Sjá meira
El Chapo sagður hafa greitt forseta Mexíkó 100 milljónir dala Guzman var einn alræmdasti fíkniefnasmyglari heims áður en hann var handsamaður. Glæpagengi hans smyglaði kókaíni, heróíni og amfetamíni frá Mexíkó til Bandaríkjanna. 15. janúar 2019 23:12
Þóttist vera rússneskur mafíósi til að snúa tölvusérfræðingi El Chapo Svo virðist sem að tölvusérfræðingur mexíkóska eiturlyfjabarónsins Joaquín Guzmán Loera, betur þekktur sem El Chapo, hafi gegnt lykilhlutverki í árangursríkri aðgerð bandarísku alríkislögreglunnar FBI við að handtaka El Chapo og brjóta á bak aftur umfangsmikla glæpastarfsemi hans 9. janúar 2019 13:43
El Chapo sakfelldur Glæpaforinginn Joaquin Guzman, sem er betur þekktur sem El-Chapo, hefur verið sakfelldur í New York. 12. febrúar 2019 17:59