Gekk til liðs við ISIS fimmtán ára og vill nú komast aftur heim Samúel Karl Ólason skrifar 13. febrúar 2019 23:48 Shamina Begum er hér lengst til hægri. Vísir/EPA Shamima Begum var fimmtán ára gömul þegar henni og tveimur vinkonum hennar tókst að ferðast frá Bretlandi til Sýrlands og ganga til liðs við Íslamska ríkið. Nú er hún nítján ára gömul, ólétt og vill komast aftur heim. Eiginmaður hennar er í haldi sýrlenskra Kúrda og tvö börn sem hún eignaðist eru látin. Hún segist þó ekki sjá eftir því að hafa farið til Sýrlands. Stúlkurnar þrjár yfirgáfu Bretland í febrúar árið 2015. Þær sögðu foreldrum sínum ekki hvað þær ætluðu sér að gera. Hinar tvær voru Amira Abase, sem einnig var fimmtán ára gömul, og Kadiza Sultana, sextán ára. Ein þeirra féll, samkvæmt Begum, í loftárás og ekki er vitað hvar sú þriðja er niðurkomin. Þegar þær komu til Raqqa, sem var höfuðborg kalífadæmis Íslamska ríkisins, bjuggu þær í húsi með öðrum stúlkum og ungum konum sem gengu til liðs við hryðjuverkasamtökin. Þar voru þær geymdar þar til eiginmaður fannst fyrir þær. Í viðtali við Times (áskriftarvefur) segir Begum að hún hafi sóst eftir því að giftast vígamanni sem talaði ensku og væri á aldrinum 20 til 25. Tíu dögum seinna giftist hún 27 ára manni frá Hollandi og var hún með honum þar til fyrir tveimur vikum.Þeim tókst að flýja frá bænum Baghuz sem er kallaður síðasti bær kalífadæmisins. Kúrdar og bandamenn þeirra eru nú nálægt því að sigra ISIS-liða þar með stuðningi Bandaríkjanna. Eftir að þau flúðu gafst eigimaður Begum upp og er hann nú í haldi regnhlífarsamtakanna Syrian Democratic Forces eða SDF, eins og hundruð annarra erlendra vígamanna ISIS. Begum er nú ásamt um 39 þúsund öðrum í flóttamannabúðum í norðurhluta Sýrlands og segist hún komin um níu mánuði á leið. Fyrsta barn hennar, tæplega tveggja ára stúlka, dó fyrir um mánuði síðan og annað barn hennar dó vegna vannæringar fyrir um þremur mánuðum.Sjá einnig: Fæddust í „ríki“ sem er ekki lengur til og eiga hvergi skjólBegum segist óttast um að þriðja barn hennar verði einnig veikt og því vilji hún komast aftur til Bretlands. Svo barnið gæti komist undir læknishendur. „Ég mun gera hvað sem ég þarf til að komast aftur heim og geta búið í friði með barni mínu.“ Það er þó alfarið óljóst hvort Begum muni komast heim. SDF er með hundruð erlendra vígamanna og erlendar eiginkonur vígamanna og börn þeirra í haldi. Hingað til hafa heimaríki þessa fólks ekki sýnt mikinn vilja til að taka á móti þeim aftur. Bandaríkin hafa þó á undanförnum vikum kallað eftir því að heimaríki fólksins taki ábyrgð á þeim en við litlar undirtektir. Ríkisstjórn Donald Trump hefur lýst því yfir að hermenn þeirra verði kallaðir heim til Bandaríkjanna eftir að kalífadæmið er fallið og óttast er að Óttast er að Kúrdar geti ekki staðið vörð um alla þessa fanga til lengri tíma og þá sérstaklega ef Tyrkir geri árásir á þá, eins og þeir hafa ítrekað hótað að gera. Því gætu þeir flúið. Bretland Sýrland Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Sjá meira
Shamima Begum var fimmtán ára gömul þegar henni og tveimur vinkonum hennar tókst að ferðast frá Bretlandi til Sýrlands og ganga til liðs við Íslamska ríkið. Nú er hún nítján ára gömul, ólétt og vill komast aftur heim. Eiginmaður hennar er í haldi sýrlenskra Kúrda og tvö börn sem hún eignaðist eru látin. Hún segist þó ekki sjá eftir því að hafa farið til Sýrlands. Stúlkurnar þrjár yfirgáfu Bretland í febrúar árið 2015. Þær sögðu foreldrum sínum ekki hvað þær ætluðu sér að gera. Hinar tvær voru Amira Abase, sem einnig var fimmtán ára gömul, og Kadiza Sultana, sextán ára. Ein þeirra féll, samkvæmt Begum, í loftárás og ekki er vitað hvar sú þriðja er niðurkomin. Þegar þær komu til Raqqa, sem var höfuðborg kalífadæmis Íslamska ríkisins, bjuggu þær í húsi með öðrum stúlkum og ungum konum sem gengu til liðs við hryðjuverkasamtökin. Þar voru þær geymdar þar til eiginmaður fannst fyrir þær. Í viðtali við Times (áskriftarvefur) segir Begum að hún hafi sóst eftir því að giftast vígamanni sem talaði ensku og væri á aldrinum 20 til 25. Tíu dögum seinna giftist hún 27 ára manni frá Hollandi og var hún með honum þar til fyrir tveimur vikum.Þeim tókst að flýja frá bænum Baghuz sem er kallaður síðasti bær kalífadæmisins. Kúrdar og bandamenn þeirra eru nú nálægt því að sigra ISIS-liða þar með stuðningi Bandaríkjanna. Eftir að þau flúðu gafst eigimaður Begum upp og er hann nú í haldi regnhlífarsamtakanna Syrian Democratic Forces eða SDF, eins og hundruð annarra erlendra vígamanna ISIS. Begum er nú ásamt um 39 þúsund öðrum í flóttamannabúðum í norðurhluta Sýrlands og segist hún komin um níu mánuði á leið. Fyrsta barn hennar, tæplega tveggja ára stúlka, dó fyrir um mánuði síðan og annað barn hennar dó vegna vannæringar fyrir um þremur mánuðum.Sjá einnig: Fæddust í „ríki“ sem er ekki lengur til og eiga hvergi skjólBegum segist óttast um að þriðja barn hennar verði einnig veikt og því vilji hún komast aftur til Bretlands. Svo barnið gæti komist undir læknishendur. „Ég mun gera hvað sem ég þarf til að komast aftur heim og geta búið í friði með barni mínu.“ Það er þó alfarið óljóst hvort Begum muni komast heim. SDF er með hundruð erlendra vígamanna og erlendar eiginkonur vígamanna og börn þeirra í haldi. Hingað til hafa heimaríki þessa fólks ekki sýnt mikinn vilja til að taka á móti þeim aftur. Bandaríkin hafa þó á undanförnum vikum kallað eftir því að heimaríki fólksins taki ábyrgð á þeim en við litlar undirtektir. Ríkisstjórn Donald Trump hefur lýst því yfir að hermenn þeirra verði kallaðir heim til Bandaríkjanna eftir að kalífadæmið er fallið og óttast er að Óttast er að Kúrdar geti ekki staðið vörð um alla þessa fanga til lengri tíma og þá sérstaklega ef Tyrkir geri árásir á þá, eins og þeir hafa ítrekað hótað að gera. Því gætu þeir flúið.
Bretland Sýrland Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Sjá meira