Bandaríkjamenn slökktu á „Tröllaverksmiðjunni“ fyrir þingkosningarnar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 26. febrúar 2019 23:15 Höfuðstöðvar fyrirtækisins Internet Research Agency, eða Tröllaverksmiðjunnar, í Pétursborg. Vísir/AP Bandaríski herinn kom í veg fyrir að starfsmenn „Tröllaverksmiðjunnar“ svokölluðu í St. Pétursborg í Rússlandi hefðu aðgang að internetinu í aðdraganda bandarísku þingkosninganna í vetur. Aðgerðin markar þáttaskil í tölvuvörnum Bandaríkjahers. Aðgerðirnar voru á vegum Miðstöðvar tölvuvarna Bandaríkjahers (US Cyber Command) en ráðist var gegn Internet Research Agency (IRA), sem nefnd hefur verið Tröllaverksmiðja Rússlands með vísun til nettrölla. Líkt og komið hefur fram í ákærum Robert Mueller, sérstaks saksóknara, er markmið starfsmanna IRA að hafa áhrif á stjórnmál annarra ríkja og kosningar. Þar á meðal í Bandaríkjunum.Sjá einnig: Upplýsingahernaður háður úr „Tröllaverksmiðju“ í PétursborgWashington Post hefur eftir fjölmörgum embættismönnum innan bandaríska stjórnkerfisins að markmið netárásar Bandaríkjahers á stofnunina hafi verið að koma í veg fyrir að starfsmönnum hennar tækist að hafa áhrif á þingkosningarnar í Bandaríkjunum.Stofnunin virðist hafa verið umfangsmikil í aðgerðum sínum til að hafa áhrif á bandarísku forsetakosningarnar árið 2016 en í aðdraganda og kjölfar þeirra kosninga keypti stofnunin rúmlega 3,500 auglýsingar á Facebook. Stærstum hluta þessa auglýsinga var ætlað að ýta undir kynþáttaólgu í Bandaríkjunum.„IRA var í raun bara fjarlægt af netinu,“ sagði einn heimildarmanna Washington Post. „Þeir lokuðu bara á þá.“Er þetta í fyrsta sinn sem Miðstöð tölvuvarna ræðst í slíkar aðgerðir frá því að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, undirritaði lög sem veitir bandaríska hernum leyfi til þess að ráðast í umfangsmeiri tölvuárásir en áður hefur tíðkast.Sjá einnig: Rússnesk „tröll“ ýttu undir kynþáttaólgu í BandaríkjunumÁrásin var gerð á kjördag og dagana eftir kjördag til þess að koma í veg fyrir að stofnunin gæti hafi herferð til þess að sá efasemdarfræjum um úrslit kosninganna.Rússnesku nettröllin beittu sér á samfélagsmiðlumVísir/Getty.Óvíst er hvort aðgerðin muni hafa mikil áhrif til langs tíma að sögn sérfræðinga sem Post ræðir við en engu að síður sé ljóst að aðgerðir Bandaríkjahers hafi farið verulega í taugarnar á forvarsmönnum IRA, sem og starfsmönnum sem gátu lítið annað gert en að kvarta til tölvudeildar vegna netleysis. Bandarískar njósnastofnanir telja fullvíst að stofnunin starfi á vegum rússneskra yfirvalda, en Yevgeniy Viktorovich Prigozhin sem sagður er fjármagna starfsemi stofnunarinnar, er náin samverkamaður Vladimír Pútín Rússlandsforseta.Sjá einnig:Nota falsfréttir til að grafa undan vestrænu lýðræðiÞetta er þó ekki í fyrsta sinn sem Miðstöð tölvuvarna Bandaríkjahers herjar á Tröllaverksmiðjunni.Í október á síðasta ári hófst herferðþar sem starfsmönnum IRA voru send skilaboð, tölvupóstar, smáskilaboð og ýmislegt fleira um að bandarískar njósnastofnanir hefðu upplýsingar um raunveruleg nöfn þeirra og að þeir ættu að halda sig fjarri því að blanda sér í málefni annarra ríkja.Er það sagt hafa orðið til þess að starfsmenn stofnunarinnar hafi farið fram á að framkvæmd yrði rannsókn á því innan stofnunarinnar hvort verið væri að leka persónulegum upplýsingum um starfsmenn hennar. Bandaríkin Rússarannsóknin Rússland Samfélagsmiðlar Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Bein útsending: Kynna nýtt 20 þúsund manna hverfi í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Sjá meira
Bandaríski herinn kom í veg fyrir að starfsmenn „Tröllaverksmiðjunnar“ svokölluðu í St. Pétursborg í Rússlandi hefðu aðgang að internetinu í aðdraganda bandarísku þingkosninganna í vetur. Aðgerðin markar þáttaskil í tölvuvörnum Bandaríkjahers. Aðgerðirnar voru á vegum Miðstöðvar tölvuvarna Bandaríkjahers (US Cyber Command) en ráðist var gegn Internet Research Agency (IRA), sem nefnd hefur verið Tröllaverksmiðja Rússlands með vísun til nettrölla. Líkt og komið hefur fram í ákærum Robert Mueller, sérstaks saksóknara, er markmið starfsmanna IRA að hafa áhrif á stjórnmál annarra ríkja og kosningar. Þar á meðal í Bandaríkjunum.Sjá einnig: Upplýsingahernaður háður úr „Tröllaverksmiðju“ í PétursborgWashington Post hefur eftir fjölmörgum embættismönnum innan bandaríska stjórnkerfisins að markmið netárásar Bandaríkjahers á stofnunina hafi verið að koma í veg fyrir að starfsmönnum hennar tækist að hafa áhrif á þingkosningarnar í Bandaríkjunum.Stofnunin virðist hafa verið umfangsmikil í aðgerðum sínum til að hafa áhrif á bandarísku forsetakosningarnar árið 2016 en í aðdraganda og kjölfar þeirra kosninga keypti stofnunin rúmlega 3,500 auglýsingar á Facebook. Stærstum hluta þessa auglýsinga var ætlað að ýta undir kynþáttaólgu í Bandaríkjunum.„IRA var í raun bara fjarlægt af netinu,“ sagði einn heimildarmanna Washington Post. „Þeir lokuðu bara á þá.“Er þetta í fyrsta sinn sem Miðstöð tölvuvarna ræðst í slíkar aðgerðir frá því að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, undirritaði lög sem veitir bandaríska hernum leyfi til þess að ráðast í umfangsmeiri tölvuárásir en áður hefur tíðkast.Sjá einnig: Rússnesk „tröll“ ýttu undir kynþáttaólgu í BandaríkjunumÁrásin var gerð á kjördag og dagana eftir kjördag til þess að koma í veg fyrir að stofnunin gæti hafi herferð til þess að sá efasemdarfræjum um úrslit kosninganna.Rússnesku nettröllin beittu sér á samfélagsmiðlumVísir/Getty.Óvíst er hvort aðgerðin muni hafa mikil áhrif til langs tíma að sögn sérfræðinga sem Post ræðir við en engu að síður sé ljóst að aðgerðir Bandaríkjahers hafi farið verulega í taugarnar á forvarsmönnum IRA, sem og starfsmönnum sem gátu lítið annað gert en að kvarta til tölvudeildar vegna netleysis. Bandarískar njósnastofnanir telja fullvíst að stofnunin starfi á vegum rússneskra yfirvalda, en Yevgeniy Viktorovich Prigozhin sem sagður er fjármagna starfsemi stofnunarinnar, er náin samverkamaður Vladimír Pútín Rússlandsforseta.Sjá einnig:Nota falsfréttir til að grafa undan vestrænu lýðræðiÞetta er þó ekki í fyrsta sinn sem Miðstöð tölvuvarna Bandaríkjahers herjar á Tröllaverksmiðjunni.Í október á síðasta ári hófst herferðþar sem starfsmönnum IRA voru send skilaboð, tölvupóstar, smáskilaboð og ýmislegt fleira um að bandarískar njósnastofnanir hefðu upplýsingar um raunveruleg nöfn þeirra og að þeir ættu að halda sig fjarri því að blanda sér í málefni annarra ríkja.Er það sagt hafa orðið til þess að starfsmenn stofnunarinnar hafi farið fram á að framkvæmd yrði rannsókn á því innan stofnunarinnar hvort verið væri að leka persónulegum upplýsingum um starfsmenn hennar.
Bandaríkin Rússarannsóknin Rússland Samfélagsmiðlar Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Bein útsending: Kynna nýtt 20 þúsund manna hverfi í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Sjá meira