Gagnrýnir lögreglu vegna birtingarbanns sem sett var á myndbandið Birgir Olgeirsson skrifar 26. febrúar 2019 16:20 Síðast sást til Jóns laugardaginn 9. febrúar. Lögreglan á Írlandi Blaðamaður írska dagblaðsins Independent setur spurningarmerki við það hvers vegna lögreglan á Írlandi setti birtingarbann á myndband, sem sýndi ferðir Jóns Þrastar Jónssonar, þangað til það hafði verið sýnt í írska sjónvarpsþættinum Crimecall í gærkvöldi. Blaðamaðurinn heitir Amy Molloy en hún veltir fyrir sér hvort að áhorf á Crimecall sé mikilvægara heldur en að finna manneskju sem er saknað. Síðast sást til Jóns þegar hann hélt út af Hótel Bonnington, hvar hann og unnusta hans dvöldu, að morgni laugardagsins 9. febrúar. Molloy segir lögregluna á Írlandi hafa sent fjölmiðlum umrætt myndband í gær en því fylgdi skilyrði, ekki mátti birta það fyrr en klukkan korter yfir tíu að írskum tíma í gærkvöldi. Ástæðan var sú að sýna átti myndbandið fyrst í Crimecall en þátturinn hófst klukkan 09.35. „Almenn skynsemi gefur til kynna að mikilvægt myndband úr öryggismyndavélum ætti að birta almenningi sem allra fyrst því það er birt til að afla upplýsinga,“ segir Molloy í grein sem hún birtir á vef Independent.Umrætt myndband má sjá hér fyrir neðan:Segja Crimecall mikilvægt við rannsókn mála Hún segir því spurningar vakna hvers vegna írska lögreglan hafi ákveðið að sitja á myndbandinu þar til það hafði verið sýnt í Crimecall sem írska ríkissjónvarpið RTÉ er með á dagskrá. Molloy segir lögregluna hafa sent skjáskot úr myndbandinu á fjölmiðla á sunnudag og því hafi hún að öllum líkindum haft myndböndin undir höndum þá. Lögreglan sendi hins vegar myndböndin á aðra fjölmiðla klukkan átta í gærkvöldi með fyrrgreindum fyrirvara. Í tilkynningunni til fjölmiðla sagði: „Lögreglan óskar á ný eftir upplýsingum frá almenningi sem varðar leit að hinum 41 árs gamla Jóni Jónssyni. Rannsókn málsins verður til umfjöllunar í Crimecall í kvöld. Athugið að bann er við birtingu á þessu myndefni þar til eftir klukkan 10.15pm.“ Þá sagði einnig í tilkynningunni að þátturinn Crimecall þjóni mikilvægum tilgangi við rannsókn lögreglu á ýmiskonar málum. Amy Molloy spyr sig hins vegar hvort það réttlæti að öðrum fjölmiðlum sé bannað að birta myndaefni sem gæti hjálpað til í svona viðkvæmu máli? „Eða var birtingarbannið sett á svo að Crimecall sæti eitt að því?,“ spyr Molloy.Comment: 'Are Crimecall ratings more important than finding a missing person?' https://t.co/klnP8nxMVk— Amy Molloy (@AmyMolloy9) February 26, 2019 Segir Crimecall áður hafa neitað birtingu Hún segir Crimecall rekið í almannaþágu, en hafi áður neitað að sýna myndbönd úr eftirlitsmyndavélum af því það hafði birst annarsstaðar. Molloy segir foreldra sína hafa orðið fyrir vopnuðu ráni fyrir fimm árum og náðist það á eftirlitsmyndavélar. Foreldrar hennar létu myndefnið í hendur dagblaðanna Independent og Herald í von um að það myndi hjálpa til við að finna ræningjana. Margir stigu fram með ábendingar sem leiddu þó ekki til handtöku. Foreldrar hennar höfðu því samband við Crimecall í von um að myndefnið yrði birt þar. Svarið sem þau fengu var hins vegar á þá leið að ólíklegt væri að það yrði sýnt í Crimecall því að myndefnið hefði verið sýnt annarsstaðar.Lögreglumenn á Írlandi.Vísir/GettyRTÉ segist ekki hafa beðið um birtingabann Amy Molloy tekur fram að fjölmiðlar keppist um að vera fyrstir með fréttirnar en þegar kemur að leit að manneskjum sem er saknað ætti það alls ekki að vera í forgangi. „Crimecall er sýnt á RTÉ, en það ætti ekki að hindra að aðrar stöðvar sýni mikilvægt myndefni af ótta við að það minnki áhorf,“ skrifar Molloy. Hún sendi fyrirspurn til RTÉ en svarið frá talsmanni fjölmiðilsins var á þá leið að lögreglan ráði því alfarið hvenær og hvernig myndefni úr öryggismyndavélum birtist í Crimecall. RTÉ hafi ekki farið fram á birtingarbannið. Þegar Molloy spurði lögregluna út í birtingarbannið barst henni svar á þá leið að vangaveltur hennar verði teknar til greina ef svipaðar aðstæður koma upp aftur. Sagðist lögreglan beita birtingarbanninu til að aðstoða fjölmiðilinn á meðan hagsmunir rannsóknarinnar væru verndaðir. Írland Leitin að Jóni Þresti Tengdar fréttir Írar biðja fyrir því að Jón Þröstur finnist Sautján dagar eru síðan Jón Þröstur Jónsson hvarf á Írlandi. Utanríkisráðherrar Íslands og Írlands ræddu málið á fundi sínum í gær. Bróðir Jóns Þrastar gengur húsa á milli í leit að bróður sínum. Hann finnur fyrir stuðningi Íra. 26. febrúar 2019 06:30 Birta upptökur úr öryggismyndavélum í von um ábendingar Írska lögreglan hefur birt upptökur úr öryggismyndavélum þar sem síðast sást til Jóns Þrastar Jónssonar sem hvarf í í Dublin þann 9. febrúar síðastliðinn. 25. febrúar 2019 23:14 Greina frá því að Jón hafi tapað hálfri milljón króna kvöldið áður en hann hvarf Írskir fjölmiðlar greina frá því í dag að talið sé að Jón Þröstur Jónsson, Íslendingurinn sem leitað hefur verið að í Dyflinni í rúmar tvær vikur, hafi tapað um 4.000 evrum, eða sem samsvarar um hálfri milljón íslenskra króna, í póker kvöldið áður en hvarf. 26. febrúar 2019 11:04 Mest lesið Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Erlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Fleiri fréttir Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Sjá meira
Blaðamaður írska dagblaðsins Independent setur spurningarmerki við það hvers vegna lögreglan á Írlandi setti birtingarbann á myndband, sem sýndi ferðir Jóns Þrastar Jónssonar, þangað til það hafði verið sýnt í írska sjónvarpsþættinum Crimecall í gærkvöldi. Blaðamaðurinn heitir Amy Molloy en hún veltir fyrir sér hvort að áhorf á Crimecall sé mikilvægara heldur en að finna manneskju sem er saknað. Síðast sást til Jóns þegar hann hélt út af Hótel Bonnington, hvar hann og unnusta hans dvöldu, að morgni laugardagsins 9. febrúar. Molloy segir lögregluna á Írlandi hafa sent fjölmiðlum umrætt myndband í gær en því fylgdi skilyrði, ekki mátti birta það fyrr en klukkan korter yfir tíu að írskum tíma í gærkvöldi. Ástæðan var sú að sýna átti myndbandið fyrst í Crimecall en þátturinn hófst klukkan 09.35. „Almenn skynsemi gefur til kynna að mikilvægt myndband úr öryggismyndavélum ætti að birta almenningi sem allra fyrst því það er birt til að afla upplýsinga,“ segir Molloy í grein sem hún birtir á vef Independent.Umrætt myndband má sjá hér fyrir neðan:Segja Crimecall mikilvægt við rannsókn mála Hún segir því spurningar vakna hvers vegna írska lögreglan hafi ákveðið að sitja á myndbandinu þar til það hafði verið sýnt í Crimecall sem írska ríkissjónvarpið RTÉ er með á dagskrá. Molloy segir lögregluna hafa sent skjáskot úr myndbandinu á fjölmiðla á sunnudag og því hafi hún að öllum líkindum haft myndböndin undir höndum þá. Lögreglan sendi hins vegar myndböndin á aðra fjölmiðla klukkan átta í gærkvöldi með fyrrgreindum fyrirvara. Í tilkynningunni til fjölmiðla sagði: „Lögreglan óskar á ný eftir upplýsingum frá almenningi sem varðar leit að hinum 41 árs gamla Jóni Jónssyni. Rannsókn málsins verður til umfjöllunar í Crimecall í kvöld. Athugið að bann er við birtingu á þessu myndefni þar til eftir klukkan 10.15pm.“ Þá sagði einnig í tilkynningunni að þátturinn Crimecall þjóni mikilvægum tilgangi við rannsókn lögreglu á ýmiskonar málum. Amy Molloy spyr sig hins vegar hvort það réttlæti að öðrum fjölmiðlum sé bannað að birta myndaefni sem gæti hjálpað til í svona viðkvæmu máli? „Eða var birtingarbannið sett á svo að Crimecall sæti eitt að því?,“ spyr Molloy.Comment: 'Are Crimecall ratings more important than finding a missing person?' https://t.co/klnP8nxMVk— Amy Molloy (@AmyMolloy9) February 26, 2019 Segir Crimecall áður hafa neitað birtingu Hún segir Crimecall rekið í almannaþágu, en hafi áður neitað að sýna myndbönd úr eftirlitsmyndavélum af því það hafði birst annarsstaðar. Molloy segir foreldra sína hafa orðið fyrir vopnuðu ráni fyrir fimm árum og náðist það á eftirlitsmyndavélar. Foreldrar hennar létu myndefnið í hendur dagblaðanna Independent og Herald í von um að það myndi hjálpa til við að finna ræningjana. Margir stigu fram með ábendingar sem leiddu þó ekki til handtöku. Foreldrar hennar höfðu því samband við Crimecall í von um að myndefnið yrði birt þar. Svarið sem þau fengu var hins vegar á þá leið að ólíklegt væri að það yrði sýnt í Crimecall því að myndefnið hefði verið sýnt annarsstaðar.Lögreglumenn á Írlandi.Vísir/GettyRTÉ segist ekki hafa beðið um birtingabann Amy Molloy tekur fram að fjölmiðlar keppist um að vera fyrstir með fréttirnar en þegar kemur að leit að manneskjum sem er saknað ætti það alls ekki að vera í forgangi. „Crimecall er sýnt á RTÉ, en það ætti ekki að hindra að aðrar stöðvar sýni mikilvægt myndefni af ótta við að það minnki áhorf,“ skrifar Molloy. Hún sendi fyrirspurn til RTÉ en svarið frá talsmanni fjölmiðilsins var á þá leið að lögreglan ráði því alfarið hvenær og hvernig myndefni úr öryggismyndavélum birtist í Crimecall. RTÉ hafi ekki farið fram á birtingarbannið. Þegar Molloy spurði lögregluna út í birtingarbannið barst henni svar á þá leið að vangaveltur hennar verði teknar til greina ef svipaðar aðstæður koma upp aftur. Sagðist lögreglan beita birtingarbanninu til að aðstoða fjölmiðilinn á meðan hagsmunir rannsóknarinnar væru verndaðir.
Írland Leitin að Jóni Þresti Tengdar fréttir Írar biðja fyrir því að Jón Þröstur finnist Sautján dagar eru síðan Jón Þröstur Jónsson hvarf á Írlandi. Utanríkisráðherrar Íslands og Írlands ræddu málið á fundi sínum í gær. Bróðir Jóns Þrastar gengur húsa á milli í leit að bróður sínum. Hann finnur fyrir stuðningi Íra. 26. febrúar 2019 06:30 Birta upptökur úr öryggismyndavélum í von um ábendingar Írska lögreglan hefur birt upptökur úr öryggismyndavélum þar sem síðast sást til Jóns Þrastar Jónssonar sem hvarf í í Dublin þann 9. febrúar síðastliðinn. 25. febrúar 2019 23:14 Greina frá því að Jón hafi tapað hálfri milljón króna kvöldið áður en hann hvarf Írskir fjölmiðlar greina frá því í dag að talið sé að Jón Þröstur Jónsson, Íslendingurinn sem leitað hefur verið að í Dyflinni í rúmar tvær vikur, hafi tapað um 4.000 evrum, eða sem samsvarar um hálfri milljón íslenskra króna, í póker kvöldið áður en hvarf. 26. febrúar 2019 11:04 Mest lesið Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Erlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Fleiri fréttir Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Sjá meira
Írar biðja fyrir því að Jón Þröstur finnist Sautján dagar eru síðan Jón Þröstur Jónsson hvarf á Írlandi. Utanríkisráðherrar Íslands og Írlands ræddu málið á fundi sínum í gær. Bróðir Jóns Þrastar gengur húsa á milli í leit að bróður sínum. Hann finnur fyrir stuðningi Íra. 26. febrúar 2019 06:30
Birta upptökur úr öryggismyndavélum í von um ábendingar Írska lögreglan hefur birt upptökur úr öryggismyndavélum þar sem síðast sást til Jóns Þrastar Jónssonar sem hvarf í í Dublin þann 9. febrúar síðastliðinn. 25. febrúar 2019 23:14
Greina frá því að Jón hafi tapað hálfri milljón króna kvöldið áður en hann hvarf Írskir fjölmiðlar greina frá því í dag að talið sé að Jón Þröstur Jónsson, Íslendingurinn sem leitað hefur verið að í Dyflinni í rúmar tvær vikur, hafi tapað um 4.000 evrum, eða sem samsvarar um hálfri milljón íslenskra króna, í póker kvöldið áður en hvarf. 26. febrúar 2019 11:04