Bæjarstjóri skaut að lögregluþjónum í Flórída Samúel Karl Ólason skrifar 23. febrúar 2019 13:42 Frá æfingu lögregluþjóna í Flórída. Myndin tengist fréttinni ekki með beinum hætti. AP/Omar Ricardo Aquije Dale Glen Massad, bæjarstjóri Port Richey í Flórída, skaut á fimmtudaginn á sérsveit lögreglunnar sem komin var að heimili bæjarstjórans. Lögregluþjónar voru þangað komnir til að handtaka Massad fyrir að stunda lækningar, þar á meðal skurðaðgerð, án réttinda. Chris Nocco, fógeti, segir Massad hafa skotið tveimur skotum að lögregluþjónum áður en hann var handtekinn. Engan sakaði þó en Massad hefur verið ákærður fyrir tvær tilraunir til manndráps.Samkvæmt Washington Post kynntu lögregluþjónar sig og bönkuðu hjá Massad. Þá reyndu þeir að brjóta niður hurðina og skjóta hana af lömunum en uppgötvuðu að hún opnaðist út á við. Eftir að þeir heyrðu tvo skothvelli fóru þeir aftur að bílum sínum og sáu Massad í glugga á efri hæð hússins. Þar stóð hann með byssu í einni hendi og síma í henni. Lögregluþjónarnir réðust aftur til atlögu og handtóku Massad, sem samkvæmt fógetanum lýsti því yfir að hann ætlaði ekki aftur í fangelsi. Lögregluþjónar töldu sig vissa um að Massad væri undir áhrifum fíkniefna þegar þeir réðust til atlögu og hafði hann einnig nýverið verið handtekinn vegna heimiliserja. „Hann er heppinn að vera ekki dáinn,“ sagði Nocco. „Þegar einhver segir að hann ætli sér ekki aftur í fangelsi endar það yfirleitt með skothríð, þeir reyni að flýja eða reyni að fá lögregluþjóna til að skjóta sig. Massad var læknir á árunum 1977 til 1992 en skilaði inn réttindum sínum eftir að þriggja ára sjúklingur hans dó. Samkvæmt Washington Post gaf hann barninu Valíum, án þess að kanna hver leyfilegur skammtur væri í þessu tilfelli, og leyfði tannlækni að gefa barninu svefnlyf, aftur án þess að kanna hver leyfilegur skammtur væri. Barnið dó vegna of stórra skammta. Þá var hann kosinn bæjarstjóri í kosningum árið 2015. Einungis 27 prósent kjósenda í Port Richey, þar sem um 2.600 manns búa, greiddu atkvæði og Massad fékk í heildina 182 atkvæði. Hann sigraði tvo aðra frambjóðendur. Massad og þáverandi kærasta hans voru handtekin í ágúst, vegna heimiliserja, en lögregluþjónar höfðu þá verið kallaðir fjórum sinnum til heimilis þeirra á fáeinum mánuðum. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Sjá meira
Dale Glen Massad, bæjarstjóri Port Richey í Flórída, skaut á fimmtudaginn á sérsveit lögreglunnar sem komin var að heimili bæjarstjórans. Lögregluþjónar voru þangað komnir til að handtaka Massad fyrir að stunda lækningar, þar á meðal skurðaðgerð, án réttinda. Chris Nocco, fógeti, segir Massad hafa skotið tveimur skotum að lögregluþjónum áður en hann var handtekinn. Engan sakaði þó en Massad hefur verið ákærður fyrir tvær tilraunir til manndráps.Samkvæmt Washington Post kynntu lögregluþjónar sig og bönkuðu hjá Massad. Þá reyndu þeir að brjóta niður hurðina og skjóta hana af lömunum en uppgötvuðu að hún opnaðist út á við. Eftir að þeir heyrðu tvo skothvelli fóru þeir aftur að bílum sínum og sáu Massad í glugga á efri hæð hússins. Þar stóð hann með byssu í einni hendi og síma í henni. Lögregluþjónarnir réðust aftur til atlögu og handtóku Massad, sem samkvæmt fógetanum lýsti því yfir að hann ætlaði ekki aftur í fangelsi. Lögregluþjónar töldu sig vissa um að Massad væri undir áhrifum fíkniefna þegar þeir réðust til atlögu og hafði hann einnig nýverið verið handtekinn vegna heimiliserja. „Hann er heppinn að vera ekki dáinn,“ sagði Nocco. „Þegar einhver segir að hann ætli sér ekki aftur í fangelsi endar það yfirleitt með skothríð, þeir reyni að flýja eða reyni að fá lögregluþjóna til að skjóta sig. Massad var læknir á árunum 1977 til 1992 en skilaði inn réttindum sínum eftir að þriggja ára sjúklingur hans dó. Samkvæmt Washington Post gaf hann barninu Valíum, án þess að kanna hver leyfilegur skammtur væri í þessu tilfelli, og leyfði tannlækni að gefa barninu svefnlyf, aftur án þess að kanna hver leyfilegur skammtur væri. Barnið dó vegna of stórra skammta. Þá var hann kosinn bæjarstjóri í kosningum árið 2015. Einungis 27 prósent kjósenda í Port Richey, þar sem um 2.600 manns búa, greiddu atkvæði og Massad fékk í heildina 182 atkvæði. Hann sigraði tvo aðra frambjóðendur. Massad og þáverandi kærasta hans voru handtekin í ágúst, vegna heimiliserja, en lögregluþjónar höfðu þá verið kallaðir fjórum sinnum til heimilis þeirra á fáeinum mánuðum.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Sjá meira