Dettifoss: Lokað! Baldvin Esra Einarsson skrifar 22. febrúar 2019 08:00 Ferðamaður vill komast að Dettifossi að vetri til. Ekki furða, hann vill fá að sjá aflmesta foss Evrópu og einstaka náttúruperlu. Hann vill fá að upplifa kraftinn sem býr í fossinum og sjá þetta undur með eigin augum. Engan skal undra, því Dettifoss er eitt helsta aðdráttarafl Norðurlands og ein meginstoð ferðaþjónustu svæðisins. Ferðamaðurinn heldur því af stað, úr Mývatnssveit, nú eða frá Egilstöðum eða Akureyri. Hann keyrir á vel mokuðum og breiðum þjóðvegi 1 og heldur á Öræfin. Hann nálgast afleggjarann að Dettifossvegi en þar er lokað. Snjómokstur er ekki á áætlun á veturna, bara vorin og á haustin. Ferðamaðurinn annað hvort ákveður að hunsa lokanir, ætlar sér að komast að fossinum og festir sig og þarf að kalla eftir aðstoð, eða snýr við dapur í bragði. Skipulagðar ferðir að fossinum eru vissulega í boði, á mikið breyttum bílum á 42“ dekkjum, með tilheyrandi kostnaði og vandræðum því það er jú verið að fara ófæran veg. Það er svo sem ekkert rangt við það að vegur sé lokaður á vetrum, ef hann er ekki í notkun. En þessi vegur er í notkun og það er töluverð eftirspurn eftir því að nota hann, allt árið um kring. Það vilja nefnilega margir heimsækja Dettifoss. Vegagerðin segir að vetrarmokstur sé ekki á áætlun og að það sé ekki til fjármagn fyrir þessari þjónustu. Gott og vel, hver stýrir því? Stjórnmálin. Hvað segja þau? Ekki bofs og allir vísa málinu áfram á einhvern annan. Eru þetta boðleg vinnubrögð? Það finnst mér ekki. Hafa stjórnmálin áhuga á því að efla ferðaþjónustu um land allt, eða bara við sjóndeildarhringinn? Hafa þau áhuga á að efla byggðir og búa til heilsársstörf í ferðaþjónustu, eða er það bara eitthvað sem er sagt við sérstök tilefni? Við sem störfum í ferðaþjónustu á Norðurlandi viljum gera einmitt þetta, efla og bæta þjónustu, fjölga störfum og starfa allt árið við þessa starfsgrein. Fyrst og fremst viljum við taka vel á móti fólki og sýna þeim hvað landið okkar hefur upp á að bjóða, og skila því ánægðu og heilu heim. Það væri langt best ef það væri hægt að koma þessu í lag núna strax. Hvað gerist svo næsta vetur, þegar vegurinn frá Dettifossi og að Ásbyrgi verður fullkláraður og malbikaður alla leið? Verður veginum þá lokað yfir veturinn og mun öll þessi dýrmæta framkvæmd aðeins skila því að hægt verður að keyra frá Dettifossi að Ásbyrgi frá maí og fram í október, í stað þess að hann sé opin frá júní og fram í september eins og verið hefur? Tryggjum vetrarmokstur á þessum vegi allan ársins hring og gerum það strax.Baldvin Esra EinarssonFormaður stjórnar Markaðsstofu Norðurlands og forsvarsmaður ferðaþjónustufyrirtækis á Norðurlandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Halldór 22.11.2025 Samúel Karl Ólason Halldór Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Sjá meira
Ferðamaður vill komast að Dettifossi að vetri til. Ekki furða, hann vill fá að sjá aflmesta foss Evrópu og einstaka náttúruperlu. Hann vill fá að upplifa kraftinn sem býr í fossinum og sjá þetta undur með eigin augum. Engan skal undra, því Dettifoss er eitt helsta aðdráttarafl Norðurlands og ein meginstoð ferðaþjónustu svæðisins. Ferðamaðurinn heldur því af stað, úr Mývatnssveit, nú eða frá Egilstöðum eða Akureyri. Hann keyrir á vel mokuðum og breiðum þjóðvegi 1 og heldur á Öræfin. Hann nálgast afleggjarann að Dettifossvegi en þar er lokað. Snjómokstur er ekki á áætlun á veturna, bara vorin og á haustin. Ferðamaðurinn annað hvort ákveður að hunsa lokanir, ætlar sér að komast að fossinum og festir sig og þarf að kalla eftir aðstoð, eða snýr við dapur í bragði. Skipulagðar ferðir að fossinum eru vissulega í boði, á mikið breyttum bílum á 42“ dekkjum, með tilheyrandi kostnaði og vandræðum því það er jú verið að fara ófæran veg. Það er svo sem ekkert rangt við það að vegur sé lokaður á vetrum, ef hann er ekki í notkun. En þessi vegur er í notkun og það er töluverð eftirspurn eftir því að nota hann, allt árið um kring. Það vilja nefnilega margir heimsækja Dettifoss. Vegagerðin segir að vetrarmokstur sé ekki á áætlun og að það sé ekki til fjármagn fyrir þessari þjónustu. Gott og vel, hver stýrir því? Stjórnmálin. Hvað segja þau? Ekki bofs og allir vísa málinu áfram á einhvern annan. Eru þetta boðleg vinnubrögð? Það finnst mér ekki. Hafa stjórnmálin áhuga á því að efla ferðaþjónustu um land allt, eða bara við sjóndeildarhringinn? Hafa þau áhuga á að efla byggðir og búa til heilsársstörf í ferðaþjónustu, eða er það bara eitthvað sem er sagt við sérstök tilefni? Við sem störfum í ferðaþjónustu á Norðurlandi viljum gera einmitt þetta, efla og bæta þjónustu, fjölga störfum og starfa allt árið við þessa starfsgrein. Fyrst og fremst viljum við taka vel á móti fólki og sýna þeim hvað landið okkar hefur upp á að bjóða, og skila því ánægðu og heilu heim. Það væri langt best ef það væri hægt að koma þessu í lag núna strax. Hvað gerist svo næsta vetur, þegar vegurinn frá Dettifossi og að Ásbyrgi verður fullkláraður og malbikaður alla leið? Verður veginum þá lokað yfir veturinn og mun öll þessi dýrmæta framkvæmd aðeins skila því að hægt verður að keyra frá Dettifossi að Ásbyrgi frá maí og fram í október, í stað þess að hann sé opin frá júní og fram í september eins og verið hefur? Tryggjum vetrarmokstur á þessum vegi allan ársins hring og gerum það strax.Baldvin Esra EinarssonFormaður stjórnar Markaðsstofu Norðurlands og forsvarsmaður ferðaþjónustufyrirtækis á Norðurlandi.
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun