Ríkisstjórn Finnlands segir af sér eftir skipbrot heilbrigðisumbóta Kjartan Kjartansson skrifar 8. mars 2019 08:19 Gamanið er búið hjá ríkisstjórn Juha Sipilä í bili. Vísir/EPA Juha Sipilä, forsætisráðherra Finnlands, ætlar að færa forseta landsins afsagnarbréf eftir að miðhægri ríkisstjórn hans féll frá meiriháttar umbótum á heilbrigðiskerfinu og félagsþjónustu í dag. Umbæturnar voru stærsta málið á dagskrá ríkisstjórnarinnar áður en kosið verður til þings í næsta mánuði.Finnska ríkisútvarpið YLE segir að ríkisstjórnin hafi boðað til blaðamannafundar við forsetahöllina klukkan 8:45 á íslenskum tíma. Sipilä ætlaði að afhenda forsetanum afsagnarbréf ríkisstjórnar sinnar klukkan 8:00. Financial Times segir að Sauli Niinistö forseti hafi fallist á afsögnina og beðið Sipilä um að stýra ríkisstjórninni fram að kosningnum 14. apríl. Þrír flokkar hafa unnið saman í ríkisstjórn Finnlands frá því í maí árið 2015. Auk Miðflokks Sipilä sitja Þjóðarbandalagið og Blái umbótaflokkurinn í ríkisstjórninni. Síðastnefndi flokkurinn varð til þegar nítján þingmenn sögðu skilið við hægriflokkinn Sanna Finna árið 2017 í kjölfar innanflokksátaka. Skoðanakannanir benda til þess að Sósíaldemókratar bæti við sig mestu fylgi í kosningunum í næsta mánuði og fengi um fimmtung atkvæða. Miðflokkur Sipilä fengi fjórtán prósent ef kosið yrði nú. Lengi hefur staðið til að hrista upp í heilbrigðiskerfi Finnlands enda eru Finnar á meðal þeirra þjóða sem eldast hvað hraðast. Erfitt hefur þó reynst að koma slíkum breytingum í gegnum finnska þingið. Tilraunin nú er sögð hafa strandað á því að ríkisstjórn Sipilä bætti við umbótum á lögum um sveitarstjórnir sem reyndust umdeildar. Finnland Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
Juha Sipilä, forsætisráðherra Finnlands, ætlar að færa forseta landsins afsagnarbréf eftir að miðhægri ríkisstjórn hans féll frá meiriháttar umbótum á heilbrigðiskerfinu og félagsþjónustu í dag. Umbæturnar voru stærsta málið á dagskrá ríkisstjórnarinnar áður en kosið verður til þings í næsta mánuði.Finnska ríkisútvarpið YLE segir að ríkisstjórnin hafi boðað til blaðamannafundar við forsetahöllina klukkan 8:45 á íslenskum tíma. Sipilä ætlaði að afhenda forsetanum afsagnarbréf ríkisstjórnar sinnar klukkan 8:00. Financial Times segir að Sauli Niinistö forseti hafi fallist á afsögnina og beðið Sipilä um að stýra ríkisstjórninni fram að kosningnum 14. apríl. Þrír flokkar hafa unnið saman í ríkisstjórn Finnlands frá því í maí árið 2015. Auk Miðflokks Sipilä sitja Þjóðarbandalagið og Blái umbótaflokkurinn í ríkisstjórninni. Síðastnefndi flokkurinn varð til þegar nítján þingmenn sögðu skilið við hægriflokkinn Sanna Finna árið 2017 í kjölfar innanflokksátaka. Skoðanakannanir benda til þess að Sósíaldemókratar bæti við sig mestu fylgi í kosningunum í næsta mánuði og fengi um fimmtung atkvæða. Miðflokkur Sipilä fengi fjórtán prósent ef kosið yrði nú. Lengi hefur staðið til að hrista upp í heilbrigðiskerfi Finnlands enda eru Finnar á meðal þeirra þjóða sem eldast hvað hraðast. Erfitt hefur þó reynst að koma slíkum breytingum í gegnum finnska þingið. Tilraunin nú er sögð hafa strandað á því að ríkisstjórn Sipilä bætti við umbótum á lögum um sveitarstjórnir sem reyndust umdeildar.
Finnland Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira