Að uppræta ójöfnuð Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir skrifar 7. mars 2019 14:00 Velferðarkerfið okkar byggist á þeirri grundvallarforsendu að allir eigi að hafa sömu tækifæri. Þó getur ekkert velferðarkerfi að fullu jafnað þann aðstöðumun sem felst í því að sumir fæðist með silfurskeið í munni. Þessi aðstöðumunur er ekki nýr af nálinni. Fátækt er eldri en kapítalisminn og eldri en sósíalisminn. Hún er meinsemd sem ekkert samfélag hefur að fullu náð að uppræta. Íslenskt samfélag var mun ójafnara hér fyrr á tímum. Frá lokum seinna stríðs fram á tíunda áratuginn var hér samfélag jöfnuðar. Hér ríkti þó ekki einhver gullöld, kaupmáttur lægstu launa hreyfðist varla að raungildi áratugum saman þrátt fyrir miklar launahækkanir. Hér á landi hefur ekki verið sú sama þróun og víða í iðnríkjum Vesturlanda síðustu áratugi. En þar hafa ráðstöfunartekjur stórs hluta launafólks staðið í stað. Hér á landi hafa ráðstöfunartekjur allra aukist og mest í lægstu tekjutíundum. Eftir stendur þó að skattbyrði þeirra með lágar tekjur hefur hækkað síðustu áratugi samanborið við hærri tekjuhópa. Þá hefur hækkun á leigu verið mörgum heimilum erfið en forsætisráðherra hefur boðað aðgerðir í þeim efnum. En þó að árangur hafi náðst, þá alast upp börn sem upplifa efnislegan skort á Íslandi. Slíkt hefur beinlínis skaðleg áhrif á alla. Því meiri ójöfnuður, því meiri kvíða upplifa börn og ungmenni, bæði þau sem alast upp á tekjulágum heimilum og einnig þau sem koma frá efnameiri heimilum. Takmarkið á að vera að uppræta ójöfnuðTækin til þess að jafna kjörin Barnabætur eru lang besta verkfærið til að jafna kjör barnafjölskyldna. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur lýsti áformum sínum í fjármálaáætlun á síðasta ári. Að sníða barnabæturnar betur að þeim sem lægstar tekjur hafa. Það var svo gert í fjárlögum ársins 2019, en þau færa þeim hópum sem helst þurfa hjálp aðstoð. Fjármunir samneyslunnar eru takmarkaðir og því rétt að forgangsraða aðstoðinni þar sem þörfin er mest. Annað mikilvægt atriði til að bæta hag foreldra eru áform um að lengja fæðingarorlofið upp í tólf mánuði. Fæðingarorlofið hefur verið 9 mánuðir síðan árið 2000 og því tími til komin að lengja það. Umönnunarbilið frá lokum fæðingarorlofs og þar til börn fá pláss í leikskóla er til þess fallið að draga úr atvinnuþáttöku foreldra. Það er eitt af stóru pólitísku markmiðum þessarar ríkisstjórnar að brúa þetta bil. Ljóst er að það þarf samstillt átak sveitarfélaga og ríkis til að það náist. Samneyslan og tekjuskatturinn Í viðamikilli skýrslu sérfræðingahóps um endurskoðun tekjuskatts og bótakerfa eru svör við mörgum spurningum. En þar eru líka margar pólitískar spurningar. Kerfinu er lýst eins og það er og hvernig það hefur þróast síðustu áratugi. Nú er kerfið með fimm breytum, persónuafslætti, útsvarsprósentu, skattprósentu í þrem þrepum. Samspil þessara breyta ræður því hvernig skattbyrðin dreifist. En það er mikilvægt að muna að skattarnir fjármagna samneysluna, skólana, heilbrigðiskerfið og félagslega kerfið, því er ekki rétt að hafa það sem sjálfstætt pólitískt markmið að lækka skatta. En við viljum dreifa byrðunum á réttlátan hátt. Framlagaðar skattatillögur ríkisstjórnarinnar er dæmi um það hvernig við viljum dreifa þeim. En þær fela í stórum dráttum í sér tvær breytingar, lækkun á skattbyrði og lægri jaðarskatt á lág laun. Ímyndum okkur tvær manneskjur með lág og há laun. Báðar þessar manneskjur hagnast um sömu krónutölu vegna breytinga á skattkerfinu, eða um rúmar 80 þúsund krónur á ári. Hins vegar skilar breytingin á jaðarskattinum sér eingöngu til þeirrar með lægri launin. Fyrri manneskjan er verkakona sem fær 315.000 krónur á mánuði sem tekur aukavakt og þénar 10 þúsund krónum meira til þess að drýgja tekjur sínar. Í núverandi kerfi koma rétt rúmar 6000 kr. aukalega í launaumslagið (36,24% skattur og 4% í lífeyrissjóð). Með þeirri breytingu sem lögð er til á skattkerfinu fengi viðkomandi manneskja af þeim tíu þúsund krónum 6400 krónur í vasann. Jaðarskatturinn á tíu þúsund krónurnar lækkar um fjögur prósent. Seinni manneskjan er millistjórnandi með há laun, 1.015.000 á mánuði. Hann fær einnig tíu þúsund kr. meira í launaumslagið. Í núverandi kerfi fær hann 5200 kr. (46,24% skattþrep og 4% í lífeyrissjóð). Jaðarskatturinn á tíu þúsund krónurnar breytist ekki fyrir hálaunamanneskjuna. Hvar þrepamörk eiga að liggja er pólitísk spurning, sumir vilja líta á efsta þrepið sem hátekjuþrep en aðrir vilja fjórða þrepið til að breiðu bökin greiði enn hærra hlutfall tekna sinna til að standa undir samneyslunni. Ég tel það vera stórt skref í rétta átt að ná sátt um að þeir sem hafi lægstu tekjurnar beri minni byrðar heldur en þeir sem hafa hærri tekjur. Hvernig berjumst við gegn eignaójöfnuði? Þangað til fyrsta janúar í ár var efra þrepið bundið launavísitölu, sem hefur hækkað ört síðustu ár en persónuafslátturinn (og þar með skattleysismörkin) bundin verðlagsvísitölu. Þetta olli gliðnun í skattkerfinu sem birtist í því að skattbyrði þeirra með lægri tekjur jókst hlutfallslega meir heldur en þeirra með hærri tekjurnar. Í ofanálag eru svo efsta lagið með háar fjármagnstekjur sem eru skattlagðar um 22% eftir að ríkisstjórnin hækkaði fjármagnstekjuskatt um 2% í fyrra. Fyrir tíu árum var fjármagnstekjuskattur 10% en hefur verið hækkaður af þeim ríkisstjórnum sem VG hefur setið í. Sá skattstofn er svo einnig skattlagður hjá fyrirtækjum áður en hann er greiddur sem arður og því renna 37,6 krónur í samneysluna af hverjum 100 krónu hagnaði fyrirtækis sem greiddur er út sem arður. Það er pólitísk spurning um hversu margar krónur af fjármagnstekjum eiga að renna í samneysluna. Ég tel að fjármagnstekjuskattinn þurfi að hækka frekar. En fyrir þarf að liggja greining á skattstofninum sjálfum því nær ógjörningur er að bera hann saman við nágrannalönd okkar, því að þar eru ýmis flækjustig. Þá þurfa allar reglur að vera einfaldar til að búa ekki til göt í kerfinu sem þeir geta frekar nýtt sér sem hafa ráð á því að hafa færa lögfræðinga til að aðstoða sig. Hvert förum við héðan? Eftir 16 mánuði við völd hefur ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur staðið að ýmsum aðgerðum til að auka réttlæti í samfélaginu. Það hefur tekist að ná saman um aðgerðir í skattamálum sem eru til þess að létta skattbyrði tekjulágs fólks. Úrræði sem einkum hafa nýst tekjuhæstu hjónum þessa lands munu renna sitt skeið. Það er ánægjulegt að flokkar svo langt frá hvor öðrum á hinu pólitíska litrófi skuli leggja sameiginlega fram slíkar tillögur og líklegra að þær verði varanlegar.Höfundur er formaður þingflokks Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir Félagsmál Skattar og tollar Mest lesið Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason Skoðun Skoðun Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Velferðarkerfið okkar byggist á þeirri grundvallarforsendu að allir eigi að hafa sömu tækifæri. Þó getur ekkert velferðarkerfi að fullu jafnað þann aðstöðumun sem felst í því að sumir fæðist með silfurskeið í munni. Þessi aðstöðumunur er ekki nýr af nálinni. Fátækt er eldri en kapítalisminn og eldri en sósíalisminn. Hún er meinsemd sem ekkert samfélag hefur að fullu náð að uppræta. Íslenskt samfélag var mun ójafnara hér fyrr á tímum. Frá lokum seinna stríðs fram á tíunda áratuginn var hér samfélag jöfnuðar. Hér ríkti þó ekki einhver gullöld, kaupmáttur lægstu launa hreyfðist varla að raungildi áratugum saman þrátt fyrir miklar launahækkanir. Hér á landi hefur ekki verið sú sama þróun og víða í iðnríkjum Vesturlanda síðustu áratugi. En þar hafa ráðstöfunartekjur stórs hluta launafólks staðið í stað. Hér á landi hafa ráðstöfunartekjur allra aukist og mest í lægstu tekjutíundum. Eftir stendur þó að skattbyrði þeirra með lágar tekjur hefur hækkað síðustu áratugi samanborið við hærri tekjuhópa. Þá hefur hækkun á leigu verið mörgum heimilum erfið en forsætisráðherra hefur boðað aðgerðir í þeim efnum. En þó að árangur hafi náðst, þá alast upp börn sem upplifa efnislegan skort á Íslandi. Slíkt hefur beinlínis skaðleg áhrif á alla. Því meiri ójöfnuður, því meiri kvíða upplifa börn og ungmenni, bæði þau sem alast upp á tekjulágum heimilum og einnig þau sem koma frá efnameiri heimilum. Takmarkið á að vera að uppræta ójöfnuðTækin til þess að jafna kjörin Barnabætur eru lang besta verkfærið til að jafna kjör barnafjölskyldna. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur lýsti áformum sínum í fjármálaáætlun á síðasta ári. Að sníða barnabæturnar betur að þeim sem lægstar tekjur hafa. Það var svo gert í fjárlögum ársins 2019, en þau færa þeim hópum sem helst þurfa hjálp aðstoð. Fjármunir samneyslunnar eru takmarkaðir og því rétt að forgangsraða aðstoðinni þar sem þörfin er mest. Annað mikilvægt atriði til að bæta hag foreldra eru áform um að lengja fæðingarorlofið upp í tólf mánuði. Fæðingarorlofið hefur verið 9 mánuðir síðan árið 2000 og því tími til komin að lengja það. Umönnunarbilið frá lokum fæðingarorlofs og þar til börn fá pláss í leikskóla er til þess fallið að draga úr atvinnuþáttöku foreldra. Það er eitt af stóru pólitísku markmiðum þessarar ríkisstjórnar að brúa þetta bil. Ljóst er að það þarf samstillt átak sveitarfélaga og ríkis til að það náist. Samneyslan og tekjuskatturinn Í viðamikilli skýrslu sérfræðingahóps um endurskoðun tekjuskatts og bótakerfa eru svör við mörgum spurningum. En þar eru líka margar pólitískar spurningar. Kerfinu er lýst eins og það er og hvernig það hefur þróast síðustu áratugi. Nú er kerfið með fimm breytum, persónuafslætti, útsvarsprósentu, skattprósentu í þrem þrepum. Samspil þessara breyta ræður því hvernig skattbyrðin dreifist. En það er mikilvægt að muna að skattarnir fjármagna samneysluna, skólana, heilbrigðiskerfið og félagslega kerfið, því er ekki rétt að hafa það sem sjálfstætt pólitískt markmið að lækka skatta. En við viljum dreifa byrðunum á réttlátan hátt. Framlagaðar skattatillögur ríkisstjórnarinnar er dæmi um það hvernig við viljum dreifa þeim. En þær fela í stórum dráttum í sér tvær breytingar, lækkun á skattbyrði og lægri jaðarskatt á lág laun. Ímyndum okkur tvær manneskjur með lág og há laun. Báðar þessar manneskjur hagnast um sömu krónutölu vegna breytinga á skattkerfinu, eða um rúmar 80 þúsund krónur á ári. Hins vegar skilar breytingin á jaðarskattinum sér eingöngu til þeirrar með lægri launin. Fyrri manneskjan er verkakona sem fær 315.000 krónur á mánuði sem tekur aukavakt og þénar 10 þúsund krónum meira til þess að drýgja tekjur sínar. Í núverandi kerfi koma rétt rúmar 6000 kr. aukalega í launaumslagið (36,24% skattur og 4% í lífeyrissjóð). Með þeirri breytingu sem lögð er til á skattkerfinu fengi viðkomandi manneskja af þeim tíu þúsund krónum 6400 krónur í vasann. Jaðarskatturinn á tíu þúsund krónurnar lækkar um fjögur prósent. Seinni manneskjan er millistjórnandi með há laun, 1.015.000 á mánuði. Hann fær einnig tíu þúsund kr. meira í launaumslagið. Í núverandi kerfi fær hann 5200 kr. (46,24% skattþrep og 4% í lífeyrissjóð). Jaðarskatturinn á tíu þúsund krónurnar breytist ekki fyrir hálaunamanneskjuna. Hvar þrepamörk eiga að liggja er pólitísk spurning, sumir vilja líta á efsta þrepið sem hátekjuþrep en aðrir vilja fjórða þrepið til að breiðu bökin greiði enn hærra hlutfall tekna sinna til að standa undir samneyslunni. Ég tel það vera stórt skref í rétta átt að ná sátt um að þeir sem hafi lægstu tekjurnar beri minni byrðar heldur en þeir sem hafa hærri tekjur. Hvernig berjumst við gegn eignaójöfnuði? Þangað til fyrsta janúar í ár var efra þrepið bundið launavísitölu, sem hefur hækkað ört síðustu ár en persónuafslátturinn (og þar með skattleysismörkin) bundin verðlagsvísitölu. Þetta olli gliðnun í skattkerfinu sem birtist í því að skattbyrði þeirra með lægri tekjur jókst hlutfallslega meir heldur en þeirra með hærri tekjurnar. Í ofanálag eru svo efsta lagið með háar fjármagnstekjur sem eru skattlagðar um 22% eftir að ríkisstjórnin hækkaði fjármagnstekjuskatt um 2% í fyrra. Fyrir tíu árum var fjármagnstekjuskattur 10% en hefur verið hækkaður af þeim ríkisstjórnum sem VG hefur setið í. Sá skattstofn er svo einnig skattlagður hjá fyrirtækjum áður en hann er greiddur sem arður og því renna 37,6 krónur í samneysluna af hverjum 100 krónu hagnaði fyrirtækis sem greiddur er út sem arður. Það er pólitísk spurning um hversu margar krónur af fjármagnstekjum eiga að renna í samneysluna. Ég tel að fjármagnstekjuskattinn þurfi að hækka frekar. En fyrir þarf að liggja greining á skattstofninum sjálfum því nær ógjörningur er að bera hann saman við nágrannalönd okkar, því að þar eru ýmis flækjustig. Þá þurfa allar reglur að vera einfaldar til að búa ekki til göt í kerfinu sem þeir geta frekar nýtt sér sem hafa ráð á því að hafa færa lögfræðinga til að aðstoða sig. Hvert förum við héðan? Eftir 16 mánuði við völd hefur ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur staðið að ýmsum aðgerðum til að auka réttlæti í samfélaginu. Það hefur tekist að ná saman um aðgerðir í skattamálum sem eru til þess að létta skattbyrði tekjulágs fólks. Úrræði sem einkum hafa nýst tekjuhæstu hjónum þessa lands munu renna sitt skeið. Það er ánægjulegt að flokkar svo langt frá hvor öðrum á hinu pólitíska litrófi skuli leggja sameiginlega fram slíkar tillögur og líklegra að þær verði varanlegar.Höfundur er formaður þingflokks Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun