Tíðindalaust á sáttafundum í morgun Heimir Már Pétursson skrifar 7. mars 2019 12:41 Frá fyrri fundi verkalýðsfélaganna með fulltrúm atvinnurekenda og ríkissáttasemjara í Borgartúni. Vísir/Vilhelm Félagsdómur kveður upp dóm klukkan eitt í dag í kæru Samtaka atvinnulífsins á boðaðar verkfallsaðgerðir Eflingar sem ættu að óbreyttum að hefjast á morgun. Tíðindalaust var á sáttafundum í Karphúsinu í morgun. Forystufólk Eflingar, verkalýðsfélaganna á Akranesi og í Grindavík og VR komu til fundar með forystu Samtaka atvinnulífsins hjá Ríkissáttasemjara klukkan tíu í morgun og stóð fundurinn yfir í um klukkustund án þess að niðurstaða fengist. Þá standa enn yfir daglangir fundir Samtaka atvinnulífsins með viðræðunefnd sextán aðildarfélaga Starfsgreinasambandsins og samkvæmt heimildum fréttastofu er reiknað með að þeir haldi áfram inn í helgina. Samningafólk verst allra frétta enda hefur ríkissáttasemjari farið fram á að það ræði ekki stöðuna í viðræðunum við fjölmiðla. Þá bíður forystufólk verkalýðsfélaganna fjögurra og Samtaka atvinnulífsins eftir dómi félagsdóms sem kemur saman klukkan eitt til að kveða upp dóm vegna kæru Samtaka atvinnulífsins á framkvæmd verkfallsboðunar Eflingar. Dæmi félagsdómur Eflingu í vil mun verkfall ræðstingarfólks á hótelum og veitingastöðum á höfuðborgarsvæðinu og hluta Suðurlands klukkan tíu í fyrramálið og standa til miðnættis annað kvöld. Ef dómurinn fellst á kæru Samtaka atvinnulífsins verður ekkert af þessum aðgerðum á morgun. Hins vegar stendur yfir atkvæðagreiðsla hjá félagsmönnum í Eflingu og VR um röð verkfallsaðgerða sem hefst með eins dags verkfalli hinn 18. mars og síðan taka við tveggja til þriggja daga verkföll fram til 1. maí þegar ótímabundin vinnustöðvun myndi hefjast. Hjá VR hefur kjörsókn verið góð og nú þegar hafa nógu margir greitt atkvæði að sögn forystu félagsins til að atkvæðagreiðslan sé gild. Dómsmál Kjaramál Mest lesið „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Innlent Ógeðslega stoltur af kennurum Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Skora á RÚV að beita sér fyrir því að Ísrael verði vikið úr keppni Innlent Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Innlent Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Erlent Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Innlent Fleiri fréttir Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Skora á RÚV að beita sér fyrir því að Ísrael verði vikið úr keppni „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Sjá meira
Félagsdómur kveður upp dóm klukkan eitt í dag í kæru Samtaka atvinnulífsins á boðaðar verkfallsaðgerðir Eflingar sem ættu að óbreyttum að hefjast á morgun. Tíðindalaust var á sáttafundum í Karphúsinu í morgun. Forystufólk Eflingar, verkalýðsfélaganna á Akranesi og í Grindavík og VR komu til fundar með forystu Samtaka atvinnulífsins hjá Ríkissáttasemjara klukkan tíu í morgun og stóð fundurinn yfir í um klukkustund án þess að niðurstaða fengist. Þá standa enn yfir daglangir fundir Samtaka atvinnulífsins með viðræðunefnd sextán aðildarfélaga Starfsgreinasambandsins og samkvæmt heimildum fréttastofu er reiknað með að þeir haldi áfram inn í helgina. Samningafólk verst allra frétta enda hefur ríkissáttasemjari farið fram á að það ræði ekki stöðuna í viðræðunum við fjölmiðla. Þá bíður forystufólk verkalýðsfélaganna fjögurra og Samtaka atvinnulífsins eftir dómi félagsdóms sem kemur saman klukkan eitt til að kveða upp dóm vegna kæru Samtaka atvinnulífsins á framkvæmd verkfallsboðunar Eflingar. Dæmi félagsdómur Eflingu í vil mun verkfall ræðstingarfólks á hótelum og veitingastöðum á höfuðborgarsvæðinu og hluta Suðurlands klukkan tíu í fyrramálið og standa til miðnættis annað kvöld. Ef dómurinn fellst á kæru Samtaka atvinnulífsins verður ekkert af þessum aðgerðum á morgun. Hins vegar stendur yfir atkvæðagreiðsla hjá félagsmönnum í Eflingu og VR um röð verkfallsaðgerða sem hefst með eins dags verkfalli hinn 18. mars og síðan taka við tveggja til þriggja daga verkföll fram til 1. maí þegar ótímabundin vinnustöðvun myndi hefjast. Hjá VR hefur kjörsókn verið góð og nú þegar hafa nógu margir greitt atkvæði að sögn forystu félagsins til að atkvæðagreiðslan sé gild.
Dómsmál Kjaramál Mest lesið „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Innlent Ógeðslega stoltur af kennurum Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Skora á RÚV að beita sér fyrir því að Ísrael verði vikið úr keppni Innlent Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Innlent Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Erlent Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Innlent Fleiri fréttir Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Skora á RÚV að beita sér fyrir því að Ísrael verði vikið úr keppni „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Sjá meira