SpaceX tekur stórt skref í átt að mönnuðum geimferðum Samúel Karl Ólason skrifar 1. mars 2019 14:15 Þetta er fyrsta tilraunaflug Crew Dragon en einnig stendur til að reyna að lenda Falcon 9 eldflauginni sem bera á farið út í geim á drónaskipinu Of Course I Still love You undan ströndum Flórída. Vísir/SpaceX Fyrirtækið SpaceX mun á morgun taka mikilvægt skref í því að skjóta mönnum út í geim á nýjan leik frá Bandaríkjunum. Til stendur að skjóta Crew Dragon geimfari fyrirtækisins á loft frá Flórída í fyrramálið. Farið verður ekki mannað þar sem að um tilraunaskot er að ræða en því verður þó flogið til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar og þar mun farið tengjast geimstöðinni. Þetta er fyrsta tilraunaflug Crew Dragon en einnig stendur til að reyna að lenda Falcon 9 eldflauginni sem bera á farið út í geim á drónaskipinu Of Course I Still love You undan ströndum Flórída. Í tilkynningu frá SpaceX segir að til standi að skjóta geimfarinu á loft um klukkan átta í fyrramálið. Skotglugginn, eins og það er kallað, opnast klukkan 07:49 að íslenskum tíma. Sýnt verður frá geimskotinu á Vísi. Gangi ekki eftir að skjóta farinu á loft verður það næst reynt klukkan sjö á þriðjudagsmorgun.Crew Dragon farið mun flytja um 180 kíló af birgðum til geimstöðvarinnar en þar um borð verða einnig fjölmargir skynjarar. Þeim er meðal annars ætlað að kanna það álag sem geimfarar yrðu fyrir um borð í farinu og hvort andrúmsloft þess verði í lagi. Til að kanna mögulegt álag á geimfara hefur nokkurs konar gínu verið komið fyrir í farinu. Sú gína inniheldur skynjara í höfði, hálsi og mænu sem eiga að greina hvaða áhrif þau miklu þyngdaraflsáhrif sem geimfarar munu verða fyrir við geimskot munu hafa. Gínan er af sömu gerðinni og Starman, sem SpaceX sendi í ævintýralegt ferðalag í fyrra. Þessi gína hefur einnig fengið nafn, eins og Elon Musk, eigandi SpaceX, opinberaði á Twitter í dag. Hún heitir Ripley í höfuðið á persónu Sigourney Weaver í Alien myndunum.Við tístið hér að neðan skrifar Musk einnig að myndavél verði komið fyrir svo áhorfendur geti fylgst með geimferð Ripley frá hennar sjónarhorni.Ripley pic.twitter.com/Z9Ztram8Ai — Elon Musk (@elonmusk) March 1, 2019 Ef geimskotið heppnast er áætlað að geimfarið tengist geimstöðinni skömmu eftir hádegi á sunnudag. Þar á geimfarið að vera þar til á föstudaginn 8. mars. Þá stendur til að lenda geimfarinu í Atlantshafinu. Fregnir hafa borist af því að starfsmenn Geimvísindastofnunnar hafi áhyggjur af geimförum SpaceX og Boeing, sem ætlað er að bera menn út í geim. Bandaríkin hafa ekki geta skotið mönnum út í heim frá því geimskutlurnar voru teknar úr notkun árið 2011.Sjá einnig: NASA hefur áhyggjur af þróun geimfara SpaceX og BoeingSpaceX hefur gert 2,6 milljarða dala samning við NASA um að ferja geimfara fyrir stofnunina. Forsvarsmenn SpaceX vonast til þess að geta skotið fyrstu geimförunum á loft í júlí og því er mjög mikilvægt fyrir fyrirtækið að allt gangi vel á morgun. Bandaríkin Boeing Geimurinn SpaceX Tækni Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Innlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Erlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Fleiri fréttir Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Talsmaður Pútíns hrósar Rubio fyrir ummæli um leppastríð Vonir bundnar við uppgötvun nýrrar virkni ónæmiskerfisins Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Íhugar að bjóða fram fælingarmátt kjarnorkuvopnabúrsins Arabaríkin samþykkja áætlun um 53 milljarða dala uppbyggingu Gasa Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti 170 mæður á Bretlandi drepnar af sonum sínum á fimmtán árum Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Sjá meira
Fyrirtækið SpaceX mun á morgun taka mikilvægt skref í því að skjóta mönnum út í geim á nýjan leik frá Bandaríkjunum. Til stendur að skjóta Crew Dragon geimfari fyrirtækisins á loft frá Flórída í fyrramálið. Farið verður ekki mannað þar sem að um tilraunaskot er að ræða en því verður þó flogið til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar og þar mun farið tengjast geimstöðinni. Þetta er fyrsta tilraunaflug Crew Dragon en einnig stendur til að reyna að lenda Falcon 9 eldflauginni sem bera á farið út í geim á drónaskipinu Of Course I Still love You undan ströndum Flórída. Í tilkynningu frá SpaceX segir að til standi að skjóta geimfarinu á loft um klukkan átta í fyrramálið. Skotglugginn, eins og það er kallað, opnast klukkan 07:49 að íslenskum tíma. Sýnt verður frá geimskotinu á Vísi. Gangi ekki eftir að skjóta farinu á loft verður það næst reynt klukkan sjö á þriðjudagsmorgun.Crew Dragon farið mun flytja um 180 kíló af birgðum til geimstöðvarinnar en þar um borð verða einnig fjölmargir skynjarar. Þeim er meðal annars ætlað að kanna það álag sem geimfarar yrðu fyrir um borð í farinu og hvort andrúmsloft þess verði í lagi. Til að kanna mögulegt álag á geimfara hefur nokkurs konar gínu verið komið fyrir í farinu. Sú gína inniheldur skynjara í höfði, hálsi og mænu sem eiga að greina hvaða áhrif þau miklu þyngdaraflsáhrif sem geimfarar munu verða fyrir við geimskot munu hafa. Gínan er af sömu gerðinni og Starman, sem SpaceX sendi í ævintýralegt ferðalag í fyrra. Þessi gína hefur einnig fengið nafn, eins og Elon Musk, eigandi SpaceX, opinberaði á Twitter í dag. Hún heitir Ripley í höfuðið á persónu Sigourney Weaver í Alien myndunum.Við tístið hér að neðan skrifar Musk einnig að myndavél verði komið fyrir svo áhorfendur geti fylgst með geimferð Ripley frá hennar sjónarhorni.Ripley pic.twitter.com/Z9Ztram8Ai — Elon Musk (@elonmusk) March 1, 2019 Ef geimskotið heppnast er áætlað að geimfarið tengist geimstöðinni skömmu eftir hádegi á sunnudag. Þar á geimfarið að vera þar til á föstudaginn 8. mars. Þá stendur til að lenda geimfarinu í Atlantshafinu. Fregnir hafa borist af því að starfsmenn Geimvísindastofnunnar hafi áhyggjur af geimförum SpaceX og Boeing, sem ætlað er að bera menn út í geim. Bandaríkin hafa ekki geta skotið mönnum út í heim frá því geimskutlurnar voru teknar úr notkun árið 2011.Sjá einnig: NASA hefur áhyggjur af þróun geimfara SpaceX og BoeingSpaceX hefur gert 2,6 milljarða dala samning við NASA um að ferja geimfara fyrir stofnunina. Forsvarsmenn SpaceX vonast til þess að geta skotið fyrstu geimförunum á loft í júlí og því er mjög mikilvægt fyrir fyrirtækið að allt gangi vel á morgun.
Bandaríkin Boeing Geimurinn SpaceX Tækni Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Innlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Erlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Fleiri fréttir Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Talsmaður Pútíns hrósar Rubio fyrir ummæli um leppastríð Vonir bundnar við uppgötvun nýrrar virkni ónæmiskerfisins Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Íhugar að bjóða fram fælingarmátt kjarnorkuvopnabúrsins Arabaríkin samþykkja áætlun um 53 milljarða dala uppbyggingu Gasa Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti 170 mæður á Bretlandi drepnar af sonum sínum á fimmtán árum Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Sjá meira