Vann ríkið sjálfur í máli um hús sem hann fékk ekki að rífa Kristín Ólafsdóttir skrifar 18. mars 2019 16:19 Holtsgata 5 í Reykjavík. Skjáskot/ja.is Héraðsdómur Reykjavíkur hefur komist að þeirri niðurstöðu að íslenska ríkið sé bótaskylt vegna friðaðs einbýlishúss að Holtsgötu í Reykjavík sem ekki mátti rífa þrátt fyrir að deiliskipulag kveði á um slíkt. Eigandi hússins, sem er ólöglærður, flutti málið sjálfur fyrir dómi en hann taldi að brotið hefði verið á eignarrétti sínum með lögum um menningarminjar sem tóku gildi árið 2013. Kærði skipulagið en byggingarrétturinn þó huggun Tildrög málsins eru þau að þann 17. febrúar 2005 samþykkti borgarráð Reykjavíkur deiliskipulag um svokallaðan Holtsgötureit, en þar stendur hús mannsins. Deiluskipulagið jók byggingarmagn á lóðinni umtalsvert en móðir eigandans, þáverandi eigandi hússins, felldi sig þó ekki við skipulagið vegna fyrirætlana um byggingu fjölbýlishúss á næstu lóð. Kærði hún því deiliskipulagið en Hæstiréttur féllst að endingu ekki á það með henni að hún ætti rétt á bótum vegna þess. Sjá einnig: Vilja 435 milljónir í bætur vegna friðunar Eigandi hússins sagði dóm Hæstaréttar hafa valdið móður sinni, sem lést árið 2015, vonbrigðum en hún hafi huggað sig við að sá byggingarréttur sem deiliskipulagið hefði veitt henni væri ákveðin sárabót. Þessi verðmæti hefðu íslenska ríkið og Minjastofnun aftur á móti svipt móður hans, og síðar hann sjálfan, með setningu laga um menningarminjar og framkvæmd á þeim lögum. Sendu fasteignasölunni tölvupóstÁrið 2015 var fasteignin að Holtsgötu 5 svo sett á sölu en samkvæmt upplýsingum úr opinberum skrám var húsið byggt árið 1904. Vikið var að því í auglýsingu um fasteignina að heimilt væri samkvæmt deiliskipulagi að rífa húsið. Þann 17. nóvember 2015 barst fasteignasölunni hins vegar tölvupóstur frá Minjastofnun þar sem vakin var athygli á því að stofnunin myndi hvorki veita heimild til niðurrifs á húsinu né afnema friðun þess. Í framhaldinu stóð dánarbú móður eigandans í bréfaskiptum við Minjastofnun Íslands og fór fram á bætur og síðar afnám friðunar á Holtsgötu 5. Minjastofnun hafnaði beiðni um afnám friðunar hússins og að um bótaskyldu væri til að dreifa. Í júlí sama ár kærði dánarbúið ákvarðanir Minjastofnunar til forsætisráðuneytisins, sem staðfesti umræddar ákvarðanir stofnunarinnar í desember. Ljóst að ekki nægði að byggja við húsiðLitið var til þess fyrir dómi að einbýlishúsið að Holtsgötu 5 er 96,9 fermetrar. Samkvæmt deiliskipulaginu mátti rífa húsið og byggja nýtt hús, en það mátti þó ekki vera stærra en 235 fermetrar. Sá byggingarreitur liggi nánast að öllu leyti á þeim stað lóðarinnar þar sem hús mannsins stendur nú. Var því fallist á það að fjarlægja þyrfti eldra hús hans af lóðinni til að nýta mætti til fulls leyfilegt byggingarmagn samkvæmt deiliskipulaginu. Í þessum efnum myndi því ekki nægja eiganda hússins að byggja við húsið, ólíkt því sem ríkið og Minjastofnun héldu fram. Þannig var talið sýnt fram á að eigandinn verði fyrir tjóni með því að geta ekki nýtt sér heimildir samkvæmt samþykktu deiliskipulagi. Féllst héraðsdómur því á kröfu hans um viðurkenningu á skaðabótaábyrgð íslenska ríkisins. Hins vegar vísaði dómurinn frá kröfu um að íslenska ríkið og Minjastofnun hafi verið sameiginlega bótaskyld vegna tjóns af völdum stjórnsýslumeðferðar við ráðstöfun fasteignarinnar. Íslenska ríkið og Minjastofnun voru þannig dæmd til að greiða stefnanda 1,2 milljón krónur í málskostnað. Dómsmál Reykjavík Skipulag Húsavernd Tengdar fréttir Vilja 435 milljónir í bætur vegna friðunar Forsætisráðuneytið hafnaði í gær bótakröfu tveggja húseigenda vegna friðunar á tveimur húsum hér í borg. Samanlögð bótakrafa hljóðaði upp á um 435 milljónir króna. 13. desember 2016 07:00 Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur komist að þeirri niðurstöðu að íslenska ríkið sé bótaskylt vegna friðaðs einbýlishúss að Holtsgötu í Reykjavík sem ekki mátti rífa þrátt fyrir að deiliskipulag kveði á um slíkt. Eigandi hússins, sem er ólöglærður, flutti málið sjálfur fyrir dómi en hann taldi að brotið hefði verið á eignarrétti sínum með lögum um menningarminjar sem tóku gildi árið 2013. Kærði skipulagið en byggingarrétturinn þó huggun Tildrög málsins eru þau að þann 17. febrúar 2005 samþykkti borgarráð Reykjavíkur deiliskipulag um svokallaðan Holtsgötureit, en þar stendur hús mannsins. Deiluskipulagið jók byggingarmagn á lóðinni umtalsvert en móðir eigandans, þáverandi eigandi hússins, felldi sig þó ekki við skipulagið vegna fyrirætlana um byggingu fjölbýlishúss á næstu lóð. Kærði hún því deiliskipulagið en Hæstiréttur féllst að endingu ekki á það með henni að hún ætti rétt á bótum vegna þess. Sjá einnig: Vilja 435 milljónir í bætur vegna friðunar Eigandi hússins sagði dóm Hæstaréttar hafa valdið móður sinni, sem lést árið 2015, vonbrigðum en hún hafi huggað sig við að sá byggingarréttur sem deiliskipulagið hefði veitt henni væri ákveðin sárabót. Þessi verðmæti hefðu íslenska ríkið og Minjastofnun aftur á móti svipt móður hans, og síðar hann sjálfan, með setningu laga um menningarminjar og framkvæmd á þeim lögum. Sendu fasteignasölunni tölvupóstÁrið 2015 var fasteignin að Holtsgötu 5 svo sett á sölu en samkvæmt upplýsingum úr opinberum skrám var húsið byggt árið 1904. Vikið var að því í auglýsingu um fasteignina að heimilt væri samkvæmt deiliskipulagi að rífa húsið. Þann 17. nóvember 2015 barst fasteignasölunni hins vegar tölvupóstur frá Minjastofnun þar sem vakin var athygli á því að stofnunin myndi hvorki veita heimild til niðurrifs á húsinu né afnema friðun þess. Í framhaldinu stóð dánarbú móður eigandans í bréfaskiptum við Minjastofnun Íslands og fór fram á bætur og síðar afnám friðunar á Holtsgötu 5. Minjastofnun hafnaði beiðni um afnám friðunar hússins og að um bótaskyldu væri til að dreifa. Í júlí sama ár kærði dánarbúið ákvarðanir Minjastofnunar til forsætisráðuneytisins, sem staðfesti umræddar ákvarðanir stofnunarinnar í desember. Ljóst að ekki nægði að byggja við húsiðLitið var til þess fyrir dómi að einbýlishúsið að Holtsgötu 5 er 96,9 fermetrar. Samkvæmt deiliskipulaginu mátti rífa húsið og byggja nýtt hús, en það mátti þó ekki vera stærra en 235 fermetrar. Sá byggingarreitur liggi nánast að öllu leyti á þeim stað lóðarinnar þar sem hús mannsins stendur nú. Var því fallist á það að fjarlægja þyrfti eldra hús hans af lóðinni til að nýta mætti til fulls leyfilegt byggingarmagn samkvæmt deiliskipulaginu. Í þessum efnum myndi því ekki nægja eiganda hússins að byggja við húsið, ólíkt því sem ríkið og Minjastofnun héldu fram. Þannig var talið sýnt fram á að eigandinn verði fyrir tjóni með því að geta ekki nýtt sér heimildir samkvæmt samþykktu deiliskipulagi. Féllst héraðsdómur því á kröfu hans um viðurkenningu á skaðabótaábyrgð íslenska ríkisins. Hins vegar vísaði dómurinn frá kröfu um að íslenska ríkið og Minjastofnun hafi verið sameiginlega bótaskyld vegna tjóns af völdum stjórnsýslumeðferðar við ráðstöfun fasteignarinnar. Íslenska ríkið og Minjastofnun voru þannig dæmd til að greiða stefnanda 1,2 milljón krónur í málskostnað.
Dómsmál Reykjavík Skipulag Húsavernd Tengdar fréttir Vilja 435 milljónir í bætur vegna friðunar Forsætisráðuneytið hafnaði í gær bótakröfu tveggja húseigenda vegna friðunar á tveimur húsum hér í borg. Samanlögð bótakrafa hljóðaði upp á um 435 milljónir króna. 13. desember 2016 07:00 Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira
Vilja 435 milljónir í bætur vegna friðunar Forsætisráðuneytið hafnaði í gær bótakröfu tveggja húseigenda vegna friðunar á tveimur húsum hér í borg. Samanlögð bótakrafa hljóðaði upp á um 435 milljónir króna. 13. desember 2016 07:00