„Þetta er hræðileg árás á fólk sem hefur háttprýði, samfélag og vináttu í hávegum.“
Þau segjast hafa verið svo lánsöm að hafa eytt tíma í Christchurch og fundið hve hlýtt og örlátt fólkið þar er en hertogahjónin af Sussex heimsóttu landið í haust.
„Við vitum að eftir þetta áfall og þessa sorg munu íbúar Nýja-Sjálands sameinast til þess að sýna að slík illska getur aldrei sigrað samkennd og umburðarlyndi,“ segir í færslunni og senda þau hugheilar kveðjur og bænir til allra landsmanna.
Þau segja enga manneskju eiga að óttast að sækja sína helgistaði og enda kveðjuna á Nýsjálensku kveðjunni Kia Kaha sem merkir einfaldlega: „Verið sterk“.