Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Stjarnan 76-107 | Stjarnan deildarmeistari í fyrsta sinn Axel Örn Sæmundsson skrifar 14. mars 2019 22:00 Hlynur lyftir titlinum í kvöld. vísir/bára Hér í kvöld mættust lið Hauka og Stjörnunnar í lokaumferð Dominos deildar karla. Haukar áttu fyrir leik enga möguleika á að komast í úrslitakeppni og voru því bara að spila upp á stoltið. Stjörnumenn hinsvegar voru að keppast um deildarmeistaratitilinn en Stjörnumenn höfðu spilað frábærlega í vetur og þá sérstaklega í seinni hluta deildarinnar. Þetta gat orðið fyrsti deildarmeistaratitill í sögu Stjörnumanna Fyrsti leikhluti fór mjög hægt af stað og var stemmingin í Schenkerhöllinni fremur skrýtin. Það var ágætis mæting en það heyrðist ekkert sérlega mikið í fólkinu og lítið fagnað. Það var ekki skorað mikið til að byrja með en liðin fóru svo að finna skotin sín og voru bæði tvö að setja niður nokkra þrista. Það var ágætis jafnræði með liðunum en Stjörnumenn voru alltaf einu skrefi á undan heimamönnum. Annar leikhluti var töluvert skemmtilegri og hraðari. Stjörnumenn voru ennþá einu skrefi á undan heimamönnum en samt héldu Haukarnir alltaf í við þá og misstu þá aldrei langt frá sér. Staðan í hálfleik var 46-47 Stjörnumönnum í vil. Stjörnumenn voru frábærir í þriðja leikhluta en þeir keyrðu yfir heimamenn, spiluðu frábæra vörn og voru að klára sóknirnar sínar vel. Eftir þriðja leikhluta voru Stjörnumenn búnir að búa sér til 16 stiga forystu sem var sú mesta í leiknum hingað til. Fjórði leikhluti var allur Stjörnumanna og héldu þeir áfram að keyra yfir heimamenn. Spennunni lauk í þriðja leikhluta og endaði leikurinn með stórsigri Stjörnunnar 76-107.Kraftur í Ægi í kvöld.vísir/báraAf hverju vann Stjarnan? Einstaklingsgæði Stjörnunnar voru mikið betri. Stjörnumenn voru í bakkgír í fyrri hálfleik og voru ekki sannfærandi. Þeir gáfu rækilega í í seinni hálfleik og fóru að setja niður skotin sín og spiluðu frábæra vörn. Deildarmeistararnir fundu taktinn í seinni hálfleik og sigldu yfir heimamenn. Hverjir stóðu uppúr? Antti var frábær í liði Stjörnunnar en hann skoraði 28 stig í leiknum og virtist ekki getað klikkað á tímapunkti í leiknum. Hjálmar var frábær hjá Haukum og skoraði 19 stig og tók 7 fráköst með því. Hvað gekk illa? Varnarleikur Hauka í seinni hálfleik. Sóknarleikurinn svosem líka en hann var þó allavega að fljóta aðeins. Haukarnir áttu erfitt með hraða og gæði Stjörnunnar í seinni hálfleik. Hvað gerist næst? Haukarnir fara núna í sumarfrí en Stjörnumenn eru að fara í úrslitakeppnina og fá þeir ÍR í fyrstu umferð þar.Arnar líflegur í kvöld.vísir/báraArnar: Skemmtilegt að geta unnið þetta fyrir fólkið okkar „Það er mjög skemmtilegt að geta unnið þetta fyrir fólkið okkar, það var vel mætt úr Garðabænum og augljóst að þetta skiptir fólkið okkar miklu máli“ sagði Arnar Guðjónsson þjálfari Stjörnunnar. Það var einungis eitt stig sem skildi liðin að í hálfleik í kvöld og var leikurinn mjög jafn í alla staði. „Fyrri hálfleikur var mjög lélegur, við hentum boltanum út um allt íþróttahús og þeir opnuðu okkur trekk í trekk Haukarnir en við náðum aðeins að stoppa í einhver göt hérna í síðari hálfleik en við þurfum að vera mikið einbeittari þegar kemur að úrslitakeppnini“ Aðspurður hvort Arnar hefði látið menn heyra það í hálfleiksræðunni sinni svaraði hann: „Ég geri það eiginlega aldrei en við töluðum um það að það væri fólk mætt úr Garðabænum til að horfa á okkur lyfta þessum bikar og þeir ættu að nota það sem mótiveringu.“ Stjörnumenn fá Grindavík í 8-liða úrslitum úrslitakeppninnar og er ljóst að það verður hörkuverkefni. Grindvíkingar töpuðu í kvöld gegn ÍR. „Þeir eru hörkulið. Mjög seigir spilarar sem geta skotið vel og þetta verður bara mjög verðugt verkefni.“Ívar á hliðarlínunni í kvöld.vísir/báraÍvar: Golfkylfurnar eru komnar niður „Mér fannst liðið vera að standa sig ágætlega, fyrri hálfleikurinn frábær hjá okkur.“ Sagði Ívar Ásgrímsson þjálfari Hauka eftir tap gegn Stjörnunni í kvöld. „Þeir eru frábært lið og við vorum með marga meidda og þreytta hér í kvöld og þá gengu þeir bara á lagið. Þeir eru með tvo skotmenn sem settu allt niður í kvöld þeir Brandon og Antti. Helsti munurinn hér í kvöld voru þeir tveir.“ Haukamenn voru frábærir í fyrri hálfleik en það blés úr þeim allur vindur í seinni hálfleik. Þreyta og meiðsli spiluðu stóran þátt þar. „Mér fannst fyrri hálfleikurinn okkar mjög góður og fannst mér þetta vera besti hálfleikurinn okkar eftir þetta landsleikjahlé svo ég er mjög stoltur af strákunum hér í kvöld.“ Þetta var síðasti leikur Ívars Ásgrímssonar sem þjálfari Hauka í bili allavega og verður erfitt að fylla í skarð þess sem Ívar er búinn að gera fyrir félagið undanfarin ár. „Ég er búinn að vera hérna lengi og auðvitað er það alltaf erfitt að kveðja sitt félag, en það er vonandi að menn haldi bara áfram hér. Ég ætla að vona að menn hafi metnað til að halda þessu liði sem úrvalsdeildarliði og toppliði. Það þarf að vera með betri Evrópuleikmenn og það kostar smá pening og við vorum bara því miður ekki með það í vetur. Við vorum samt nálægt því að komast í úrslitakeppni þrátt fyrir öll meiðsli.“ Haukarnir spiluðu mikið á ungum íslenskum strákum í vetur sem stigu upp og áttu heilt yfir mjög gott tímabil í Dominos deildinni í vetur. „Mér finnst þessir ungu strákar hafa staðið sig mjög vel og sérstaklega Hilmar, stigið mikið upp og verið frábær. Hann á framtíðina fyrir sér.„ Það virðist sem svo að það sé fremur seint fyrir skíðaferð hjá Ívari en hann virðist vera búinn að ákveða hvað hann skuli gera í fríinu sem hann fær núna á næstu misserum. „Ekki hugmynd. Golfkylfurnar eru komnar niður og maður fer bara að einbeita sér að einhverju öðru. Maður sér bara hvað býðst og það eru engar viðræður í gangi. En ég held að ég hafi sjaldan haft jafn mikla reynslu og í vetur og þurft að taka á alls konar málum sem hafa verið í gangi í vetur. Ég á fullt inni.“Hlynur Bæringsson er fyrirliði Stjörnunnar.vísir/báraHlynur: Þetta var eins og sumarbolti á Álftanesi „Tilfinningin er mjög skemmtileg, það er mikið afrek að vera deildarmeistari þó það sé ekki stærsti titillinn þannig, en við verðum bara að njóta þess yfir helgina allavega en svo er bara hausinn á fyrir næsta verkefni,“ sagði Hlynur Bæringsson leikmaður Stjörnunnar eftir sigur gegn Haukum í kvöld. Stjörnumenn hafa nú sigrað bikarkeppni og orðið deildarmeistarar. Til að fullkomna þrennuna þá verða þeir að standa uppi sem Íslandsmeistarar í lok tímabilsins. „Mitt markmið var að vera deildarmeistari en svo er stóri titillinn eftir. Þannig bara áfram með smjörið,“ Það var jafnt í lok fyrri hálfleiks en svo gáfu Stjörnumenn rækilega í og náðu að finna einhvern takt bæði í vörn sem og sókn. „Mér var svolítið misboðið í fyrri hálfleik sérstaklega varnarlega. Það gátu allir hjá Haukum labbað framhjá mönnunum sínum og það var mjög lélegt tempó yfir þessu, þetta var eins og sumarbolti á Álftanesi. En við náðum að gíra okkur upp og laga þetta aðeins“ Nú er ráðið að Stjörnumenn fá Grindavík í 8-liða úrslitunum. Grindvíkingar hafa verið svolítið upp og niður þetta tímabilið og því ljóst að Stjörnumenn verða að vera vel á tánum gegn þeim gulu úr Grindavík. „Mér lýst vel á Grindavík. Þeir eru óútreiknanlegir, þeir voru ekki góðir um daginn þegar við spiluðum við þá en svo eiga þeir góða leiki inn á milli. Við verðum að halda aftur af þeim og við verðum að nýta breiddina vel og reyna að hlaupa hratt á þá upp og niður.“ Dominos-deild karla
Hér í kvöld mættust lið Hauka og Stjörnunnar í lokaumferð Dominos deildar karla. Haukar áttu fyrir leik enga möguleika á að komast í úrslitakeppni og voru því bara að spila upp á stoltið. Stjörnumenn hinsvegar voru að keppast um deildarmeistaratitilinn en Stjörnumenn höfðu spilað frábærlega í vetur og þá sérstaklega í seinni hluta deildarinnar. Þetta gat orðið fyrsti deildarmeistaratitill í sögu Stjörnumanna Fyrsti leikhluti fór mjög hægt af stað og var stemmingin í Schenkerhöllinni fremur skrýtin. Það var ágætis mæting en það heyrðist ekkert sérlega mikið í fólkinu og lítið fagnað. Það var ekki skorað mikið til að byrja með en liðin fóru svo að finna skotin sín og voru bæði tvö að setja niður nokkra þrista. Það var ágætis jafnræði með liðunum en Stjörnumenn voru alltaf einu skrefi á undan heimamönnum. Annar leikhluti var töluvert skemmtilegri og hraðari. Stjörnumenn voru ennþá einu skrefi á undan heimamönnum en samt héldu Haukarnir alltaf í við þá og misstu þá aldrei langt frá sér. Staðan í hálfleik var 46-47 Stjörnumönnum í vil. Stjörnumenn voru frábærir í þriðja leikhluta en þeir keyrðu yfir heimamenn, spiluðu frábæra vörn og voru að klára sóknirnar sínar vel. Eftir þriðja leikhluta voru Stjörnumenn búnir að búa sér til 16 stiga forystu sem var sú mesta í leiknum hingað til. Fjórði leikhluti var allur Stjörnumanna og héldu þeir áfram að keyra yfir heimamenn. Spennunni lauk í þriðja leikhluta og endaði leikurinn með stórsigri Stjörnunnar 76-107.Kraftur í Ægi í kvöld.vísir/báraAf hverju vann Stjarnan? Einstaklingsgæði Stjörnunnar voru mikið betri. Stjörnumenn voru í bakkgír í fyrri hálfleik og voru ekki sannfærandi. Þeir gáfu rækilega í í seinni hálfleik og fóru að setja niður skotin sín og spiluðu frábæra vörn. Deildarmeistararnir fundu taktinn í seinni hálfleik og sigldu yfir heimamenn. Hverjir stóðu uppúr? Antti var frábær í liði Stjörnunnar en hann skoraði 28 stig í leiknum og virtist ekki getað klikkað á tímapunkti í leiknum. Hjálmar var frábær hjá Haukum og skoraði 19 stig og tók 7 fráköst með því. Hvað gekk illa? Varnarleikur Hauka í seinni hálfleik. Sóknarleikurinn svosem líka en hann var þó allavega að fljóta aðeins. Haukarnir áttu erfitt með hraða og gæði Stjörnunnar í seinni hálfleik. Hvað gerist næst? Haukarnir fara núna í sumarfrí en Stjörnumenn eru að fara í úrslitakeppnina og fá þeir ÍR í fyrstu umferð þar.Arnar líflegur í kvöld.vísir/báraArnar: Skemmtilegt að geta unnið þetta fyrir fólkið okkar „Það er mjög skemmtilegt að geta unnið þetta fyrir fólkið okkar, það var vel mætt úr Garðabænum og augljóst að þetta skiptir fólkið okkar miklu máli“ sagði Arnar Guðjónsson þjálfari Stjörnunnar. Það var einungis eitt stig sem skildi liðin að í hálfleik í kvöld og var leikurinn mjög jafn í alla staði. „Fyrri hálfleikur var mjög lélegur, við hentum boltanum út um allt íþróttahús og þeir opnuðu okkur trekk í trekk Haukarnir en við náðum aðeins að stoppa í einhver göt hérna í síðari hálfleik en við þurfum að vera mikið einbeittari þegar kemur að úrslitakeppnini“ Aðspurður hvort Arnar hefði látið menn heyra það í hálfleiksræðunni sinni svaraði hann: „Ég geri það eiginlega aldrei en við töluðum um það að það væri fólk mætt úr Garðabænum til að horfa á okkur lyfta þessum bikar og þeir ættu að nota það sem mótiveringu.“ Stjörnumenn fá Grindavík í 8-liða úrslitum úrslitakeppninnar og er ljóst að það verður hörkuverkefni. Grindvíkingar töpuðu í kvöld gegn ÍR. „Þeir eru hörkulið. Mjög seigir spilarar sem geta skotið vel og þetta verður bara mjög verðugt verkefni.“Ívar á hliðarlínunni í kvöld.vísir/báraÍvar: Golfkylfurnar eru komnar niður „Mér fannst liðið vera að standa sig ágætlega, fyrri hálfleikurinn frábær hjá okkur.“ Sagði Ívar Ásgrímsson þjálfari Hauka eftir tap gegn Stjörnunni í kvöld. „Þeir eru frábært lið og við vorum með marga meidda og þreytta hér í kvöld og þá gengu þeir bara á lagið. Þeir eru með tvo skotmenn sem settu allt niður í kvöld þeir Brandon og Antti. Helsti munurinn hér í kvöld voru þeir tveir.“ Haukamenn voru frábærir í fyrri hálfleik en það blés úr þeim allur vindur í seinni hálfleik. Þreyta og meiðsli spiluðu stóran þátt þar. „Mér fannst fyrri hálfleikurinn okkar mjög góður og fannst mér þetta vera besti hálfleikurinn okkar eftir þetta landsleikjahlé svo ég er mjög stoltur af strákunum hér í kvöld.“ Þetta var síðasti leikur Ívars Ásgrímssonar sem þjálfari Hauka í bili allavega og verður erfitt að fylla í skarð þess sem Ívar er búinn að gera fyrir félagið undanfarin ár. „Ég er búinn að vera hérna lengi og auðvitað er það alltaf erfitt að kveðja sitt félag, en það er vonandi að menn haldi bara áfram hér. Ég ætla að vona að menn hafi metnað til að halda þessu liði sem úrvalsdeildarliði og toppliði. Það þarf að vera með betri Evrópuleikmenn og það kostar smá pening og við vorum bara því miður ekki með það í vetur. Við vorum samt nálægt því að komast í úrslitakeppni þrátt fyrir öll meiðsli.“ Haukarnir spiluðu mikið á ungum íslenskum strákum í vetur sem stigu upp og áttu heilt yfir mjög gott tímabil í Dominos deildinni í vetur. „Mér finnst þessir ungu strákar hafa staðið sig mjög vel og sérstaklega Hilmar, stigið mikið upp og verið frábær. Hann á framtíðina fyrir sér.„ Það virðist sem svo að það sé fremur seint fyrir skíðaferð hjá Ívari en hann virðist vera búinn að ákveða hvað hann skuli gera í fríinu sem hann fær núna á næstu misserum. „Ekki hugmynd. Golfkylfurnar eru komnar niður og maður fer bara að einbeita sér að einhverju öðru. Maður sér bara hvað býðst og það eru engar viðræður í gangi. En ég held að ég hafi sjaldan haft jafn mikla reynslu og í vetur og þurft að taka á alls konar málum sem hafa verið í gangi í vetur. Ég á fullt inni.“Hlynur Bæringsson er fyrirliði Stjörnunnar.vísir/báraHlynur: Þetta var eins og sumarbolti á Álftanesi „Tilfinningin er mjög skemmtileg, það er mikið afrek að vera deildarmeistari þó það sé ekki stærsti titillinn þannig, en við verðum bara að njóta þess yfir helgina allavega en svo er bara hausinn á fyrir næsta verkefni,“ sagði Hlynur Bæringsson leikmaður Stjörnunnar eftir sigur gegn Haukum í kvöld. Stjörnumenn hafa nú sigrað bikarkeppni og orðið deildarmeistarar. Til að fullkomna þrennuna þá verða þeir að standa uppi sem Íslandsmeistarar í lok tímabilsins. „Mitt markmið var að vera deildarmeistari en svo er stóri titillinn eftir. Þannig bara áfram með smjörið,“ Það var jafnt í lok fyrri hálfleiks en svo gáfu Stjörnumenn rækilega í og náðu að finna einhvern takt bæði í vörn sem og sókn. „Mér var svolítið misboðið í fyrri hálfleik sérstaklega varnarlega. Það gátu allir hjá Haukum labbað framhjá mönnunum sínum og það var mjög lélegt tempó yfir þessu, þetta var eins og sumarbolti á Álftanesi. En við náðum að gíra okkur upp og laga þetta aðeins“ Nú er ráðið að Stjörnumenn fá Grindavík í 8-liða úrslitunum. Grindvíkingar hafa verið svolítið upp og niður þetta tímabilið og því ljóst að Stjörnumenn verða að vera vel á tánum gegn þeim gulu úr Grindavík. „Mér lýst vel á Grindavík. Þeir eru óútreiknanlegir, þeir voru ekki góðir um daginn þegar við spiluðum við þá en svo eiga þeir góða leiki inn á milli. Við verðum að halda aftur af þeim og við verðum að nýta breiddina vel og reyna að hlaupa hratt á þá upp og niður.“
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum