Vantraust á dómsmálaráðherra óumflýjanlegt Sighvatur Jónsson skrifar 12. mars 2019 17:30 Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar. Vísir/Vilhelm Formaður Samfylkingarinnar telur eðlilegt að dómsmálaráðherra segi af sér vegna Landsréttardóms Mannréttindadómstóls Evrópu. Hann segir óumflýjanlegt að lýsa yfir vantrausti á ráðherra. Formaður Viðreisnar segir réttarríkið í óvissu vegna dómsins og viðbragða dómsmálaráðherra við honum. Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, segir Landsréttarmálið vera stórt klúður. „Það er grundvallaratriði í réttarríki að einstaklingar geti leitað til óvilhallra, sjálfstæðra dómstóla. Það er í uppnámi núna. Eðlileg viðbrögð væru að dómsmálaráðherra segði af sér.“ Logi býst við að Vinstri græn geri athugasemdir við stöðu dómsmálaráðherra í ljósi dóms Mannréttindadómstólsins. „Það verður fróðlegt að sjá hvort þau muni í annað sinn verja ráðherra vantrausti þegar það verður lagt fram. Ég tel óumflýjanlegt að það verði gert ef ríkisstjórnin verður ekki á undan og gerir hreint fyrir sínum dyrum.“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar.FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, segir það vera meginhlutverk þingmanna og stjórnvalda að vernda réttarríkið. Það sé nú í algerri óvissu vegna dóms Mannréttindadómstólsins og viðbragða dómsmálaráðherra. „Hún er að festa sig í orð minnihlutans, tveggja dómara, í stað þess að taka af auðmýkt þessari niðurstöðu og segja að málið sé grafalvarlegt fyrir íslenska þjóð. Að hugsa sér það að ætla að ýta málinu á undan sér, ekki bara í nokkra mánuði heldur nokkur ár. Það er algerlega óásættanlegt fyrir dómskerfið og réttarríkið,“ segir Þorgerður Katrín í samtali við fréttastofu. Aðspurð hvort Viðreisn geri þá kröfu að dómsmálaráðherra segi af sér segir Þorgerður Katrín að það liggi ljóst fyrir að dómsmálaráðherra geti ekki fylgt málinu eftir, hún sé orðin vanhæf til þess. Annar ráðherra í ríkisstjórn verði að taka á málinu. „Mér finnst mikilvægast núna, áður en við förum að ræða vantraust og annað, að við leysum úr þessu máli. Í því liggur ábyrgð okkar þingmanna og stjórnvalda, að koma dómskerfinu í lag aftur,“ segir Þorgerður Katrín. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra er stödd í New York á fundi kvennanefndar Sameinuðu þjóðanna. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu hyggst hún ekki tjá sig um dóm Mannréttindadómstóls Evrópu fyrr en hún kemur aftur til landsins á morgun. Dómsmál Dómstólar Landsréttarmálið Samfylkingin Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Fleiri fréttir „Jómfrúarræður“ séu barns síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Sjá meira
Formaður Samfylkingarinnar telur eðlilegt að dómsmálaráðherra segi af sér vegna Landsréttardóms Mannréttindadómstóls Evrópu. Hann segir óumflýjanlegt að lýsa yfir vantrausti á ráðherra. Formaður Viðreisnar segir réttarríkið í óvissu vegna dómsins og viðbragða dómsmálaráðherra við honum. Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, segir Landsréttarmálið vera stórt klúður. „Það er grundvallaratriði í réttarríki að einstaklingar geti leitað til óvilhallra, sjálfstæðra dómstóla. Það er í uppnámi núna. Eðlileg viðbrögð væru að dómsmálaráðherra segði af sér.“ Logi býst við að Vinstri græn geri athugasemdir við stöðu dómsmálaráðherra í ljósi dóms Mannréttindadómstólsins. „Það verður fróðlegt að sjá hvort þau muni í annað sinn verja ráðherra vantrausti þegar það verður lagt fram. Ég tel óumflýjanlegt að það verði gert ef ríkisstjórnin verður ekki á undan og gerir hreint fyrir sínum dyrum.“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar.FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, segir það vera meginhlutverk þingmanna og stjórnvalda að vernda réttarríkið. Það sé nú í algerri óvissu vegna dóms Mannréttindadómstólsins og viðbragða dómsmálaráðherra. „Hún er að festa sig í orð minnihlutans, tveggja dómara, í stað þess að taka af auðmýkt þessari niðurstöðu og segja að málið sé grafalvarlegt fyrir íslenska þjóð. Að hugsa sér það að ætla að ýta málinu á undan sér, ekki bara í nokkra mánuði heldur nokkur ár. Það er algerlega óásættanlegt fyrir dómskerfið og réttarríkið,“ segir Þorgerður Katrín í samtali við fréttastofu. Aðspurð hvort Viðreisn geri þá kröfu að dómsmálaráðherra segi af sér segir Þorgerður Katrín að það liggi ljóst fyrir að dómsmálaráðherra geti ekki fylgt málinu eftir, hún sé orðin vanhæf til þess. Annar ráðherra í ríkisstjórn verði að taka á málinu. „Mér finnst mikilvægast núna, áður en við förum að ræða vantraust og annað, að við leysum úr þessu máli. Í því liggur ábyrgð okkar þingmanna og stjórnvalda, að koma dómskerfinu í lag aftur,“ segir Þorgerður Katrín. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra er stödd í New York á fundi kvennanefndar Sameinuðu þjóðanna. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu hyggst hún ekki tjá sig um dóm Mannréttindadómstóls Evrópu fyrr en hún kemur aftur til landsins á morgun.
Dómsmál Dómstólar Landsréttarmálið Samfylkingin Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Fleiri fréttir „Jómfrúarræður“ séu barns síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Sjá meira