Greiða atkvæði um útgöngusamning May í dag Kjartan Kjartansson skrifar 12. mars 2019 11:23 Stuðningsmaður útgöngunnar úr Evrópusambandinu með kröfuspjald sem merkt er Breska sjálfstæðisflokknum Ukip. Vísir/EPA Breskir þingmenn greiða atkvæði um útgöngusamning Theresu May, forsætisráðherra, í dag. Hún segist hafa náð fram „lagalega bindandi“ breytingum á samningnum frá þeirri útgáfu sem þingið hafnaði á afgerandi hátt í janúar. Tilkynnt var í gærkvöldi að May hefði náð samkomulagi við Evrópusambandið um breytingar á írsku baktryggingunni svonefndu. Hún hefur verið sérlega umdeild á meðal breskra þingmanna en henni er ætlað að koma í veg fyrir að koma þurfi upp hefðbundnum landamærum á milli Írlands og Norður-Írlands. May segir að með breytingunni nú sé komið í veg fyrir að baktryggingin verði varanleg. Með henni yrðu Norður-Írar áfram aðilar að tollabandalagi sambandsins þangað til samið yrðu um varanlega lausn. Samkomulag May nú felur einnig í sér að samið verði um þá lausn fyrir desember árið 2020. Andstaða þingmanna við útgöngusamninginn hefur meðal annars byggst á ótta við að Bretland myndi „festast“ inn í tollabandalaginu ef ekki næðist samkomulag um lausn fyrir Norður-Írland. Umræður í breska þinginu eiga að hefjast klukkan 13:00 í dag. Áður mun lögfræðilegur ráðgjafi ríkisstjórnarinnar leggja fram mat sitt á breytingunum. Hann varaði við hættunni á að baktryggingin yrði varanleg í fyrri útgöngusamningi May. Gangi dagskráin eftir hefjast atkvæðagreiðslur um breytingatillögur klukkan 19:00 í kvöld. Í framhaldinu verða atkvæði greidd um útgöngusamninginn sem slíkan, að því er kemur fram í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. May hefur sagt að felli þingmenn hann verði önnur atkvæðagreiðsla haldin á morgun um hvort þingmenn vilji ganga úr sambandinu án samnings 29. mars. Varað hefur verið við efnahagslegum hamförum verði sú leið farin. Hafni þingmenn útgöngu án samnings verður enn önnur atkvæðagreiðsla haldin, nú um hvort þeir vilji fresta útgöngunni. May hefur sagt að ljóst yrði að vera að slík frestun yrði aðeins til skamms tíma. Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Hafa komist að samkomulagi um Brexit, aftur Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, hefur gert bindandi samkomulag við forkólfa Evrópusambandsins varðandi landamæri Írlands og Norður-Írlands í kjölfar Brexit, úrgöngu Bretlands úr sambandinu. 11. mars 2019 23:28 Ekki meirihluti fyrir annarri Brexit-þjóðaratkvæðagreiðslu Ef marka má opinber ummæli breskra þingmanna er ekki meirihluti fyrir því að kjósa aftur um útgönguna úr Evrópusambandinu. 11. mars 2019 08:49 Mest lesið „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Innlent Fleiri fréttir Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Sjá meira
Breskir þingmenn greiða atkvæði um útgöngusamning Theresu May, forsætisráðherra, í dag. Hún segist hafa náð fram „lagalega bindandi“ breytingum á samningnum frá þeirri útgáfu sem þingið hafnaði á afgerandi hátt í janúar. Tilkynnt var í gærkvöldi að May hefði náð samkomulagi við Evrópusambandið um breytingar á írsku baktryggingunni svonefndu. Hún hefur verið sérlega umdeild á meðal breskra þingmanna en henni er ætlað að koma í veg fyrir að koma þurfi upp hefðbundnum landamærum á milli Írlands og Norður-Írlands. May segir að með breytingunni nú sé komið í veg fyrir að baktryggingin verði varanleg. Með henni yrðu Norður-Írar áfram aðilar að tollabandalagi sambandsins þangað til samið yrðu um varanlega lausn. Samkomulag May nú felur einnig í sér að samið verði um þá lausn fyrir desember árið 2020. Andstaða þingmanna við útgöngusamninginn hefur meðal annars byggst á ótta við að Bretland myndi „festast“ inn í tollabandalaginu ef ekki næðist samkomulag um lausn fyrir Norður-Írland. Umræður í breska þinginu eiga að hefjast klukkan 13:00 í dag. Áður mun lögfræðilegur ráðgjafi ríkisstjórnarinnar leggja fram mat sitt á breytingunum. Hann varaði við hættunni á að baktryggingin yrði varanleg í fyrri útgöngusamningi May. Gangi dagskráin eftir hefjast atkvæðagreiðslur um breytingatillögur klukkan 19:00 í kvöld. Í framhaldinu verða atkvæði greidd um útgöngusamninginn sem slíkan, að því er kemur fram í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. May hefur sagt að felli þingmenn hann verði önnur atkvæðagreiðsla haldin á morgun um hvort þingmenn vilji ganga úr sambandinu án samnings 29. mars. Varað hefur verið við efnahagslegum hamförum verði sú leið farin. Hafni þingmenn útgöngu án samnings verður enn önnur atkvæðagreiðsla haldin, nú um hvort þeir vilji fresta útgöngunni. May hefur sagt að ljóst yrði að vera að slík frestun yrði aðeins til skamms tíma.
Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Hafa komist að samkomulagi um Brexit, aftur Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, hefur gert bindandi samkomulag við forkólfa Evrópusambandsins varðandi landamæri Írlands og Norður-Írlands í kjölfar Brexit, úrgöngu Bretlands úr sambandinu. 11. mars 2019 23:28 Ekki meirihluti fyrir annarri Brexit-þjóðaratkvæðagreiðslu Ef marka má opinber ummæli breskra þingmanna er ekki meirihluti fyrir því að kjósa aftur um útgönguna úr Evrópusambandinu. 11. mars 2019 08:49 Mest lesið „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Innlent Fleiri fréttir Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Sjá meira
Hafa komist að samkomulagi um Brexit, aftur Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, hefur gert bindandi samkomulag við forkólfa Evrópusambandsins varðandi landamæri Írlands og Norður-Írlands í kjölfar Brexit, úrgöngu Bretlands úr sambandinu. 11. mars 2019 23:28
Ekki meirihluti fyrir annarri Brexit-þjóðaratkvæðagreiðslu Ef marka má opinber ummæli breskra þingmanna er ekki meirihluti fyrir því að kjósa aftur um útgönguna úr Evrópusambandinu. 11. mars 2019 08:49