Ekki meirihluti fyrir annarri Brexit-þjóðaratkvæðagreiðslu Kjartan Kjartansson skrifar 11. mars 2019 08:49 Andstæðingur Brexit mótmælir við breska þinghúsið. Breska þjóðin er klofin í tvær svipað stórar fylkingar í afstöðunni til útgöngunnar. Vísir/EPA Meirihluti breskra þingmanna styður ekki að önnur þjóðaratkvæðagreiðsla um útgöngu úr Evrópusambandinu verði haldin. Þingið greiðir atkvæði um útgöngusamning Theresu May, forsætisráðherra, á morgun en aðeins þrjár vikur eru nú þar til útgangan á að verða að veruleika. Ef marka má opinber ummæli breskra þingmanna sem Reuters-fréttastofan hefur tekið saman er ekki meirihluti fyrir annarri þjóðaratkvæðagreiðslu á þinginu. Kröfur um slíka atkvæðagreiðslu hafa orðið háværari undanfarna mánuði. Tímamót urðu í þeirri umræðu þegar Verkamannaflokkurinn lýsti sig fylgjandi öðru þjóðaratkvæði í febrúar. Aðeins 219 þingmenn hafa lýst yfir vilja til að láta aðra þjóðaratkvæðagreiðslu fara fram og 65 til viðbótar hafa ekki látið skoðun sína uppi. Alls þarf 318 atkvæði á þingi til að samþykkja tillögu um aðra þjóðaratkvæðagreiðslu. May hefur útilokað að leggja fram tillögu um aðra þjóðaratkvæðagreiðslu. Verkamannaflokkurinn hefur einnig sagt að hann ætli ekki að gera það á morgun. Ekki er þó loku fyrir það skotið að einstaka þingmenn gætu lagt fram slíka tillögu. Fyrri útgöngusamningi May var hafnað með afgerandi meirihluta á þingi í janúar. Hún hefur sagt að verði samningur hennar felldur aftur muni hún biðja þingmenn um að greiða atkvæði um hvort þeir vilji ganga úr Evrópusambandinu án samnings 29. mars. Reynist ekki meirihluti fyrir því láti hún greiða atkvæði um að fresta útgöngunni. Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Ekkert þokast í Brexit-viðræðum Ekkert þokast í viðræðum Breta og Evrópusambandsins hvað varðar Brexit en á morgun eiga þingmenn á breska þinginu að kjósa á ný um samning Theresu May forsætisráðherra um útgöngu úr sambandinu. 11. mars 2019 07:50 Líklegt að Brexit verði frestað hafni þingmenn samningi Fjármálaráðherra Bretlands segist viss um að breska þingið muni hafna því að ganga úr Evrópusambandinu án útgöngusamnings. 7. mars 2019 10:47 Norður-Írar vilja mildustu útgáfu Brexit Skoðanakönnun leiðir í ljós að tveir af hverjum þremur Norður-Írum vilja að Bretland verði áfram hluti af innri markaði ESB og tollabandalagi frekar en að sett verði upp landamæraeftirlit á Írlandi. 8. mars 2019 10:55 Mest lesið Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Sérstök öryggisstofnun í startholunum Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fleiri fréttir Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Sjá meira
Meirihluti breskra þingmanna styður ekki að önnur þjóðaratkvæðagreiðsla um útgöngu úr Evrópusambandinu verði haldin. Þingið greiðir atkvæði um útgöngusamning Theresu May, forsætisráðherra, á morgun en aðeins þrjár vikur eru nú þar til útgangan á að verða að veruleika. Ef marka má opinber ummæli breskra þingmanna sem Reuters-fréttastofan hefur tekið saman er ekki meirihluti fyrir annarri þjóðaratkvæðagreiðslu á þinginu. Kröfur um slíka atkvæðagreiðslu hafa orðið háværari undanfarna mánuði. Tímamót urðu í þeirri umræðu þegar Verkamannaflokkurinn lýsti sig fylgjandi öðru þjóðaratkvæði í febrúar. Aðeins 219 þingmenn hafa lýst yfir vilja til að láta aðra þjóðaratkvæðagreiðslu fara fram og 65 til viðbótar hafa ekki látið skoðun sína uppi. Alls þarf 318 atkvæði á þingi til að samþykkja tillögu um aðra þjóðaratkvæðagreiðslu. May hefur útilokað að leggja fram tillögu um aðra þjóðaratkvæðagreiðslu. Verkamannaflokkurinn hefur einnig sagt að hann ætli ekki að gera það á morgun. Ekki er þó loku fyrir það skotið að einstaka þingmenn gætu lagt fram slíka tillögu. Fyrri útgöngusamningi May var hafnað með afgerandi meirihluta á þingi í janúar. Hún hefur sagt að verði samningur hennar felldur aftur muni hún biðja þingmenn um að greiða atkvæði um hvort þeir vilji ganga úr Evrópusambandinu án samnings 29. mars. Reynist ekki meirihluti fyrir því láti hún greiða atkvæði um að fresta útgöngunni.
Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Ekkert þokast í Brexit-viðræðum Ekkert þokast í viðræðum Breta og Evrópusambandsins hvað varðar Brexit en á morgun eiga þingmenn á breska þinginu að kjósa á ný um samning Theresu May forsætisráðherra um útgöngu úr sambandinu. 11. mars 2019 07:50 Líklegt að Brexit verði frestað hafni þingmenn samningi Fjármálaráðherra Bretlands segist viss um að breska þingið muni hafna því að ganga úr Evrópusambandinu án útgöngusamnings. 7. mars 2019 10:47 Norður-Írar vilja mildustu útgáfu Brexit Skoðanakönnun leiðir í ljós að tveir af hverjum þremur Norður-Írum vilja að Bretland verði áfram hluti af innri markaði ESB og tollabandalagi frekar en að sett verði upp landamæraeftirlit á Írlandi. 8. mars 2019 10:55 Mest lesið Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Sérstök öryggisstofnun í startholunum Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fleiri fréttir Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Sjá meira
Ekkert þokast í Brexit-viðræðum Ekkert þokast í viðræðum Breta og Evrópusambandsins hvað varðar Brexit en á morgun eiga þingmenn á breska þinginu að kjósa á ný um samning Theresu May forsætisráðherra um útgöngu úr sambandinu. 11. mars 2019 07:50
Líklegt að Brexit verði frestað hafni þingmenn samningi Fjármálaráðherra Bretlands segist viss um að breska þingið muni hafna því að ganga úr Evrópusambandinu án útgöngusamnings. 7. mars 2019 10:47
Norður-Írar vilja mildustu útgáfu Brexit Skoðanakönnun leiðir í ljós að tveir af hverjum þremur Norður-Írum vilja að Bretland verði áfram hluti af innri markaði ESB og tollabandalagi frekar en að sett verði upp landamæraeftirlit á Írlandi. 8. mars 2019 10:55