Nú þarf að blása til sóknar Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar 29. mars 2019 16:19 Það er óhætt að segja að íslenskt samfélag hafi farið á hliðina fimmtudagsmorguninn 28. mars, þegar ljóst varð að flugfélagið WOW air væri komið í þrot. Samstundis voru viðbragðsáætlanir stjórnvalda virkjaðar, en megininnihald þeirra er að koma þeim farþegum flugfélagsins til bjargar, sem áttu bókað flug með félaginu annað hvort heim til sín frá Íslandi eða til landsins. Sömuleiðis er fylgst grannt með umfjöllun erlendra fjölmiðla um málið, þar sem ljóst er að neikvæð umfjöllun í tengslum við gjaldþrot WOW air og afleiðingar þess fyrir neytendur, þessa fyrstu daga, geta verið skaðleg fyrir áfangastaðinn til lengri tíma. Það er mikilvægt fyrir orðspor landsins að bregðast hratt og vel við og tryggja sanngjarna lausn fyrir þá ferðamenn, viðskiptavini WOW air, sem lent hafa í vandræðum. Við gerum ráð fyrir að hægt verði að leysa hratt og vel úr málum þessara ferðamanna á næstu dögum.Áhrifin ótvíræð Eftir standa áhrif falls WOW air á íslenskt samfélag og á fyrirtæki í ferðaþjónustu, en atvinnugreinin hefur verið burðarstoð atvinnulífs hér á landi síðustu ár. WOW air flutti undanfarin ár hundruð þúsunda ferðamanna til Íslands. Ljóst er að margir erlendir endursöluaðilar og ferðamenn sitja nú einhvers staðar í Evrópu og Ameríku með flugmiða til Íslands, sem ekki verður hægt að nota. Þetta eru gestir, sem eru búnir að taka ákvörðun um að heimsækja Ísland – ferðamenn sem koma hingað á eigin vegum og stórir hópar ferðamanna í skipulögðum ferðum, sem slæmt er að missa af. Áhrifin eru því ótvíræð.Versnandi rekstrarskilyrði Rekstrarskilyrði ferðaþjónustufyrirtækja hafa snarversnað undanfarin ár, ekki síst vegna hækkandi launakostnaðar og sterks gengis íslensku krónunnar sem hefur dregið verulega úr samkeppnishæfni Íslands sem áfangastaðar fyrir ferðamenn. Þetta eru þættir sem nú þegar hafa þrýst verðlagi í erlendri mynt upp úr öllu valdi. Ferðaþjónustufyrirtæki af öllum stærðum og gerðum standa þessi misserin í ströngu, allflest standa þau í hagræðingaraðgerðum, uppsögnum á starfsfólki og samþjöppun af ýmsu tagi. Gjaldþrot WOW air með tilheyrandi óvissu um framboð flugsæta til Íslands, eykur vandann og er grafalvarlegt mál fyrir fyrirtæki í ferðaþjónustu hér á landi og fyrir þjóðarbúið í heild. Þessu til viðbótar er ferðaþjónustan með erfiða kjaradeilu í fanginu, þar sem handvalin fyrirtæki eru eina skotmark verkalýðshreyfingarinnar. Við þetta tækifæri vil ég beina því til verkalýðshreyfingarinnar að áframhaldandi verkföll í ferðaþjónustu eru á þessum tímapunkti algjörlega fráleit og má í raun líkja við spark í liggjandi mann.Tapaðar gjaldeyristekjur Þrátt fyrir að önnur flugfélög nái að auka framboð af flugsætum til áfangastaðarins, til að bæta úr fækkun flugsæta vegna brotthvarfs WOW air, þá er ekki ósennilegt að erlendum ferðamönnum hér á landi muni fækka um rúmlega 300 þúsund milli ára. Þetta mun valda því að tekjur fyrirtækja í ferðaþjónustu, í verslun og annarri þjónustu og óbeinum sköttum gætu lækkað sem nemur um 80 milljörðum króna. Hér á landi starfa um 20-25 þúsund manns í ferðaþjónustu, en vöxtur í greininni hefur sannarlega runnið til launþega í landinu. Full ástæða er til að minna á að atvinnuleysi á árunum eftir hrun hvarf með vexti atvinnugreinarinnar og lífskjör hafa sjaldan verið betri. Nú er ekki rétti tíminn til óraunhæfra launahækkana sem munu eingöngu leiða til fleiri uppsagna en eru nú þegar í kortunum.Áhyggjur ferðaþjónustunnar Framundan er háannatími í ferðaþjónustu og áhyggjur þeirra sem starfa í ferðaþjónustu eru töluverðar. Á þeim tíma afla flest ef ekki öll ferðaþjónustufyrirtæki um allt land þeirra tekna sem eru grundvöllur rekstrar allt árið um kring. Verði sá framboðsskortur sem nú er að raungerast varanlegur og viðvarandi á næstu mánuðum, þá mun það verða mikið högg og fyrir sum fyrirtæki jafnvel banvænt högg.Viðbragðsáætlun fyrir ferðaþjónustu Það er því lífsnauðsynlegt fyrir atvinnugreinina að virkjuð verði sérstök viðbragðsáætlun til þess að lágmarka þann skaða sem er í uppsiglingu. Hún þarf að hafa það að megininnihaldi að leita allra leiða til að fá þau flugfélög sem þegar eru að fljúga til og frá Íslandi til að auka við flugframboð frá þeim flugvöllum erlendis, þar sem ljóst má vera að eftirspurnin er fyrir hendi. Takist það þyrfti að fara í sértækt markaðsátak á þeim svæðum sem við höfum skilgreint sem lykilmarkaði í þeim tilgangi að örva eftirspurn, bæði nú fyrir sumarið og ekki síður fyrir veturinn 2019-2020. Nú þarf að blása til sóknar. Ferðaþjónustan og stjórnvöld hafa áður sýnt hvað í þeim býr þegar áföll hafa dunið yfir og nú er einmitt tíminn til að snúa bökum saman og lágmarka skaðann. Það er þegar upp er staðið, öllum í hag.Höfundur er formaður Samtaka ferðaþjónustunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarnheiður Hallsdóttir Ferðamennska á Íslandi WOW Air Mest lesið Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson Skoðun Halldór 01.11.25 Halldór Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Sjá meira
Það er óhætt að segja að íslenskt samfélag hafi farið á hliðina fimmtudagsmorguninn 28. mars, þegar ljóst varð að flugfélagið WOW air væri komið í þrot. Samstundis voru viðbragðsáætlanir stjórnvalda virkjaðar, en megininnihald þeirra er að koma þeim farþegum flugfélagsins til bjargar, sem áttu bókað flug með félaginu annað hvort heim til sín frá Íslandi eða til landsins. Sömuleiðis er fylgst grannt með umfjöllun erlendra fjölmiðla um málið, þar sem ljóst er að neikvæð umfjöllun í tengslum við gjaldþrot WOW air og afleiðingar þess fyrir neytendur, þessa fyrstu daga, geta verið skaðleg fyrir áfangastaðinn til lengri tíma. Það er mikilvægt fyrir orðspor landsins að bregðast hratt og vel við og tryggja sanngjarna lausn fyrir þá ferðamenn, viðskiptavini WOW air, sem lent hafa í vandræðum. Við gerum ráð fyrir að hægt verði að leysa hratt og vel úr málum þessara ferðamanna á næstu dögum.Áhrifin ótvíræð Eftir standa áhrif falls WOW air á íslenskt samfélag og á fyrirtæki í ferðaþjónustu, en atvinnugreinin hefur verið burðarstoð atvinnulífs hér á landi síðustu ár. WOW air flutti undanfarin ár hundruð þúsunda ferðamanna til Íslands. Ljóst er að margir erlendir endursöluaðilar og ferðamenn sitja nú einhvers staðar í Evrópu og Ameríku með flugmiða til Íslands, sem ekki verður hægt að nota. Þetta eru gestir, sem eru búnir að taka ákvörðun um að heimsækja Ísland – ferðamenn sem koma hingað á eigin vegum og stórir hópar ferðamanna í skipulögðum ferðum, sem slæmt er að missa af. Áhrifin eru því ótvíræð.Versnandi rekstrarskilyrði Rekstrarskilyrði ferðaþjónustufyrirtækja hafa snarversnað undanfarin ár, ekki síst vegna hækkandi launakostnaðar og sterks gengis íslensku krónunnar sem hefur dregið verulega úr samkeppnishæfni Íslands sem áfangastaðar fyrir ferðamenn. Þetta eru þættir sem nú þegar hafa þrýst verðlagi í erlendri mynt upp úr öllu valdi. Ferðaþjónustufyrirtæki af öllum stærðum og gerðum standa þessi misserin í ströngu, allflest standa þau í hagræðingaraðgerðum, uppsögnum á starfsfólki og samþjöppun af ýmsu tagi. Gjaldþrot WOW air með tilheyrandi óvissu um framboð flugsæta til Íslands, eykur vandann og er grafalvarlegt mál fyrir fyrirtæki í ferðaþjónustu hér á landi og fyrir þjóðarbúið í heild. Þessu til viðbótar er ferðaþjónustan með erfiða kjaradeilu í fanginu, þar sem handvalin fyrirtæki eru eina skotmark verkalýðshreyfingarinnar. Við þetta tækifæri vil ég beina því til verkalýðshreyfingarinnar að áframhaldandi verkföll í ferðaþjónustu eru á þessum tímapunkti algjörlega fráleit og má í raun líkja við spark í liggjandi mann.Tapaðar gjaldeyristekjur Þrátt fyrir að önnur flugfélög nái að auka framboð af flugsætum til áfangastaðarins, til að bæta úr fækkun flugsæta vegna brotthvarfs WOW air, þá er ekki ósennilegt að erlendum ferðamönnum hér á landi muni fækka um rúmlega 300 þúsund milli ára. Þetta mun valda því að tekjur fyrirtækja í ferðaþjónustu, í verslun og annarri þjónustu og óbeinum sköttum gætu lækkað sem nemur um 80 milljörðum króna. Hér á landi starfa um 20-25 þúsund manns í ferðaþjónustu, en vöxtur í greininni hefur sannarlega runnið til launþega í landinu. Full ástæða er til að minna á að atvinnuleysi á árunum eftir hrun hvarf með vexti atvinnugreinarinnar og lífskjör hafa sjaldan verið betri. Nú er ekki rétti tíminn til óraunhæfra launahækkana sem munu eingöngu leiða til fleiri uppsagna en eru nú þegar í kortunum.Áhyggjur ferðaþjónustunnar Framundan er háannatími í ferðaþjónustu og áhyggjur þeirra sem starfa í ferðaþjónustu eru töluverðar. Á þeim tíma afla flest ef ekki öll ferðaþjónustufyrirtæki um allt land þeirra tekna sem eru grundvöllur rekstrar allt árið um kring. Verði sá framboðsskortur sem nú er að raungerast varanlegur og viðvarandi á næstu mánuðum, þá mun það verða mikið högg og fyrir sum fyrirtæki jafnvel banvænt högg.Viðbragðsáætlun fyrir ferðaþjónustu Það er því lífsnauðsynlegt fyrir atvinnugreinina að virkjuð verði sérstök viðbragðsáætlun til þess að lágmarka þann skaða sem er í uppsiglingu. Hún þarf að hafa það að megininnihaldi að leita allra leiða til að fá þau flugfélög sem þegar eru að fljúga til og frá Íslandi til að auka við flugframboð frá þeim flugvöllum erlendis, þar sem ljóst má vera að eftirspurnin er fyrir hendi. Takist það þyrfti að fara í sértækt markaðsátak á þeim svæðum sem við höfum skilgreint sem lykilmarkaði í þeim tilgangi að örva eftirspurn, bæði nú fyrir sumarið og ekki síður fyrir veturinn 2019-2020. Nú þarf að blása til sóknar. Ferðaþjónustan og stjórnvöld hafa áður sýnt hvað í þeim býr þegar áföll hafa dunið yfir og nú er einmitt tíminn til að snúa bökum saman og lágmarka skaðann. Það er þegar upp er staðið, öllum í hag.Höfundur er formaður Samtaka ferðaþjónustunnar.
Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir Skoðun
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir Skoðun
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun