Þingið fellir útgöngusamning May í þriðja skiptið Kjartan Kjartansson skrifar 29. mars 2019 14:49 May beið enn einn ósigurinn í þinginu í dag. Vísir/EPA Meirihluti breska þingsins hafnaði útgöngusamningi Theresu May, forsætisráðherra, í þriðja skipti í atkvæðagreiðslu nú fyrir stundu. Að óbreyttu hafa Bretar því val um að ganga úr sambandinu 12. apríl eða að fresta útgöngunni til lengri tíma. Samningurinn var felldur með 344 atkvæðum gegn 286. Evrópusambandið hafið gefið Bretum frest á útgöngunni, sem átti að vera í dag, til að gefa þeim svigrúm til að samþykkja útgöngusamning til 12. apríl. Fulltrúar þess hafa lýst því yfir að yrði samningurinn ekki samþykktur í Bretlandi féllust þeir aðeins á lengri frestun, allt að árslanga. „Afleiðingar ákvörðunar neðri deildarinnar eru alvarlegar. Ég óttast að við séum að ná endamörkum þessa ferlis í neðri deildinni,“ sagði May eftir atkvæðagreiðsluna. Hún gaf ekkert uppi um hver næstu skref ríkisstjórnar hennar yrðu. Hefði samningurinn verið samþykktur í dag hefði Evrópusambandið verið tilbúið að veita frest á útgöngunni til 22. maí svo hægt væri að ganga frá lausum endum. May hafði heitið því að segja af sér yrði samningurinn hennar loks samþykktur. Þingið hafði kolfellt sama samning í tvígang fyrr á þessu ári. Nú þarf May að reyna að fá lengri frest frá Evrópusambandinu til að komast hjá útgöngu án samnings eftir tvær vikur. Varað hefur verið við alvarlegum efnahagslegum afleiðingum fyrir Bretlandi ef svonefnt hart Brexit verður niðurstaðan. Lengri frestur þýðir að Bretar þurfa að líkindum að taka þátt í Evrópuþingskosningnum sem fara fram í vor. Donald Tusk, forseti Evrópuráðsins, lýsti því yfir eftir að niðurstaða atkvæðagreiðslunnar var ljós áðan að hann ætlaði sér að kalla ráðið saman til fundar 10. apríl, tveimur dögum fyrir væntanlega útgöngu Breta. The Guardian segir að hópur þingmanna Íhaldsflokks May sem felldi samninginn í fyrri tvö skiptin sem hann var lagður fyrir þingið hafi stutt samninginn nú. Það hafi hins vegar dugað skammt þar sem þingmenn DUP, norður-írska sambandssinnaflokksins sem ver minnihlutastjórn May falli, og þingmenn Verkalýðsflokksins stóðu á móti. Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, kallaði eftir því að May segði af sér. Hann hefur sjálfur sætt harðri gagnrýni fyrir framgöngu sína í Brexit-málum. Undir stjórn hans hefur Verkamannaflokknum ekki orðið neitt ágengt þrátt fyrir ófarir Íhaldsflokks May sem hefur verið klofinn vegna Brexit. Bretland Brexit Evrópusambandið Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Fleiri fréttir Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Sjá meira
Meirihluti breska þingsins hafnaði útgöngusamningi Theresu May, forsætisráðherra, í þriðja skipti í atkvæðagreiðslu nú fyrir stundu. Að óbreyttu hafa Bretar því val um að ganga úr sambandinu 12. apríl eða að fresta útgöngunni til lengri tíma. Samningurinn var felldur með 344 atkvæðum gegn 286. Evrópusambandið hafið gefið Bretum frest á útgöngunni, sem átti að vera í dag, til að gefa þeim svigrúm til að samþykkja útgöngusamning til 12. apríl. Fulltrúar þess hafa lýst því yfir að yrði samningurinn ekki samþykktur í Bretlandi féllust þeir aðeins á lengri frestun, allt að árslanga. „Afleiðingar ákvörðunar neðri deildarinnar eru alvarlegar. Ég óttast að við séum að ná endamörkum þessa ferlis í neðri deildinni,“ sagði May eftir atkvæðagreiðsluna. Hún gaf ekkert uppi um hver næstu skref ríkisstjórnar hennar yrðu. Hefði samningurinn verið samþykktur í dag hefði Evrópusambandið verið tilbúið að veita frest á útgöngunni til 22. maí svo hægt væri að ganga frá lausum endum. May hafði heitið því að segja af sér yrði samningurinn hennar loks samþykktur. Þingið hafði kolfellt sama samning í tvígang fyrr á þessu ári. Nú þarf May að reyna að fá lengri frest frá Evrópusambandinu til að komast hjá útgöngu án samnings eftir tvær vikur. Varað hefur verið við alvarlegum efnahagslegum afleiðingum fyrir Bretlandi ef svonefnt hart Brexit verður niðurstaðan. Lengri frestur þýðir að Bretar þurfa að líkindum að taka þátt í Evrópuþingskosningnum sem fara fram í vor. Donald Tusk, forseti Evrópuráðsins, lýsti því yfir eftir að niðurstaða atkvæðagreiðslunnar var ljós áðan að hann ætlaði sér að kalla ráðið saman til fundar 10. apríl, tveimur dögum fyrir væntanlega útgöngu Breta. The Guardian segir að hópur þingmanna Íhaldsflokks May sem felldi samninginn í fyrri tvö skiptin sem hann var lagður fyrir þingið hafi stutt samninginn nú. Það hafi hins vegar dugað skammt þar sem þingmenn DUP, norður-írska sambandssinnaflokksins sem ver minnihlutastjórn May falli, og þingmenn Verkalýðsflokksins stóðu á móti. Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, kallaði eftir því að May segði af sér. Hann hefur sjálfur sætt harðri gagnrýni fyrir framgöngu sína í Brexit-málum. Undir stjórn hans hefur Verkamannaflokknum ekki orðið neitt ágengt þrátt fyrir ófarir Íhaldsflokks May sem hefur verið klofinn vegna Brexit.
Bretland Brexit Evrópusambandið Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Fleiri fréttir Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Sjá meira