Dæmdur í fangelsi fyrir að nauðga sambýliskonu sinni Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 29. mars 2019 11:54 Dómurinn var kveðinn upp í gær. Vísir/Hanna Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í gær karlmann í tveggja og hálfs árs langt fangelsi fyrir að nauðga sambýliskonu sinni. Maðurinn var ákærður fyrir að fara upp í rúm til konunnar að nóttu til í ágúst 2015 þar sem hann beitti hana ofbeldi og ólögmætri nauðung. Þegar konan gaf fyrst skýrslu hjá lögreglu lýsti hún því að maðurinn hefði ruðst inn í herbergið til hennar, rifið fötin utan af henni og þvingað hana til kynferðismaka. Sagði hún að sonur sinn hefði verið heima og að hann hefði orðið var við það sem gekk á í herberginu. Þá sagði konan jafnframt að maðurinn hefði nauðgað henni þrisvar þetta sama sumar 2015. Maðurinn neitaði sök en í niðurstöðukafla dómsins er framburður 12 ára sonar konunnar í Barnahúsi rakinn: „Í vætti hans kom fram að brotaþoli hefði verið sofandi inni í svefnherbergi, en það herbergi hafi verið við hlið herbergis vitnisins. Hafi vitnið heyrt brotaþola segja ákærða að hætta, að þessu lyki ekki svona og að hún ætlaði til lögreglu og að ákærði færi í fangelsi. Hann kæmist ekki upp með þetta. Þessi atburðarás hafi staðið í tuttugu mínútur til hálftíma. Af hljóðum að dæma úr herberginu hafi vitnið talið líklegt að ákærði væri að nauðga brotaþola. Hafi hann ráðið það af rödd ákærða og brotaþola. Vitnið hafi rætt þessa hluti við brotaþola næsta dag. Hafi brotaþoli þá sagt að ákærði hefði nauðgað henni.“ Þá er í niðurstöðukafla einnig vísað í tvö vitni sem komu fyrir dóm og voru á þeim tíma sem brotið átti sér stað vinir konunnar. Greindi konan þeim frá ofbeldinu sem hún hafði orðið fyrir af hálfu sambýlismanns síns. Ákærði hafði aftur á móti orðið missaga um tiltekin atriði málsins og mat dómurinn framburð hans ótrúverðugan. Konan hafði aftur á móti verið samkvæms sjálfri sér um meginatriði málsins. Var ákærði því dæmdur í tveggja og hálfs árs langt fangelsi og til að greiða konunni 1,5 milljónir króna í miskabætur. Þá var hann einnig dæmdur til greiðslu sakarkostnaðar, alls um þrjár milljónir króna.Dóm héraðsdóms má sjá hér. Dómsmál Mest lesið Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Innlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Allt að tuttugu stiga hiti Veður Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Fleiri fréttir „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í gær karlmann í tveggja og hálfs árs langt fangelsi fyrir að nauðga sambýliskonu sinni. Maðurinn var ákærður fyrir að fara upp í rúm til konunnar að nóttu til í ágúst 2015 þar sem hann beitti hana ofbeldi og ólögmætri nauðung. Þegar konan gaf fyrst skýrslu hjá lögreglu lýsti hún því að maðurinn hefði ruðst inn í herbergið til hennar, rifið fötin utan af henni og þvingað hana til kynferðismaka. Sagði hún að sonur sinn hefði verið heima og að hann hefði orðið var við það sem gekk á í herberginu. Þá sagði konan jafnframt að maðurinn hefði nauðgað henni þrisvar þetta sama sumar 2015. Maðurinn neitaði sök en í niðurstöðukafla dómsins er framburður 12 ára sonar konunnar í Barnahúsi rakinn: „Í vætti hans kom fram að brotaþoli hefði verið sofandi inni í svefnherbergi, en það herbergi hafi verið við hlið herbergis vitnisins. Hafi vitnið heyrt brotaþola segja ákærða að hætta, að þessu lyki ekki svona og að hún ætlaði til lögreglu og að ákærði færi í fangelsi. Hann kæmist ekki upp með þetta. Þessi atburðarás hafi staðið í tuttugu mínútur til hálftíma. Af hljóðum að dæma úr herberginu hafi vitnið talið líklegt að ákærði væri að nauðga brotaþola. Hafi hann ráðið það af rödd ákærða og brotaþola. Vitnið hafi rætt þessa hluti við brotaþola næsta dag. Hafi brotaþoli þá sagt að ákærði hefði nauðgað henni.“ Þá er í niðurstöðukafla einnig vísað í tvö vitni sem komu fyrir dóm og voru á þeim tíma sem brotið átti sér stað vinir konunnar. Greindi konan þeim frá ofbeldinu sem hún hafði orðið fyrir af hálfu sambýlismanns síns. Ákærði hafði aftur á móti orðið missaga um tiltekin atriði málsins og mat dómurinn framburð hans ótrúverðugan. Konan hafði aftur á móti verið samkvæms sjálfri sér um meginatriði málsins. Var ákærði því dæmdur í tveggja og hálfs árs langt fangelsi og til að greiða konunni 1,5 milljónir króna í miskabætur. Þá var hann einnig dæmdur til greiðslu sakarkostnaðar, alls um þrjár milljónir króna.Dóm héraðsdóms má sjá hér.
Dómsmál Mest lesið Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Innlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Allt að tuttugu stiga hiti Veður Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Fleiri fréttir „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Sjá meira