Brexit sáttmálinn aftur fyrir þingið á morgun Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 28. mars 2019 19:00 Andrea Leadsom, þingflokksformaður Íhaldsflokksins, hvetur þingheim til að samþykkja útgöngusáttmálann. John Bercow, þingforseti, fylgist með. Mynd/Breska þingið Útgöngusáttmáli Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, mun fara til atkvæðagreiðslu á breska þinginu á morgun. Hann hefur þegar verið felldur tvisvar en May vonast til að hann verði samþykktur að þessu sinni eftir að hún sagðist ætla að víkja sem forsætisráðherra ef hann verður samþykktur. Þingforsetinn, John Bercow, hafði áður lýst því að sáttmálinn mætti ekki fara aftur fyrir þingið óbreyttur. Í dag sagði hann hinsvegar að tillagan um samþykkt sáttmálans hefði tekið nægilegum breytingum og leyfir hann því atkvæðagreiðsluna á morgun. Atkvæðagreiðslan á morgun þykir nokkuð táknræn þar sem að fyrirhuguð útganga úr Evrópusambandinu átti að fara fram á morgun 29. mars. Atkvæðagreiðslan verður þó með öðru móti en fyrri atkvæðagreiðslur þar sem aðeins verður greitt atkvæði um þann hluta sáttmálans sem fjallar um útgönguna sjálfa en ekki framtíðarsamband Bretlands og Evrópusambandsins. Andrea Leadsom, þingflokksformaður Íhaldsflokksins, sagði Evrópusambandið einungis tilbúið til að færa útgöngudagsetninguna til 22. maí ef að útgöngusáttmálinn verður samþykktur fyrir ellefu annað kvöld. Því væri það lykilatriði að þingið samþykkti sáttmálann. Harðlínumenn í Íhaldsflokknum eru líklegari en áður til að greiða atkvæði með sáttmálanum sér í lagi ef að May stígur til hliðar. Þrátt fyrir það er útlitið ekki gott fyrir May þar sem norður-írski sambandsflokkurinn, samstarfsflokkur Íhaldsflokksins, ætlar að greiða atkvæði gegn sáttmálanum. Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir May segist ætla að hætta ef Brexit samningurinn verður samþykktur Þingið samþykkti á mánudag að fara sínar eigin liðir í Brexit málum. 27. mars 2019 17:00 Greiða atkvæði um framhald Brexit-mála Breskir þingmenn munu síðar í dag greiða atkvæði um hvaða leið skuli fara hvað varðar útgöngu Bretlands úr ESB og ganga þannig fram hjá vilja Theresu May. 27. mars 2019 08:45 Allar tillögur þingmanna um hvernig leiða megi Brexit til lykta felldar Breska þingið samþykkti í kvöld að fresta útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Yfirgnæfandi meirihluti þingmanna greiddi atkvæði með frestuninni. Átta tillögur um hvernig leiða eigi Brexit-ferlið til lykta voru hins vegar felldar. 27. mars 2019 22:28 Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Fleiri fréttir Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ Sjá meira
Útgöngusáttmáli Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, mun fara til atkvæðagreiðslu á breska þinginu á morgun. Hann hefur þegar verið felldur tvisvar en May vonast til að hann verði samþykktur að þessu sinni eftir að hún sagðist ætla að víkja sem forsætisráðherra ef hann verður samþykktur. Þingforsetinn, John Bercow, hafði áður lýst því að sáttmálinn mætti ekki fara aftur fyrir þingið óbreyttur. Í dag sagði hann hinsvegar að tillagan um samþykkt sáttmálans hefði tekið nægilegum breytingum og leyfir hann því atkvæðagreiðsluna á morgun. Atkvæðagreiðslan á morgun þykir nokkuð táknræn þar sem að fyrirhuguð útganga úr Evrópusambandinu átti að fara fram á morgun 29. mars. Atkvæðagreiðslan verður þó með öðru móti en fyrri atkvæðagreiðslur þar sem aðeins verður greitt atkvæði um þann hluta sáttmálans sem fjallar um útgönguna sjálfa en ekki framtíðarsamband Bretlands og Evrópusambandsins. Andrea Leadsom, þingflokksformaður Íhaldsflokksins, sagði Evrópusambandið einungis tilbúið til að færa útgöngudagsetninguna til 22. maí ef að útgöngusáttmálinn verður samþykktur fyrir ellefu annað kvöld. Því væri það lykilatriði að þingið samþykkti sáttmálann. Harðlínumenn í Íhaldsflokknum eru líklegari en áður til að greiða atkvæði með sáttmálanum sér í lagi ef að May stígur til hliðar. Þrátt fyrir það er útlitið ekki gott fyrir May þar sem norður-írski sambandsflokkurinn, samstarfsflokkur Íhaldsflokksins, ætlar að greiða atkvæði gegn sáttmálanum.
Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir May segist ætla að hætta ef Brexit samningurinn verður samþykktur Þingið samþykkti á mánudag að fara sínar eigin liðir í Brexit málum. 27. mars 2019 17:00 Greiða atkvæði um framhald Brexit-mála Breskir þingmenn munu síðar í dag greiða atkvæði um hvaða leið skuli fara hvað varðar útgöngu Bretlands úr ESB og ganga þannig fram hjá vilja Theresu May. 27. mars 2019 08:45 Allar tillögur þingmanna um hvernig leiða megi Brexit til lykta felldar Breska þingið samþykkti í kvöld að fresta útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Yfirgnæfandi meirihluti þingmanna greiddi atkvæði með frestuninni. Átta tillögur um hvernig leiða eigi Brexit-ferlið til lykta voru hins vegar felldar. 27. mars 2019 22:28 Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Fleiri fréttir Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ Sjá meira
May segist ætla að hætta ef Brexit samningurinn verður samþykktur Þingið samþykkti á mánudag að fara sínar eigin liðir í Brexit málum. 27. mars 2019 17:00
Greiða atkvæði um framhald Brexit-mála Breskir þingmenn munu síðar í dag greiða atkvæði um hvaða leið skuli fara hvað varðar útgöngu Bretlands úr ESB og ganga þannig fram hjá vilja Theresu May. 27. mars 2019 08:45
Allar tillögur þingmanna um hvernig leiða megi Brexit til lykta felldar Breska þingið samþykkti í kvöld að fresta útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Yfirgnæfandi meirihluti þingmanna greiddi atkvæði með frestuninni. Átta tillögur um hvernig leiða eigi Brexit-ferlið til lykta voru hins vegar felldar. 27. mars 2019 22:28