Rólegur dagur eftir sprengjuregn í nótt Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 26. mars 2019 20:00 Ísraelskir hermenn aðhafast nærri landamærum Gaza. EPA/Atef Safadi Dagurinn í dag hefur verið hljóðlátur á Gasasvæðinu og einnig handan landamæranna Ísraelsmegin. Sérstaklega í samanburði við nóttina sem einkenndist af sprengjuregni og loftvarnarsírenum beggja vegna. Skólar voru lokaðir í suðurhluta Ísraels í dag af ótta við sprengjur frá Gasa og á sama tíma mátti sjá ísrelska herinn flytja mikið magn hergagna suður að landamærunum. Óttast hefur verið að frekari átök brjótist út en enn sem komið er hefur dagurinn verið rólegur. Skærurnar í nótt má rekja til eldflaugaárásar á mánudagsmorgun. Þá var eldflaug skotið frá borginni Rafah á suðurhluta Gasa svæðisins og hafnaði hún á íbúðarhúsi í Mishmeret í Ísrael með þeim afleiðingum að sjö slösuðust. Árásin þótti sérstök þar sem eldflaugin dreif óvenju langt og fyrir þær sakir að Hamas liðar segjast ekki bera ábyrgð á henni. Sjö slösuðust í árásinni.Mikil eyðilegging er í Gasaborg eftir loftárásir Ísraelshers.EPA/Mohammed SaberÍ gærkvöldi svaraði Ísraelsher fyrir sig með loftárásum á lykilskotmörk undir stjórn Hamas samtakanna í Gasaborg. Þar á meðal var skrifstofu eins æðsta leiðtoga Hamas samtakanna, Ismail Haniyeh, grandað. Sjö slösuðust í loftárásunum samkvæmt talsmanni heimbrigðisyfirvalda á Gasa. Í kjölfarið hafa báðar fylkingar látið sprengjunum rigna. Í nótt skutu vígamenn á Gasasvæðinu um 60 skotum úr sprengjuvörpum og eldflaugum yfir á þorp og bæi í Ísrael og Ísrael svaraði um hæl með loftárásum á 15 skotmörk víðsvegar um Gasasvæðið. Árásir héldu áfram inn í nóttina þrátt fyrir samkomulag um vopnahlé sem samþykkt var klukkan tíu í gærkvöldi. Árásarhrinur sem þessar hafa færst í aukana að undanförnu en the Guardian greinir frá því að Ísraelsher hafi gert um 900 loftárásir á Gasa undanfarið ár og sömuleiðis hafa Hamas samtökin gert um 1200 eldflauga- og sprengivörpuárásir. Ísrael Palestína Tengdar fréttir Ísraelsher lét sprengjum rigna yfir Gaza-ströndina í gærkvöld Ísraelski herinn hóf í gær loftárásir á Gaza-svæðið. Að sögn ísraelskra yfirvalda er árásin til komin vegna flugskeytaárásar Palestínumanna árla í gær. Skeytið hæfði hús í Ísrael miðju og særði sjö. 26. mars 2019 06:10 Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Fleiri fréttir Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Sjá meira
Dagurinn í dag hefur verið hljóðlátur á Gasasvæðinu og einnig handan landamæranna Ísraelsmegin. Sérstaklega í samanburði við nóttina sem einkenndist af sprengjuregni og loftvarnarsírenum beggja vegna. Skólar voru lokaðir í suðurhluta Ísraels í dag af ótta við sprengjur frá Gasa og á sama tíma mátti sjá ísrelska herinn flytja mikið magn hergagna suður að landamærunum. Óttast hefur verið að frekari átök brjótist út en enn sem komið er hefur dagurinn verið rólegur. Skærurnar í nótt má rekja til eldflaugaárásar á mánudagsmorgun. Þá var eldflaug skotið frá borginni Rafah á suðurhluta Gasa svæðisins og hafnaði hún á íbúðarhúsi í Mishmeret í Ísrael með þeim afleiðingum að sjö slösuðust. Árásin þótti sérstök þar sem eldflaugin dreif óvenju langt og fyrir þær sakir að Hamas liðar segjast ekki bera ábyrgð á henni. Sjö slösuðust í árásinni.Mikil eyðilegging er í Gasaborg eftir loftárásir Ísraelshers.EPA/Mohammed SaberÍ gærkvöldi svaraði Ísraelsher fyrir sig með loftárásum á lykilskotmörk undir stjórn Hamas samtakanna í Gasaborg. Þar á meðal var skrifstofu eins æðsta leiðtoga Hamas samtakanna, Ismail Haniyeh, grandað. Sjö slösuðust í loftárásunum samkvæmt talsmanni heimbrigðisyfirvalda á Gasa. Í kjölfarið hafa báðar fylkingar látið sprengjunum rigna. Í nótt skutu vígamenn á Gasasvæðinu um 60 skotum úr sprengjuvörpum og eldflaugum yfir á þorp og bæi í Ísrael og Ísrael svaraði um hæl með loftárásum á 15 skotmörk víðsvegar um Gasasvæðið. Árásir héldu áfram inn í nóttina þrátt fyrir samkomulag um vopnahlé sem samþykkt var klukkan tíu í gærkvöldi. Árásarhrinur sem þessar hafa færst í aukana að undanförnu en the Guardian greinir frá því að Ísraelsher hafi gert um 900 loftárásir á Gasa undanfarið ár og sömuleiðis hafa Hamas samtökin gert um 1200 eldflauga- og sprengivörpuárásir.
Ísrael Palestína Tengdar fréttir Ísraelsher lét sprengjum rigna yfir Gaza-ströndina í gærkvöld Ísraelski herinn hóf í gær loftárásir á Gaza-svæðið. Að sögn ísraelskra yfirvalda er árásin til komin vegna flugskeytaárásar Palestínumanna árla í gær. Skeytið hæfði hús í Ísrael miðju og særði sjö. 26. mars 2019 06:10 Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Fleiri fréttir Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Sjá meira
Ísraelsher lét sprengjum rigna yfir Gaza-ströndina í gærkvöld Ísraelski herinn hóf í gær loftárásir á Gaza-svæðið. Að sögn ísraelskra yfirvalda er árásin til komin vegna flugskeytaárásar Palestínumanna árla í gær. Skeytið hæfði hús í Ísrael miðju og særði sjö. 26. mars 2019 06:10