Hafa yfirgefið flutningaskip við strendur Noregs Samúel Karl Ólason skrifar 23. mars 2019 22:44 Mikil slagsíða er á skipinu. EPA/Svein Ove Ekornesvag Áhöfn flutningaskipsins Hagland Captain sem varð vélarvana við strendur Noregs í kvöld hefur stokkið frá borði. Fyrstu stukku fimm í sjóinn og svo hinir fjórir en níu eru í áhöfn skipsins. Skipið varð vélarvana skammt frá skemmtiferðaskipi sem varð einnig vélarvana í dag. Mikil slagsíða er á flutningaskipinu.Það þótti öruggara að taka mennina um borð í þyrlur úr sjónum en af skipinu vegna mikillar ölduhæðar og vinds á svæðinu. Tveimur af þyrlunum sem notaðar voru til að flytja farþega og áhöfn, alls 1.373, af skemmtiferðaskipinu Viking Sky var flogið að Hagland Captain og náðu áhafnir þyrlanna mönnunum úr sjónum, samkvæmt NRK.Sjá einnig: Þrettán hundrað farþegar hífðir upp í þyrlur við hættulegar aðstæðurBúið er að flytja vel á annað hundrað farþega Viking Sky í land en þrír eru sagðir alvarlega slasaðir. Ein eldri kona og tveir menn munu hafa hlotið alvarleg beinbrot. Flestir farþeganna eru frá Bandaríkjunum. Til greina kemur að flytja alla farþega í land en það fer eftir því hvernig gengur að sigla skipinu í skjól. Veðurfræðingar í Noregi segja útlit fyrir að vindurinn muni snúa sér í vesturátt. Það gæti gert aðstæður erfiðari fyrir björgunaraðila. Áhöfn Viking Sky hefur þó tekist að koma þremur af vélum skipsins í gang og er skipinu siglt í suðvestur. Viking Sky er vinstra megin á kortinu og flutningaskipið hægra megin.Marine TrafficBBC hefur eftir einum farþega Viking Sky að skipið hafi byrjað að hristast um hádegið. Kýraugu hafi brotnað og sjór hafi flætt um borð. Þá segist hann vilja gleyma þyrluferðinni sem fyrst. Hún hafi ekki verið skemmtileg. Aftenposten segir að áhöfn skemmtiferðaskipsins hafi beðið í um 30 mínútur eftir því að akkerið náði festu á sjávarbotninum. Það hafi gerst á síðustu stundu. Sjómaðurinn Jan Erik Fiskerstrand segir það einungis hafa verið mínútuspursmál hvort að skipið strandaði eða ekki. Hér má sjá þegar Viking Sky varð fyrir stórri öldu í dag. Noregur Tengdar fréttir Þrettán hundrað farþegar hífðir upp í þyrlur við hættulegar aðstæður Áhöfn norska skemmtiferðaskipsins Viking Sky sem varð vélarvana við strendur Noregs í dag, tókst að varpa akkeri og koma annarri vél skipsins í gang. 23. mars 2019 18:32 Skemmtiferðaskip stefndi í strand undan ströndum Noregs Stjórnendum skipsins hefur tekist að stýra skipinu frá landi. 23. mars 2019 16:16 Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Fleiri fréttir Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Sjá meira
Áhöfn flutningaskipsins Hagland Captain sem varð vélarvana við strendur Noregs í kvöld hefur stokkið frá borði. Fyrstu stukku fimm í sjóinn og svo hinir fjórir en níu eru í áhöfn skipsins. Skipið varð vélarvana skammt frá skemmtiferðaskipi sem varð einnig vélarvana í dag. Mikil slagsíða er á flutningaskipinu.Það þótti öruggara að taka mennina um borð í þyrlur úr sjónum en af skipinu vegna mikillar ölduhæðar og vinds á svæðinu. Tveimur af þyrlunum sem notaðar voru til að flytja farþega og áhöfn, alls 1.373, af skemmtiferðaskipinu Viking Sky var flogið að Hagland Captain og náðu áhafnir þyrlanna mönnunum úr sjónum, samkvæmt NRK.Sjá einnig: Þrettán hundrað farþegar hífðir upp í þyrlur við hættulegar aðstæðurBúið er að flytja vel á annað hundrað farþega Viking Sky í land en þrír eru sagðir alvarlega slasaðir. Ein eldri kona og tveir menn munu hafa hlotið alvarleg beinbrot. Flestir farþeganna eru frá Bandaríkjunum. Til greina kemur að flytja alla farþega í land en það fer eftir því hvernig gengur að sigla skipinu í skjól. Veðurfræðingar í Noregi segja útlit fyrir að vindurinn muni snúa sér í vesturátt. Það gæti gert aðstæður erfiðari fyrir björgunaraðila. Áhöfn Viking Sky hefur þó tekist að koma þremur af vélum skipsins í gang og er skipinu siglt í suðvestur. Viking Sky er vinstra megin á kortinu og flutningaskipið hægra megin.Marine TrafficBBC hefur eftir einum farþega Viking Sky að skipið hafi byrjað að hristast um hádegið. Kýraugu hafi brotnað og sjór hafi flætt um borð. Þá segist hann vilja gleyma þyrluferðinni sem fyrst. Hún hafi ekki verið skemmtileg. Aftenposten segir að áhöfn skemmtiferðaskipsins hafi beðið í um 30 mínútur eftir því að akkerið náði festu á sjávarbotninum. Það hafi gerst á síðustu stundu. Sjómaðurinn Jan Erik Fiskerstrand segir það einungis hafa verið mínútuspursmál hvort að skipið strandaði eða ekki. Hér má sjá þegar Viking Sky varð fyrir stórri öldu í dag.
Noregur Tengdar fréttir Þrettán hundrað farþegar hífðir upp í þyrlur við hættulegar aðstæður Áhöfn norska skemmtiferðaskipsins Viking Sky sem varð vélarvana við strendur Noregs í dag, tókst að varpa akkeri og koma annarri vél skipsins í gang. 23. mars 2019 18:32 Skemmtiferðaskip stefndi í strand undan ströndum Noregs Stjórnendum skipsins hefur tekist að stýra skipinu frá landi. 23. mars 2019 16:16 Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Fleiri fréttir Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Sjá meira
Þrettán hundrað farþegar hífðir upp í þyrlur við hættulegar aðstæður Áhöfn norska skemmtiferðaskipsins Viking Sky sem varð vélarvana við strendur Noregs í dag, tókst að varpa akkeri og koma annarri vél skipsins í gang. 23. mars 2019 18:32
Skemmtiferðaskip stefndi í strand undan ströndum Noregs Stjórnendum skipsins hefur tekist að stýra skipinu frá landi. 23. mars 2019 16:16