Vísindamenn varpa ljósi á tilurð Ryugu Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 23. mars 2019 09:00 Yuichi Tsuda. frá JAXA, sýndi blaðamönnum mynd af lendingarstað Hayabusa2 á Ryugu. Vísir/AP Rannsóknir á skraufaþurri og grýttu yfirborði smástirnisins Ryugu hafa veitt vísindamönnum einstakt tækifæri til að lýsa aðstæðum í árdaga sólkerfisins. Leiðangurinn til Ryugu nær hámarki árið 2020 þegar sýni úr smástirninu skilar sér til Jarðar Rúmlega fjögur ár eru nsíðan geimfarinu Hayabusa2 var skotið á loft frá geimferðahöfninni í Tangeshima í suðvesturhlutahluta Japans. Förinni var heitið að smástirninu Ryugu en markmið verkefnisins var að kanna eiginleika smástirnisins.Hayabusa2 komst í návígi við Ryugu í júní á síðasta ári og í desember 2019 mun það haldaaftur heim til Jarðar með sýnishorn af smástirninu um borð. Í millitíðinni hafa japanskir vísindamenn hafið ítarlegar vísindarannsóknir á smástirninu og fyrstu niðurstöður þeirra liggja loks fyrir.Grafík/FréttablaðiðVísindamennirnir birtu niðurstöður sínar í þremur vísindagreinum í vísindaritinu Science fyrr í vikunni. Greinarnar veita hver um sig einstaka innsýn í samsetningu, tilurð og framtíð smástirnisins. Á meðal þess sem vísindamennirnir vita nú er að Ryugu er ekki heilsteyptberg, þvert á móti má lýsa smástirninu sem kílómetrabreiðri hrúgu af skraufaþurrum grjótmulningi. Raunar er það svo að 50 prósent af rúmmáli Ryugu eru tómarúm. Frá því í júní á síðasta ári hefur Hayabusa2 verið á sporbraut umsmástirnið og safnað gríðarlegu magni upplýsinga sem það sendir til Jarðar. Geimfarið hefur jafnframt gert nokkrar athuganir á yfirborði þess en til stendur að lenda stuttlega á smástirninu og safna sýnum af jarðvegsþekju þess. „Fljótlega eftir að Hayabusa2 kom að Ryugu hófum við vísindavinnunna og gerðum um leið nokkrar stórkostlegar uppgötvanir, “ segir Seiji Sugita, prófessor í reikistjörnufræði við háskólann í Tókýó. „Fyrst og fremst ber að nefna það sem snertir vatnsmagn Ryugu, eða algjöran skort á því öllu heldur. Ryugu af afar þurr staður. Smástirnið er jafnframt nokkuð ungt, kannski 100 milljón ára, og það gefur til kynna að það eigi því rætur að rekja til aðstæðna sem voru gjörsneyddar vatni.“ Jafnframt hefur litrófsriti um borð í Hayabusa2 rýnt í efnasamsetningu Ryugu. Þær niðurstöður gefa sterklega til kynna að smástirnið sé fyrst og fremst samsett úr kolefni. Með þessar upplýsingar um samsetningu Ryugu hefur vísindamönnunum tekist að rekja uppruna smástirnisins. Lítil smástirni, eins og Ryugu, eru talin hafa myndast þegar stærri smástirni eða reikistjörnur sundruðust í meiriháttar hamförum. Agnirnar sem myndast í hamförum sem þessum renna síðan saman yfir langan tíma. Japönsku vísindamennirnir undir strika mikilvægi þess að vatn sé ekki að finna á Ryugu. Þetta er mikilvægt vegna þess að allt vatn á Jörðinni kom frá smástirnum, halastjörnum og geimþokunni og rykskýinu sem síðar urðu að Sólinni. Þannig kallar tilvist þurra smástirna á endurskoðun á efnasamsetningu sólkerfisins þegar það var að myndast. „Þetta hefur víðtækar skírskotanir þegar kemur að leitinni að lífi handan Jarðarinnar,“ segir Sugita. „Það eru til óteljandi sólkerfi og leitin að lífi þarfnast skýrari veg vísa. Okkar niðurstöður munu hjálpa öðrum vísindamönnum að finna sólkerfi sem mögulega gætu verið lífvænleg.“ Birtist í Fréttablaðinu Geimurinn Vísindi Tengdar fréttir Lentu vélmennum á smástirni Japanska geimferðastofnunin JAXA, tilkynnti í dag að vélmenni þeirra hafi lent á smástirninu Ryugu. Þar munu þau safna sýnum og bera þau að lokum aftur heim til jarðar. 23. september 2018 18:55 Klettótt auðn á yfirborði smástirnisins Ryugu Könnunarförin lentu á Ryugu í síðustu viku eftir þriggja og hálfs árs ferðalag. 28. september 2018 06:30 Japanskt geimfar skaut smástirni Smástirnið Ryugu er talið vera um 4,6 milljarða ára gamalt og mun það vera að mestu úr kolefni. 22. febrúar 2019 11:30 Mest lesið Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Fleiri fréttir Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sjá meira
Rannsóknir á skraufaþurri og grýttu yfirborði smástirnisins Ryugu hafa veitt vísindamönnum einstakt tækifæri til að lýsa aðstæðum í árdaga sólkerfisins. Leiðangurinn til Ryugu nær hámarki árið 2020 þegar sýni úr smástirninu skilar sér til Jarðar Rúmlega fjögur ár eru nsíðan geimfarinu Hayabusa2 var skotið á loft frá geimferðahöfninni í Tangeshima í suðvesturhlutahluta Japans. Förinni var heitið að smástirninu Ryugu en markmið verkefnisins var að kanna eiginleika smástirnisins.Hayabusa2 komst í návígi við Ryugu í júní á síðasta ári og í desember 2019 mun það haldaaftur heim til Jarðar með sýnishorn af smástirninu um borð. Í millitíðinni hafa japanskir vísindamenn hafið ítarlegar vísindarannsóknir á smástirninu og fyrstu niðurstöður þeirra liggja loks fyrir.Grafík/FréttablaðiðVísindamennirnir birtu niðurstöður sínar í þremur vísindagreinum í vísindaritinu Science fyrr í vikunni. Greinarnar veita hver um sig einstaka innsýn í samsetningu, tilurð og framtíð smástirnisins. Á meðal þess sem vísindamennirnir vita nú er að Ryugu er ekki heilsteyptberg, þvert á móti má lýsa smástirninu sem kílómetrabreiðri hrúgu af skraufaþurrum grjótmulningi. Raunar er það svo að 50 prósent af rúmmáli Ryugu eru tómarúm. Frá því í júní á síðasta ári hefur Hayabusa2 verið á sporbraut umsmástirnið og safnað gríðarlegu magni upplýsinga sem það sendir til Jarðar. Geimfarið hefur jafnframt gert nokkrar athuganir á yfirborði þess en til stendur að lenda stuttlega á smástirninu og safna sýnum af jarðvegsþekju þess. „Fljótlega eftir að Hayabusa2 kom að Ryugu hófum við vísindavinnunna og gerðum um leið nokkrar stórkostlegar uppgötvanir, “ segir Seiji Sugita, prófessor í reikistjörnufræði við háskólann í Tókýó. „Fyrst og fremst ber að nefna það sem snertir vatnsmagn Ryugu, eða algjöran skort á því öllu heldur. Ryugu af afar þurr staður. Smástirnið er jafnframt nokkuð ungt, kannski 100 milljón ára, og það gefur til kynna að það eigi því rætur að rekja til aðstæðna sem voru gjörsneyddar vatni.“ Jafnframt hefur litrófsriti um borð í Hayabusa2 rýnt í efnasamsetningu Ryugu. Þær niðurstöður gefa sterklega til kynna að smástirnið sé fyrst og fremst samsett úr kolefni. Með þessar upplýsingar um samsetningu Ryugu hefur vísindamönnunum tekist að rekja uppruna smástirnisins. Lítil smástirni, eins og Ryugu, eru talin hafa myndast þegar stærri smástirni eða reikistjörnur sundruðust í meiriháttar hamförum. Agnirnar sem myndast í hamförum sem þessum renna síðan saman yfir langan tíma. Japönsku vísindamennirnir undir strika mikilvægi þess að vatn sé ekki að finna á Ryugu. Þetta er mikilvægt vegna þess að allt vatn á Jörðinni kom frá smástirnum, halastjörnum og geimþokunni og rykskýinu sem síðar urðu að Sólinni. Þannig kallar tilvist þurra smástirna á endurskoðun á efnasamsetningu sólkerfisins þegar það var að myndast. „Þetta hefur víðtækar skírskotanir þegar kemur að leitinni að lífi handan Jarðarinnar,“ segir Sugita. „Það eru til óteljandi sólkerfi og leitin að lífi þarfnast skýrari veg vísa. Okkar niðurstöður munu hjálpa öðrum vísindamönnum að finna sólkerfi sem mögulega gætu verið lífvænleg.“
Birtist í Fréttablaðinu Geimurinn Vísindi Tengdar fréttir Lentu vélmennum á smástirni Japanska geimferðastofnunin JAXA, tilkynnti í dag að vélmenni þeirra hafi lent á smástirninu Ryugu. Þar munu þau safna sýnum og bera þau að lokum aftur heim til jarðar. 23. september 2018 18:55 Klettótt auðn á yfirborði smástirnisins Ryugu Könnunarförin lentu á Ryugu í síðustu viku eftir þriggja og hálfs árs ferðalag. 28. september 2018 06:30 Japanskt geimfar skaut smástirni Smástirnið Ryugu er talið vera um 4,6 milljarða ára gamalt og mun það vera að mestu úr kolefni. 22. febrúar 2019 11:30 Mest lesið Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Fleiri fréttir Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sjá meira
Lentu vélmennum á smástirni Japanska geimferðastofnunin JAXA, tilkynnti í dag að vélmenni þeirra hafi lent á smástirninu Ryugu. Þar munu þau safna sýnum og bera þau að lokum aftur heim til jarðar. 23. september 2018 18:55
Klettótt auðn á yfirborði smástirnisins Ryugu Könnunarförin lentu á Ryugu í síðustu viku eftir þriggja og hálfs árs ferðalag. 28. september 2018 06:30
Japanskt geimfar skaut smástirni Smástirnið Ryugu er talið vera um 4,6 milljarða ára gamalt og mun það vera að mestu úr kolefni. 22. febrúar 2019 11:30