Bandamenn, ráðgjafar og Rússar: Hér eru þeir sem Mueller ákærði í Rússarannsókninni Kjartan Kjartansson skrifar 22. mars 2019 23:45 Robert Mueller og Donald Trump. Vísir/GETTY/AP Rannsókn Roberts Mueller, sérstaka rannsakanda bandaríska dómsmálaráðuneytisins, er lokið, tæpum tveimur árum eftir að hann tók við henni. Fyrsti þjóðaröryggisráðgjafi Trump, kosningastjórar hans og hópur Rússa eru á meðal á fjórða tug einstaklinga sem Mueller ákærði í rannsókninni. Dómsmálaráðuneytið staðfesti í kvöld að Mueller hefði skilað trúnaðarskýrslu um rannsókn sína í dag. William Barr, dómsmálaráðherra, segist jafnvel ætla að kynna þingmönnum helstu niðurstöður hans um helgina. Talsmaður embættis sérstaka rannsakandans segir að hann láti af störfum á næstu dögum. Það fellur í skaut Barr að ákveða hvort og hversu mikið af skýrslunni verður gert opinbert. Trump forseti hefur ítrekað lýst Rússarannsókninni svonefndu sem nornaveiðum. Hún beinist að því hvort að framboð hans fyrir forsetakosningarnar árið 2016 hafi átt í samráði við útsendara rússneskra stjórnvalda um að hafa áhrif á úrslit þeirra. Einnig rannsakaði Mueller hvort Trump hefði reynt að hindra framgang réttvísinnar þegar hann rak James Comey, þáverandi forstjóra alríkislögreglunnar FBI, í maí árið 2017. Brottrekstur Comey var ástæða þess að Mueller var skipaður sérstakur rannsakandi yfir rannsókninni sem hófst þegar árið 2016. Bandarískir fjölmiðlar hafa eftir embættismanni dómsmálaráðuneytisins að Mueller ætli sér ekki að ákæra fleiri og því virðist Trump forseti vera óhultur fyrir saksókn af hálfu sérstaka rannsakandans. Hér á eftir fer listi yfir þá helstu sem Mueller hefur ákært undanfarna tuttugu og tvo mánuði. Listinn byggir á samantekt Vox.Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóri Donald Trumps Bandaríkjaforseta.Getty/Andrew HarrerPaul Manafort, fyrrverandi kosningastjóri Trump Manafort var ákærður í tuttugu og fimm liðum í tveimur málum, þar á meðal fyrir skattsvik, peningaþvætti, bankasvik og að hafa ekki greint stjórnvöldum frá því að hann starfaði sem útsendari erlends ríkis. Brot hans tengjast ekki meintu samráði við Rússa með beinum hætti heldur störfum hans sem málafylgjumaður fyrir fyrrverandi ríkisstjórn Úkraínu. Manafort hefur verið dæmdur í sjö og hálfs árs fangelsi og gæti átt yfir höfði sér frekari refsingu í New York-ríki.Rick Gates, aðstoðarkosningastjóri Trump Gates var viðskiptafélagi Manafort og hélt áfram störfum fyrir framboðið eftir að Manafort steig til hliðar í ágúst árið 2016 í kjölfar ásakana um að hann hefði þegið milljónir dollara á laun í Úkraínu. Gates vann með saksóknurum og gerði sátt þar sem hann játaði sig sekan um að ljúga að alríkislögreglunni.George Papadopoulous, utanríkisráðgjafi framboðsins Papdopoulos var lítt þekktur áður en hann var ásamt Manafort og Gates sá fyrsti sem var ákærður í rannsókn Mueller. Hann játaði sig sekan um að hafa logið að alríkislögreglunni um samskipti sín við rússneska einstaklinga.Michael Flynn, fyrrverandi hershöfðingi og þjóðaröryggisráðgjafi Bandaríkjanna.AP/Carolyn KasterMichael Flynn, fyrsti þjóðaröryggisráðgjafi Trump Flynn játaði sig sekan um að hafa logið að alríkislögreglunni um samskipti sín við sendiherra Rússa og hefur unnið með saksóknurum. Hann var fyrsti þjóðaröryggisráðgjafi Trump en hrökklaðist frá eftir aðeins um mánuð í starfi.Þrettán Rússar og þrjú rússnesk fyrirtækiRannsókn Mueller beindist einnig að tilraunum rússneskra stjórnvalda til að hafa áhrif á forsetakosningarnar árið 2016. Hann afhjúpaði áróðursherferð Rússa sem var rekin í gegnum fyrirtæki eins og Internetrannsóknastofnunina sem nefnd hafa verið „rússneska tröllaverksmiðjan“. Starfsmenn hennar dældu út áróðri sem var ætlað að ala á sundrungu í bandarísku samfélagi.Tólf rússneskir leyniþjónustumenn. Þeir voru ákærðir fyrir glæpi sem tengjast því þegar brotist var inn í tölvupósta Demókrataflokksins og þeim lekið árið 2016.Michael Cohen hefur unnið með saksóknurum. Hann lýsti Trump sem svikahrappi og rasista þegar hann kom fyrir þingnefnd á dögunum.AP/Manuel Balce CenetaMichael Cohen, fyrrverandi lögmaður Trump Saksóknarar Mueller ákærðu Cohen ekki sjálfir heldur vísuðu máli hans til saksóknara í New York-ríki. Hann játaði sig sekan um átta brot í ágúst í fyrra, þar á meðal skatt- og bankasvik, auk kosningalagabrota sem hann fullyrðir að hafi verið að skipan Trump. Cohen hefur unnið með saksóknurum en á að hefja afplánun þriggja ára fangelsisdóm á næstu vikum. Eftir að hafa um árabil verið maðurinn sem lét vandamál Trump hverfa hefur Cohen snúist harkalega gegn forsetanum. Í vitnisburði hjá þingnefnd í febrúar lýsti hann Trump sem rasista og svikahrappi.Roger Stone, formlegur og óformlegur ráðgjafi Trump Einn skrautlegasti bandamaður Trump sem blandaðist í rannsóknina er Roger Stone, pólitískur klækjarefur Repúblikanaflokksins til áratuga. Mueller ákærði hann fyrir að ljúga að bandarískri þingnefnd um tilraunir hans til að komast í samband við uppljóstranavefinn Wikileaks sem lak tölvupóstum demókrata. Þá er hann sakaður um að hafa reynt að hafa áhrif á framburð vitnis. Stone, sem vann meðal annars fyrir endurkjörnefnd Richards Nixon og er með húðflúr af forsetanum fyrrverandi á herðunum, hefur neitað allri sök. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Mueller hefur lokið Rússarannsókn sinni og ákærir ekki fleiri Búist er við því að dómsmálaráðherra Bandaríkjanna staðfesti að hann hafi fengið rannsóknarskýrslu Roberts Mueller afhenta í dag. 22. mars 2019 21:04 Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Fleiri fréttir Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Sjá meira
Rannsókn Roberts Mueller, sérstaka rannsakanda bandaríska dómsmálaráðuneytisins, er lokið, tæpum tveimur árum eftir að hann tók við henni. Fyrsti þjóðaröryggisráðgjafi Trump, kosningastjórar hans og hópur Rússa eru á meðal á fjórða tug einstaklinga sem Mueller ákærði í rannsókninni. Dómsmálaráðuneytið staðfesti í kvöld að Mueller hefði skilað trúnaðarskýrslu um rannsókn sína í dag. William Barr, dómsmálaráðherra, segist jafnvel ætla að kynna þingmönnum helstu niðurstöður hans um helgina. Talsmaður embættis sérstaka rannsakandans segir að hann láti af störfum á næstu dögum. Það fellur í skaut Barr að ákveða hvort og hversu mikið af skýrslunni verður gert opinbert. Trump forseti hefur ítrekað lýst Rússarannsókninni svonefndu sem nornaveiðum. Hún beinist að því hvort að framboð hans fyrir forsetakosningarnar árið 2016 hafi átt í samráði við útsendara rússneskra stjórnvalda um að hafa áhrif á úrslit þeirra. Einnig rannsakaði Mueller hvort Trump hefði reynt að hindra framgang réttvísinnar þegar hann rak James Comey, þáverandi forstjóra alríkislögreglunnar FBI, í maí árið 2017. Brottrekstur Comey var ástæða þess að Mueller var skipaður sérstakur rannsakandi yfir rannsókninni sem hófst þegar árið 2016. Bandarískir fjölmiðlar hafa eftir embættismanni dómsmálaráðuneytisins að Mueller ætli sér ekki að ákæra fleiri og því virðist Trump forseti vera óhultur fyrir saksókn af hálfu sérstaka rannsakandans. Hér á eftir fer listi yfir þá helstu sem Mueller hefur ákært undanfarna tuttugu og tvo mánuði. Listinn byggir á samantekt Vox.Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóri Donald Trumps Bandaríkjaforseta.Getty/Andrew HarrerPaul Manafort, fyrrverandi kosningastjóri Trump Manafort var ákærður í tuttugu og fimm liðum í tveimur málum, þar á meðal fyrir skattsvik, peningaþvætti, bankasvik og að hafa ekki greint stjórnvöldum frá því að hann starfaði sem útsendari erlends ríkis. Brot hans tengjast ekki meintu samráði við Rússa með beinum hætti heldur störfum hans sem málafylgjumaður fyrir fyrrverandi ríkisstjórn Úkraínu. Manafort hefur verið dæmdur í sjö og hálfs árs fangelsi og gæti átt yfir höfði sér frekari refsingu í New York-ríki.Rick Gates, aðstoðarkosningastjóri Trump Gates var viðskiptafélagi Manafort og hélt áfram störfum fyrir framboðið eftir að Manafort steig til hliðar í ágúst árið 2016 í kjölfar ásakana um að hann hefði þegið milljónir dollara á laun í Úkraínu. Gates vann með saksóknurum og gerði sátt þar sem hann játaði sig sekan um að ljúga að alríkislögreglunni.George Papadopoulous, utanríkisráðgjafi framboðsins Papdopoulos var lítt þekktur áður en hann var ásamt Manafort og Gates sá fyrsti sem var ákærður í rannsókn Mueller. Hann játaði sig sekan um að hafa logið að alríkislögreglunni um samskipti sín við rússneska einstaklinga.Michael Flynn, fyrrverandi hershöfðingi og þjóðaröryggisráðgjafi Bandaríkjanna.AP/Carolyn KasterMichael Flynn, fyrsti þjóðaröryggisráðgjafi Trump Flynn játaði sig sekan um að hafa logið að alríkislögreglunni um samskipti sín við sendiherra Rússa og hefur unnið með saksóknurum. Hann var fyrsti þjóðaröryggisráðgjafi Trump en hrökklaðist frá eftir aðeins um mánuð í starfi.Þrettán Rússar og þrjú rússnesk fyrirtækiRannsókn Mueller beindist einnig að tilraunum rússneskra stjórnvalda til að hafa áhrif á forsetakosningarnar árið 2016. Hann afhjúpaði áróðursherferð Rússa sem var rekin í gegnum fyrirtæki eins og Internetrannsóknastofnunina sem nefnd hafa verið „rússneska tröllaverksmiðjan“. Starfsmenn hennar dældu út áróðri sem var ætlað að ala á sundrungu í bandarísku samfélagi.Tólf rússneskir leyniþjónustumenn. Þeir voru ákærðir fyrir glæpi sem tengjast því þegar brotist var inn í tölvupósta Demókrataflokksins og þeim lekið árið 2016.Michael Cohen hefur unnið með saksóknurum. Hann lýsti Trump sem svikahrappi og rasista þegar hann kom fyrir þingnefnd á dögunum.AP/Manuel Balce CenetaMichael Cohen, fyrrverandi lögmaður Trump Saksóknarar Mueller ákærðu Cohen ekki sjálfir heldur vísuðu máli hans til saksóknara í New York-ríki. Hann játaði sig sekan um átta brot í ágúst í fyrra, þar á meðal skatt- og bankasvik, auk kosningalagabrota sem hann fullyrðir að hafi verið að skipan Trump. Cohen hefur unnið með saksóknurum en á að hefja afplánun þriggja ára fangelsisdóm á næstu vikum. Eftir að hafa um árabil verið maðurinn sem lét vandamál Trump hverfa hefur Cohen snúist harkalega gegn forsetanum. Í vitnisburði hjá þingnefnd í febrúar lýsti hann Trump sem rasista og svikahrappi.Roger Stone, formlegur og óformlegur ráðgjafi Trump Einn skrautlegasti bandamaður Trump sem blandaðist í rannsóknina er Roger Stone, pólitískur klækjarefur Repúblikanaflokksins til áratuga. Mueller ákærði hann fyrir að ljúga að bandarískri þingnefnd um tilraunir hans til að komast í samband við uppljóstranavefinn Wikileaks sem lak tölvupóstum demókrata. Þá er hann sakaður um að hafa reynt að hafa áhrif á framburð vitnis. Stone, sem vann meðal annars fyrir endurkjörnefnd Richards Nixon og er með húðflúr af forsetanum fyrrverandi á herðunum, hefur neitað allri sök.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Mueller hefur lokið Rússarannsókn sinni og ákærir ekki fleiri Búist er við því að dómsmálaráðherra Bandaríkjanna staðfesti að hann hafi fengið rannsóknarskýrslu Roberts Mueller afhenta í dag. 22. mars 2019 21:04 Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Fleiri fréttir Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Sjá meira
Mueller hefur lokið Rússarannsókn sinni og ákærir ekki fleiri Búist er við því að dómsmálaráðherra Bandaríkjanna staðfesti að hann hafi fengið rannsóknarskýrslu Roberts Mueller afhenta í dag. 22. mars 2019 21:04
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent