Rændi og kveikti í skólarútu á Ítalíu Atli Ísleifsson skrifar 20. mars 2019 23:46 Börnin stunda nám í skóla í Vailati di Crema, austur af Mílanó. EPA/DANIELE BENNATI Lögregla í Mílanó á Ítalíu hefur handtekið 47 ára rútubílstjóra eftir að hann rændi rútu með 51 nemanda um borð, og kveikti síðar í henni. Börnin, sem sum hver höfðu verið bundin, komust öll lífs af eftir að lögreglu tókst að koma þeim út úr rútunni um glugga aftarlega í rútunni. Í frétt BBC segir að fjórtán hafi verið fluttir á sjúkrahús vegna gruns um reykeitrun. Bílstjórinn er ítalskur ríkisborgari af senegölskum uppruna. „Enginn mun lifa af,“ á maðurinn að hafa hrópað. Einn kennara barnanna, sem var um borð í rútunni, segir að hinn grunaði hafi verið mjög óánægður með harða stefnu ítalskra stjórnvalda þegar kemur að málefnum flóttafólks og hælisleitenda.Kraftaverk Francesco Greco, saksóknari í Mílanó, segir það kraftaverk að ekki hafi farið verr, þar sem þetta hefði getað endað með blóðbaði. Bílstjóranum hafði verið ætlað að keyra börnin, sem voru úr tveimur bekkjum, frá skóla í Vailati di Crema, austur af Mílanó, í líkamsræktarstöð. Hann ók rútunni hins vegar aðra leið og í átt að Linate-flugvellinum í Mílanó.Hringdi í móður sína Þegar maðurinn byrjaði að hóta börnunum með hníf hringdi einn nemandanna í móður sína sem tilkynnti svo málið til lögreglu. Lögreglu tókst að lokum að stöðva rútuna og koma börnunum úr um glugga aftarlega í rútunni þar sem búið var að brjóta glerið. Bílstjórinn hafði þá hellt niður bensíni, kveikti að lokum í rútunni og varð hún alelda á svipstundu. Matteo Salvini, innanríkisráðherra Ítalíu, brast ókvæða við þegar hann var spurður út í málið og sagði gerandann vera með sakaferil að baki. Ítalía Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Erlent Fleiri fréttir Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Sjá meira
Lögregla í Mílanó á Ítalíu hefur handtekið 47 ára rútubílstjóra eftir að hann rændi rútu með 51 nemanda um borð, og kveikti síðar í henni. Börnin, sem sum hver höfðu verið bundin, komust öll lífs af eftir að lögreglu tókst að koma þeim út úr rútunni um glugga aftarlega í rútunni. Í frétt BBC segir að fjórtán hafi verið fluttir á sjúkrahús vegna gruns um reykeitrun. Bílstjórinn er ítalskur ríkisborgari af senegölskum uppruna. „Enginn mun lifa af,“ á maðurinn að hafa hrópað. Einn kennara barnanna, sem var um borð í rútunni, segir að hinn grunaði hafi verið mjög óánægður með harða stefnu ítalskra stjórnvalda þegar kemur að málefnum flóttafólks og hælisleitenda.Kraftaverk Francesco Greco, saksóknari í Mílanó, segir það kraftaverk að ekki hafi farið verr, þar sem þetta hefði getað endað með blóðbaði. Bílstjóranum hafði verið ætlað að keyra börnin, sem voru úr tveimur bekkjum, frá skóla í Vailati di Crema, austur af Mílanó, í líkamsræktarstöð. Hann ók rútunni hins vegar aðra leið og í átt að Linate-flugvellinum í Mílanó.Hringdi í móður sína Þegar maðurinn byrjaði að hóta börnunum með hníf hringdi einn nemandanna í móður sína sem tilkynnti svo málið til lögreglu. Lögreglu tókst að lokum að stöðva rútuna og koma börnunum úr um glugga aftarlega í rútunni þar sem búið var að brjóta glerið. Bílstjórinn hafði þá hellt niður bensíni, kveikti að lokum í rútunni og varð hún alelda á svipstundu. Matteo Salvini, innanríkisráðherra Ítalíu, brast ókvæða við þegar hann var spurður út í málið og sagði gerandann vera með sakaferil að baki.
Ítalía Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Erlent Fleiri fréttir Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Sjá meira