Fyrsta konan sem verður forseti Slóvakíu Kjartan Kjartansson skrifar 31. mars 2019 08:23 Caputova gerði baráttuna gegn spillingu að helsta kosningamáli sínu. Vísir/EPA Zuzana Caputova, frjálslyndur lögmaður og aðgerðarsinni, verður fyrsta konan til að gegna embætti forseta Slóvakíu eftir að hún sigraði í kosningum sem fór fram þar í gær. Reiði almennings vegna spillingar og morðs á ungum rannsóknarblaðamanni og unnustu hans er sögð hafa fleytt Caputovu til sigurs. Caputova, sem er 45 ára gömul, hefur ekki starfað við stjórnmál áður. Henni er lýst sem frjálslyndri og fylgjandi Evrópusamvinnu. Hún hlaut 58,3% atkvæða gegn 41,7% Maros Sefcovic, framkvæmdastjóra hjá Evrópusambandinu. Sefcovic naut stuðnings stjórnarflokksins Smer sem er fjölmennasti flokkurinn á slóvakíska þinginu. Í kosningabaráttunni lofaði Caputova að binda enda á spillingu á bak við tjöldin. Í þakkarræðu sinni í gærkvöldi ávarpaði hún kjósendur á fimm tungumálum til að ná til allra þjóðarbrota sem í landinu búa, að sögn Reuters-fréttastofunnar. „Ég er glöð, ekki bara yfir úrslitunum, heldur aðallega vegna þess að það er hægt að verða ekki popúlisma að bráð, að segja sannleikann, auka áhugann án herskárrar orðræðu,“ sagði Caputova og virtist þar vísa til uppgangs popúlískra leiðtoga víða í Evrópu. Sem forseti mun Caputova þó hafa takmörkuð völd. Forseti skipar þó forsætisráðherra og getur beitt neitunarvaldi gegn skipunum háttsettra saksóknara og dómara. Þannig er talið ólíklegt að Robert Fico, fyrrverandi forsætisráðherra, verði að ósk sinni um að hætta í stjórnmálum og gerast forseti stjórnlagadómstóls Slóvakíu. Fico hrökklaðist úr embætti sem forsætisráðherra í kjölfar fjölmennustu mótmæla í sögu Slóvakíu eftir kommúnistatímann í fyrra. Mótmælin beindust að spillingu en kveikjan að þeim voru morðin á Jan Kuciak, rannsóknarblaðamanni, og Martinu Kusnirovu, unnustu hans. Kuciak hafði unnið að rannsókn á umfangsmiklu spillingarmáli. Fimm manns hafa verið ákærðir fyrir morðið á parinu, þar á meðal kaupsýslumaðurinn Marian Kocner. Caputova öðlaðist meðal annars frægð þegar hún barðist gegn ólöglegri landfyllingu sem fyrirtæki Kocner vildi gera í heimabæ hennar í fjórtán ár. Slóvakía Tengdar fréttir Caputova sigrar fyrri umferð slóvakísku forsetakosninganna Umhverfislögfræðingurinn Zuzana Caputova sem barist hefur gegn spillingu í stjórnsýslu sigraði fyrstu umferð forsetakosninganna í Slóvakíu. 17. mars 2019 13:17 Í haldi fyrir morð Kuciaks Dómstóll í Slóvakíu úrskurðaði fjóra í gæsluvarðhald í gær þar til mál þeirra fer fyrir dóminn, en viðkomandi eru ákærð fyrir að hafa myrt rannsóknarblaðamanninn Ján Kuciak og Martinu Kusnírová, unnustu hans, í febrúar. 1. október 2018 07:00 Mest lesið Dr. Bjarni er látinn Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Fleiri fréttir Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Sjá meira
Zuzana Caputova, frjálslyndur lögmaður og aðgerðarsinni, verður fyrsta konan til að gegna embætti forseta Slóvakíu eftir að hún sigraði í kosningum sem fór fram þar í gær. Reiði almennings vegna spillingar og morðs á ungum rannsóknarblaðamanni og unnustu hans er sögð hafa fleytt Caputovu til sigurs. Caputova, sem er 45 ára gömul, hefur ekki starfað við stjórnmál áður. Henni er lýst sem frjálslyndri og fylgjandi Evrópusamvinnu. Hún hlaut 58,3% atkvæða gegn 41,7% Maros Sefcovic, framkvæmdastjóra hjá Evrópusambandinu. Sefcovic naut stuðnings stjórnarflokksins Smer sem er fjölmennasti flokkurinn á slóvakíska þinginu. Í kosningabaráttunni lofaði Caputova að binda enda á spillingu á bak við tjöldin. Í þakkarræðu sinni í gærkvöldi ávarpaði hún kjósendur á fimm tungumálum til að ná til allra þjóðarbrota sem í landinu búa, að sögn Reuters-fréttastofunnar. „Ég er glöð, ekki bara yfir úrslitunum, heldur aðallega vegna þess að það er hægt að verða ekki popúlisma að bráð, að segja sannleikann, auka áhugann án herskárrar orðræðu,“ sagði Caputova og virtist þar vísa til uppgangs popúlískra leiðtoga víða í Evrópu. Sem forseti mun Caputova þó hafa takmörkuð völd. Forseti skipar þó forsætisráðherra og getur beitt neitunarvaldi gegn skipunum háttsettra saksóknara og dómara. Þannig er talið ólíklegt að Robert Fico, fyrrverandi forsætisráðherra, verði að ósk sinni um að hætta í stjórnmálum og gerast forseti stjórnlagadómstóls Slóvakíu. Fico hrökklaðist úr embætti sem forsætisráðherra í kjölfar fjölmennustu mótmæla í sögu Slóvakíu eftir kommúnistatímann í fyrra. Mótmælin beindust að spillingu en kveikjan að þeim voru morðin á Jan Kuciak, rannsóknarblaðamanni, og Martinu Kusnirovu, unnustu hans. Kuciak hafði unnið að rannsókn á umfangsmiklu spillingarmáli. Fimm manns hafa verið ákærðir fyrir morðið á parinu, þar á meðal kaupsýslumaðurinn Marian Kocner. Caputova öðlaðist meðal annars frægð þegar hún barðist gegn ólöglegri landfyllingu sem fyrirtæki Kocner vildi gera í heimabæ hennar í fjórtán ár.
Slóvakía Tengdar fréttir Caputova sigrar fyrri umferð slóvakísku forsetakosninganna Umhverfislögfræðingurinn Zuzana Caputova sem barist hefur gegn spillingu í stjórnsýslu sigraði fyrstu umferð forsetakosninganna í Slóvakíu. 17. mars 2019 13:17 Í haldi fyrir morð Kuciaks Dómstóll í Slóvakíu úrskurðaði fjóra í gæsluvarðhald í gær þar til mál þeirra fer fyrir dóminn, en viðkomandi eru ákærð fyrir að hafa myrt rannsóknarblaðamanninn Ján Kuciak og Martinu Kusnírová, unnustu hans, í febrúar. 1. október 2018 07:00 Mest lesið Dr. Bjarni er látinn Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Fleiri fréttir Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Sjá meira
Caputova sigrar fyrri umferð slóvakísku forsetakosninganna Umhverfislögfræðingurinn Zuzana Caputova sem barist hefur gegn spillingu í stjórnsýslu sigraði fyrstu umferð forsetakosninganna í Slóvakíu. 17. mars 2019 13:17
Í haldi fyrir morð Kuciaks Dómstóll í Slóvakíu úrskurðaði fjóra í gæsluvarðhald í gær þar til mál þeirra fer fyrir dóminn, en viðkomandi eru ákærð fyrir að hafa myrt rannsóknarblaðamanninn Ján Kuciak og Martinu Kusnírová, unnustu hans, í febrúar. 1. október 2018 07:00
Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Innlent
Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Innlent