Óska eftir endurskoðun yfirdeildar MDE í Landsréttarmálinu Kristín Ólafsdóttir skrifar 9. apríl 2019 12:43 Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir tók við Sigríði Á. Andersen sem dómsmálaráðherra eftir að dómur féll í Landsréttarmálinu í mars. Vísir/vilhelm Íslenska ríkið mun óska eftir endurskoðun yfirdeildar Mannréttindadómstóls Evrópu (MDE) á dómi MDE í Landsréttarmálinu svokallaða. Þetta kynnti dómsmálaráðherra á fundi ríkisstjórnarinnar í dag. Dómur í Landsréttarmálinu, máli Guðmundar Andra Ástráðssonar gegn Íslandi, féll þann 12. mars síðastliðinn. Í málinu komst meirihluti dómsins að þeirri niðurstöðu að skipan dómara við Landsrétt hefði verið ólögleg. Í kjölfarið sagði Sigríður Á. Andersen af sér sem dómsmálaráðherra til að skapa frið um þær ákvarðanir sem þurfti að taka vegna dómsins. Haft er eftir Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur dómsmálaráðherra í tilkynningu frá ráðuneytinu að síðustu vikur hafi mismunandi fletir „þessa mikilvæga máls“ verið skoðaðir. „Eftir þá skoðun tel ég rétt að óska endurskoðunar hjá yfirdeild Mannréttindadómstólsins. Ég tel brýnt að fara þessa leið í ljósi þess hve mikilvæga hagsmuni málið snertir hér á landi. Ég mun halda áfram að skoða aðra fleti málsins en á þessu stigi verða ekki teknar frekari ákvarðanir,” segir ráðherra. Sigríður Á. Andersen sagði af sér sem dómsmálaráðherra eftir að dómur féll í Landsréttarmálinu í MDE.Vísir/Vilhelm Þá sé það einnig mat sérfræðinga dómsmálaráðuneytisins, að höfðu samráði við ríkislögmann og dr. Thomas Horn, málflutningsmann og sérfræðing í mannréttindum og réttarfari, að leita eigi endurskoðunar á dómi MDE enda veki málið upp „veigamiklar spurningar um túlkun og framkvæmd mannréttindasáttmála Evrópu.“ Í tilkynningu segir jafnframt að líkur standi til þess að niðurstaða um það hvort yfirdeildin taki dóminn til endurskoðunar fáist innan fárra mánaða. „Taki yfirdeildin málið til endurskoðunar verður þess óskað að málið njóti forgangs en MDE hefur frá upphafi skilgreint málið mikilvægt og hlaut það flýtimeðferð á fyrri stigum,“ segir í tilkynningu. Landsréttur hefur ekki starfað af fullum krafti eftir dóminn. Töluverð óvissa hefur ríkt í aðdraganda málskotsins til efri deildar MDE og þess hvernig skipan Landsréttar verður á næstu misserum og til frambúðar vegna dómsins. Dómsmál Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Brýnt að bregðast við vanda Landsréttar Brýnt er að binda enda á óvissuna um Landsrétt að mati Dómstólasýslunnar. Bagalegt er dráttur verður á meðferð mála. Málið var ekki rætt í ríkisstjórn í vikunni. 6. apríl 2019 07:15 Stjórnskipuleg krísa vegna óvissu um Landsrétt Formaður Dómarafélags Íslands segir óvissu um Landsrétt vera stjórnskipulega krísu. Endurreisa þurfi traust almennings til dómstóla landsins. Varaforseti Landsréttar telur vandann vera frekar pólitískan en lögfræðilegan. 20. mars 2019 18:30 Dómarar þurfi sjálfir að biðja um leyfi frá störfum á launum Dómarar sem ekki taka þátt í störfum við Landsrétt verða ekki settir í leyfi nema að eigin ósk. Ekki hægt að setja dómara tímabundið við réttinn nema vegna leyfa. Varaforseti dómsins telur hægt að skipa dómarana 15 aftur með lögum. 1. apríl 2019 07:45 Mest lesið Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Innlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Allt að tuttugu stiga hiti Veður Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Innlent Fleiri fréttir Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Sjá meira
Íslenska ríkið mun óska eftir endurskoðun yfirdeildar Mannréttindadómstóls Evrópu (MDE) á dómi MDE í Landsréttarmálinu svokallaða. Þetta kynnti dómsmálaráðherra á fundi ríkisstjórnarinnar í dag. Dómur í Landsréttarmálinu, máli Guðmundar Andra Ástráðssonar gegn Íslandi, féll þann 12. mars síðastliðinn. Í málinu komst meirihluti dómsins að þeirri niðurstöðu að skipan dómara við Landsrétt hefði verið ólögleg. Í kjölfarið sagði Sigríður Á. Andersen af sér sem dómsmálaráðherra til að skapa frið um þær ákvarðanir sem þurfti að taka vegna dómsins. Haft er eftir Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur dómsmálaráðherra í tilkynningu frá ráðuneytinu að síðustu vikur hafi mismunandi fletir „þessa mikilvæga máls“ verið skoðaðir. „Eftir þá skoðun tel ég rétt að óska endurskoðunar hjá yfirdeild Mannréttindadómstólsins. Ég tel brýnt að fara þessa leið í ljósi þess hve mikilvæga hagsmuni málið snertir hér á landi. Ég mun halda áfram að skoða aðra fleti málsins en á þessu stigi verða ekki teknar frekari ákvarðanir,” segir ráðherra. Sigríður Á. Andersen sagði af sér sem dómsmálaráðherra eftir að dómur féll í Landsréttarmálinu í MDE.Vísir/Vilhelm Þá sé það einnig mat sérfræðinga dómsmálaráðuneytisins, að höfðu samráði við ríkislögmann og dr. Thomas Horn, málflutningsmann og sérfræðing í mannréttindum og réttarfari, að leita eigi endurskoðunar á dómi MDE enda veki málið upp „veigamiklar spurningar um túlkun og framkvæmd mannréttindasáttmála Evrópu.“ Í tilkynningu segir jafnframt að líkur standi til þess að niðurstaða um það hvort yfirdeildin taki dóminn til endurskoðunar fáist innan fárra mánaða. „Taki yfirdeildin málið til endurskoðunar verður þess óskað að málið njóti forgangs en MDE hefur frá upphafi skilgreint málið mikilvægt og hlaut það flýtimeðferð á fyrri stigum,“ segir í tilkynningu. Landsréttur hefur ekki starfað af fullum krafti eftir dóminn. Töluverð óvissa hefur ríkt í aðdraganda málskotsins til efri deildar MDE og þess hvernig skipan Landsréttar verður á næstu misserum og til frambúðar vegna dómsins.
Dómsmál Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Brýnt að bregðast við vanda Landsréttar Brýnt er að binda enda á óvissuna um Landsrétt að mati Dómstólasýslunnar. Bagalegt er dráttur verður á meðferð mála. Málið var ekki rætt í ríkisstjórn í vikunni. 6. apríl 2019 07:15 Stjórnskipuleg krísa vegna óvissu um Landsrétt Formaður Dómarafélags Íslands segir óvissu um Landsrétt vera stjórnskipulega krísu. Endurreisa þurfi traust almennings til dómstóla landsins. Varaforseti Landsréttar telur vandann vera frekar pólitískan en lögfræðilegan. 20. mars 2019 18:30 Dómarar þurfi sjálfir að biðja um leyfi frá störfum á launum Dómarar sem ekki taka þátt í störfum við Landsrétt verða ekki settir í leyfi nema að eigin ósk. Ekki hægt að setja dómara tímabundið við réttinn nema vegna leyfa. Varaforseti dómsins telur hægt að skipa dómarana 15 aftur með lögum. 1. apríl 2019 07:45 Mest lesið Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Innlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Allt að tuttugu stiga hiti Veður Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Innlent Fleiri fréttir Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Sjá meira
Brýnt að bregðast við vanda Landsréttar Brýnt er að binda enda á óvissuna um Landsrétt að mati Dómstólasýslunnar. Bagalegt er dráttur verður á meðferð mála. Málið var ekki rætt í ríkisstjórn í vikunni. 6. apríl 2019 07:15
Stjórnskipuleg krísa vegna óvissu um Landsrétt Formaður Dómarafélags Íslands segir óvissu um Landsrétt vera stjórnskipulega krísu. Endurreisa þurfi traust almennings til dómstóla landsins. Varaforseti Landsréttar telur vandann vera frekar pólitískan en lögfræðilegan. 20. mars 2019 18:30
Dómarar þurfi sjálfir að biðja um leyfi frá störfum á launum Dómarar sem ekki taka þátt í störfum við Landsrétt verða ekki settir í leyfi nema að eigin ósk. Ekki hægt að setja dómara tímabundið við réttinn nema vegna leyfa. Varaforseti dómsins telur hægt að skipa dómarana 15 aftur með lögum. 1. apríl 2019 07:45