Sakar Trudeau um hræðsluáróður Atli Ísleifsson skrifar 8. apríl 2019 10:16 Andrew Scheer er formaður kanadíska Íhaldsflokksins. Getty Andrew Scheer, leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Kanada og formaður Íhaldsflokksins, hefur sakað Justin Trudeau forsætisráðherra um tilraunir til að þagga niður í sér eftir að hann kallaði ríkisstjórnina spillta. Scheer segir að í bréfi hafi lögmaður Trudeau látið sérstaklega ærumeiðandi ummæli falla eftir orð Scheer um pólitískt hneykslismál sem hefur verið mjög áberandi í umræðunni vestanhafs að undanförnu. Tveir ráðherrar í stjórn Trudeau hafa sagt af sér vegna hneykslismálsins. Málið snýr að sakamálarannsókn sem beinist að byggingafyrirtækinu SNC-Lavalin Group, einu stærsta byggingar- og verkfræðisfyrirtæki heims, sem sakað er um að hafa mútað hátt settum embættismönnum í Líbíu. Hafa Trudeau og nánustu ráðgjafar verið sakaðir um að hafa beitt Jody Wilson-Raybould, þáverandi dómsmálaráðherra, óeðlilegum þrýstingi til þess að forða SNC-Lavalin frá saksókn vegna mútugreiðslnna í Líbíu. Trudeau hefur hafnað öllum ásökunum um óeðlileg afskipti hans eða ráðgjafa hans. Scheer hefur nú sakað ríkisstjórn Trudeau um spillingu og að hafa logið að Kanadamönnum. Segir hann bréfið frá lögmanni forsætisráðherrans vera liður í hræðsluáróðri Trudeau. „Þetta er enn ein tilraun þeirra til að þagga niður í þeim sem leita sannleikans,“ sagði Scheer á blaðamannafundi í gær. Talsmaður Trudeau segir að bréfið hafi verið sent Scheer til að upplýsa hann um að það hafi afleiðingar í för með sér að láta „fölsk og niðurlægjandi ummæli“ falla. Kosið er til þings í Kanada eftir um hálft ár og benda skoðanakannanir til að Íhaldaflokkurinn njóti nú meiri stuðnings en flokkur Trudeau. Trudeau tók við embætti forsætisráðherra Kanada árið 2015. Kanada Tengdar fréttir Leynileg upptaka þrengir enn stöðu Trudeau Á upptökunni heyrist einn nánasti ráðgjafi Trudeau forsætisráðherra beita þáverandi dómsmálaráðherrann þrýstingi að sækja ekki stórfyrirtæki til saka. 30. mars 2019 08:48 Flokkur Trudeau sakaður um að misnota vald sitt Þingnefnd sem rannsakaði ásakanir um pólitísk afskipti af rannsókn á stórfyrirtæki ákvað að fella niður athugun sína. 19. mars 2019 20:36 Trudeau rekur uppljóstrara úr eigin flokki Tvær þingkonur sem hafa sakað kanadíska forsætisráðherrann um óeðlileg afskipti af sakamáli hafa verið reknar úr flokki hans. 3. apríl 2019 07:45 Forsætisráðherra Kanada sagður hafa reynt að koma verkfræðistofu undan málaferlum Trudeau hafnar ásökununum. 11. febrúar 2019 22:46 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Fjórir særðir eftir árás við bænahús gyðinga í Manchester Erlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Fleiri fréttir Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Fjórir særðir eftir árás við bænahús gyðinga í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Sjá meira
Andrew Scheer, leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Kanada og formaður Íhaldsflokksins, hefur sakað Justin Trudeau forsætisráðherra um tilraunir til að þagga niður í sér eftir að hann kallaði ríkisstjórnina spillta. Scheer segir að í bréfi hafi lögmaður Trudeau látið sérstaklega ærumeiðandi ummæli falla eftir orð Scheer um pólitískt hneykslismál sem hefur verið mjög áberandi í umræðunni vestanhafs að undanförnu. Tveir ráðherrar í stjórn Trudeau hafa sagt af sér vegna hneykslismálsins. Málið snýr að sakamálarannsókn sem beinist að byggingafyrirtækinu SNC-Lavalin Group, einu stærsta byggingar- og verkfræðisfyrirtæki heims, sem sakað er um að hafa mútað hátt settum embættismönnum í Líbíu. Hafa Trudeau og nánustu ráðgjafar verið sakaðir um að hafa beitt Jody Wilson-Raybould, þáverandi dómsmálaráðherra, óeðlilegum þrýstingi til þess að forða SNC-Lavalin frá saksókn vegna mútugreiðslnna í Líbíu. Trudeau hefur hafnað öllum ásökunum um óeðlileg afskipti hans eða ráðgjafa hans. Scheer hefur nú sakað ríkisstjórn Trudeau um spillingu og að hafa logið að Kanadamönnum. Segir hann bréfið frá lögmanni forsætisráðherrans vera liður í hræðsluáróðri Trudeau. „Þetta er enn ein tilraun þeirra til að þagga niður í þeim sem leita sannleikans,“ sagði Scheer á blaðamannafundi í gær. Talsmaður Trudeau segir að bréfið hafi verið sent Scheer til að upplýsa hann um að það hafi afleiðingar í för með sér að láta „fölsk og niðurlægjandi ummæli“ falla. Kosið er til þings í Kanada eftir um hálft ár og benda skoðanakannanir til að Íhaldaflokkurinn njóti nú meiri stuðnings en flokkur Trudeau. Trudeau tók við embætti forsætisráðherra Kanada árið 2015.
Kanada Tengdar fréttir Leynileg upptaka þrengir enn stöðu Trudeau Á upptökunni heyrist einn nánasti ráðgjafi Trudeau forsætisráðherra beita þáverandi dómsmálaráðherrann þrýstingi að sækja ekki stórfyrirtæki til saka. 30. mars 2019 08:48 Flokkur Trudeau sakaður um að misnota vald sitt Þingnefnd sem rannsakaði ásakanir um pólitísk afskipti af rannsókn á stórfyrirtæki ákvað að fella niður athugun sína. 19. mars 2019 20:36 Trudeau rekur uppljóstrara úr eigin flokki Tvær þingkonur sem hafa sakað kanadíska forsætisráðherrann um óeðlileg afskipti af sakamáli hafa verið reknar úr flokki hans. 3. apríl 2019 07:45 Forsætisráðherra Kanada sagður hafa reynt að koma verkfræðistofu undan málaferlum Trudeau hafnar ásökununum. 11. febrúar 2019 22:46 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Fjórir særðir eftir árás við bænahús gyðinga í Manchester Erlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Fleiri fréttir Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Fjórir særðir eftir árás við bænahús gyðinga í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Sjá meira
Leynileg upptaka þrengir enn stöðu Trudeau Á upptökunni heyrist einn nánasti ráðgjafi Trudeau forsætisráðherra beita þáverandi dómsmálaráðherrann þrýstingi að sækja ekki stórfyrirtæki til saka. 30. mars 2019 08:48
Flokkur Trudeau sakaður um að misnota vald sitt Þingnefnd sem rannsakaði ásakanir um pólitísk afskipti af rannsókn á stórfyrirtæki ákvað að fella niður athugun sína. 19. mars 2019 20:36
Trudeau rekur uppljóstrara úr eigin flokki Tvær þingkonur sem hafa sakað kanadíska forsætisráðherrann um óeðlileg afskipti af sakamáli hafa verið reknar úr flokki hans. 3. apríl 2019 07:45
Forsætisráðherra Kanada sagður hafa reynt að koma verkfræðistofu undan málaferlum Trudeau hafnar ásökununum. 11. febrúar 2019 22:46